Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 45

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Síða 45
ÍA stofnar sjóð Stofnaður hefur verið minningar- sjóður um hinn kunna íþróttaleið- toga á Akranesi, Guðmund Svein- björnsson. Mun sjóðurinn verða í vörslu íþróttabandalags Akraness. Styrki úr hinum nýstofnaða sjóði má veita efnilegum íþróttamönnum til náms. Einnig má styrkja íþróttaþjálfara, sem sýnt hafa sérstakan áhuga í starfi til náms í íþróttaþjálfun, og aðra þá sem vinna að æskulýðs- og bind- indismálum í bænum. Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að ,,týnast" segir Gustavo Thoni, ítalski skíðagarpurinn, sem verið hefur í sviðs- Ijósinu um árabil. Nú hefur Gustavo lítið keppt að undanförnu, og finnst sem hann njóti ekki sömu vinsælda og athygli og áður. Erfitt að bera póstinn til Cruyff Póstburðarmaður nokkur í Barce- lona á Spáni hefur ekki átt sjö dag- ana sæla síðan knattspyrnustjarnan Johan Cruyff flutti í hverfi hans. Daglega berast Cruyff fleiri bréf en svo að póstburðarmaðurinn komist með þau í einni ferð, og varð hann að gera kröfur til póstþjónustunnar um að fá aðstoðarmann við bréfaburðinn. Talið er að nú frá ára- mótum hafi um 40.000 bréf frá Hollandi komið til Johans Cruyff og er þar aðallega um að ræða áskoranir á hann að leika með hollenzka landsliðinu í lokakeppni HM í Argentínu. Sagt er að Johan Cruyff opni og lesi flestöll bréfin sem hann fær, og er hann ekki öfundsverður af því hlutverki. Aðsókn fer víða minnkandi að er víðar en á Islandi sem dregið hefur úr aðsókn að 1. deildar leikj- um í knattspyrnu. í Austur-Evrópu hefur aðsókn víða dottið mjög mikið niður, og má nefna sem dæmi að það sem af er þessu keppnistímabili hefur meðaltalstala áhorfenda að E deildarleikj- um í A-Þýzkalandi verið um 13.000 í stað um 15.300 í fyrra. Aðalástæða þess að áhorfendum hefur fækkað að knattspyrnu- leikjum er talin sú, að fjölmiðlar sinna nú íþróttum mun meira en áður var, og fjöldi manna láta sér það nægja að lesa um leiki í blöðunum, eða horfa á þá í sjónvarpinu. Albanía og Liethenstein eru þjóðirnar sem ekki verða með í keppninni Urslitakeppni næstu Evrópubikar- keppni landsliða í knattspyrnu mun fara fram á Ítalíu árið 1980, en í þeirri keppni taka þátt átta lið að þessu sinni. Italir hafa þegar ákveðið að keppnin fari fram í Róm, Mílanó, Napolí, Flórens og Genúa, og vera kann að einn eða fleiri leikir fari fram í Bologna. Allar Evrópuþjóðir, að Albaníu og Leichtenstein undanskildum, hafa tilkynnt þátttöku sína í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni. / hálfleik Meðfylgjandi mynd er af sigurvegurunum á skákmótinu á Akranesi: Magnúsi Magn- ússyni, Birni Lárussyni, Andrési Ólafssyni og Þresti Stefánssyni, formanni (A. Snjallir skákmenn á Skaganum Svo virðist sem íslandsmeistarar Akraness í knattspyrnu kunni ým- islegt annað fyrir sér en að sparka ■knetti. Á skákmóti sem haldið var fyrir skömmu á Akranesi urðu tveir af leik- mönnum Akranesliðsins, þeir Björn Lárus- son og Andrés Ólafsson í efstu sætunum. Varð Björn sigurvegari á mótinu, en Andrés varð í þriðja sæti. Hreppti Björn bikar þann sem keppt var um á mótinu, en hann gaf Friðrik Ólafsson, stórmeistari til keppninnar. Og svo er það myndin frá hinum gömlu, góðu dögum. Sá sem þarna er á hend- ingskasti á eftir knettinum er enginn annar en Bjarni Felixson, núverandi íþrótta- fréttamaður sjónvarpsins, en þáverandi „Rauða Ijónið" í KR. Bjarni var lengi í fremstu röð íslenzkra knattspyrnumanna og lék m.a. nokkra landsleiki. 45

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.