Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 46

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Side 46
Channon vill fara heim Mike Channon, leikmaður sem mörgum Islendingum mun að góðu kunnur frá því að bikar- meistarar Southampton komu hingað árið 1976, hefur mikinn hug á að ganga aftur til liðs við sitt gamla félag, en eins og flestum mun kunnugt var Channon seldur frá Southampton til Manchester City í fyrra fyrir 300.000 pund. — Ég kann ein- faldlega ekki við mig í Manchester hefur Channon sagt, — og mig dreymir um að komast aftur í hóp minna gömlu félaga. Ég er viss um að Southampton vinnur sig upp í 1. deild á þessu keppnistímabili, og ég vona að forráðamenn liðsins telji þá að þeir hafi þörf fyrir mig. Kafbátur verður farkosturinn! Tugþúsundir skozkra knattspymu- unnenda eru nú að safna sér fyrir fari á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Argen- tínu næsta sumar. Vitanlega munu flestir fara flugleiðis þessa 7.000 mílna leið, en Jim Tait, sem er kráareigandi í Hamilton í Lanarkshire, hefur fundið annan ferðamáta sem getur orðið ódýrari og teljast verður einnig mjög frumlegur. Hann ætlr sér að leigja kafbát til ferðarinnar og með því að fá 150 manns með sér í bátinn, getur fargjaldið orðið nokkru ódýrara en ef flogið væri. Hafa þegar margir sýnt ferðamáta þessum áhuga og hinar fomfrægu Skotasögur hafa varla við mikið að styðjast ef hann fær ekki næga farþega með sér í ferðina. / hálfleik Bobby á að trekkja Bobby Charlton, fyrrverandi leik- maður með Manchester United og enska landsliðinu mun leika nokkra leiki með Newcastle United síðar á þessu ári. Það er reyndar ekki enska liðið Newcastle United sem Bobby mun keppa með, heldur ástralskt félag sem ber sama heiti, en lið þetta er nú í mikilli sókn í Ástralíu og ætlar sér stóran hlut í framtíð- inni. Félagið gerði samning við Bobby Charlton að hann léki a.m.k. fimm leiki með liðinu, og fær hann álitlega greiðslu fyrir hvern leik. Ekki eiga forráðamenn hins ástralska Newcastle-liðs von á því að Charlton geri miklar rósir í leikjum sínum með liðinu, en segja að enginn enskur knattspymumaður sé eins þekktur og vin- sæll í Ástralíu og hann, og búast megi við því að aðsókn að leikjum liðsins tvö- eða þrefaldist í leikjunum sem Bobby verður með. Reyndar þarf ekki svo mikið til að auka áhorfendatöluna, þar sem meðaltals- aðsókn að leik hjá félaginu á s.l. ári var um 1530. Bobby Charlton — Newcastle United í Ástralíu bindur vonir við vinsældir hans þarlendis. Vont að fá badmintonbolta í augun egar góður badmintonleikmaður „smassar" nær badmintonboltinn allt að 150 km. hraða á klukku- stund, og þóct boltinn sé léttur, getur verið annað en þægilegt að fá hann í sig meðan hraðinn á honum er mestur. Ár- lega meiðast allmargir badminton menn af því að fá þannig „smass“ bolta í sig, og er þar cmkum að ræða meiðsli í andliti. Ann- ars er badmintoníþróttin haldin ein hættu- minnsta íþróttin sem stunduð er, að öðru leyti en því að árlega slíta margir hásinar sínar við badmintonæfingar, — einkum menn sem stunda íþrótt þessa sem trimm- íþrótt og gæta sín ekki sem skyldi meðan þeir eru óþjálfaðir. 46

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.