Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1978, Qupperneq 47

Íþróttablaðið - 01.03.1978, Qupperneq 47
/ hálfleik Umskipti hjá Celtic Celtic, — skozka liðinu sem Jóhann- es Eðvaldsson leikur með hefur ekki vegnað vel í vetur, og er nú meðal neðstu liðanna í skozku úrvalsdeildinni. Hafa orðið mikil umskipti hjá liðinu frá því í fyrra, en þá varð það bæði skozkur meistari og skozkur bikar- meistari. Ef marka má skozku blöðin hefur Celtic þó sýnt bærilega knattspymu þegar á heildina er litið í vetur, en hins vegar hefur liðið áþreifanlega skort menn eða mann sem getur skorað mörk. — Það er ekki nóg að skapa sér færi, þegar enginn er til þess að skora úr þeim, segja blöðin. Þau eru einnig sammála um að Jóhannes sé einn bezti maður liðsins og segja hann í gífurlega góðu formi. Jóhannes hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá Celtic og helzt komast til knattspyrnuliðs á meginlandi Evrópu, en að sögn skozku blaðanna, hefur enginn sýnt honum áhuga enn sem komið er, og telja þau það eitt gleggsta dæmið um niðurlæg- ingu Celtic um þessar mundir — að ekkert félag skuli sýna einum bezta manni liðsins áhuga, þegar hann vill fara frá því. Verður fækkað í 1. deildinni Ahugi á breyttu keppnisfyrirkomu- lagi í 1. deildar keppni íslands- mótsins í handknattleik virðist fara vaxandi. Er talið líklegt að á næsta ársþingi HSf komi fram tillaga um að fækka liðunum í 1. deild niður í sex og að sex lið verði einnig í annarri deild. Munu tiilögumenn gera ráð fyrir að fækkunin verði gerð í áföngum. Varla er efamál að fækkun liða í 1. deild yrði tii þess að auka áhuga almennings á handknattleik að nýju, en sem kunnugt er hefur verið mjög lítil aðsókn að mörgum leikjum í deildinni, enda mismunur á getu liðanna sem þar leika augljós. Þá er og talið líklegt að á næsta þingi Knattspyrnusambands íslands verði því hreyft að fækka liðum í 1. deild- inni, en fyrir liggur að aðsókn að 1. deildar leikjum hefur minnkað mikið að meðaltali síðan liðum í deildinni var fjölgað. Körfu- knattleiksmenn hafa þegar stigið „fækkun- arskrefið" og verður þar komið á sérstakri „úrvalsdeild" næsta keppnistímabil. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig það fyrirkomulag gefst. Verða Hilmar og Jón með landsliðið? rsþing Handknattleikssambands fslands er venjulega haldið á vorin, en að þessu sinni verður því frestað til næsta hausts. Ástæðan er sú að framundan er alþjóðaþing handknattleiks- manna sem verður haldið hérlendis að þessu sinni og mun það jafnframt verða fyrsta alþjóðaþing íþróttamanna sem hald- ið er hér á landi. Áður hefur Frjálsíþrótta- samband íslands gegist fyrir Evrópuþingi og þótti það heppnast með miklum ágæt- um. Stjórn HSf mun að undanförnu hafa fjallað um framtíðarstefnuna í landsliðs- málum, og mun áformað að boða til ráð- stefnu með forráðamönnum liða og þjálf- urum á næstunni. til þess að hafa þessa aðila með í ráðum við stefnumótunina. Slíkt var gert áður en línan var lögð við undirbúning HM-liðsins. Sennilega mun stjórn HSÍ einnig ráða landsliðsþjálfara á næstunni, en hver það verður er ekki gott um að segja. Heyrst hefur að mjög margir hafi áhuga á að fá Hilmar Björnsson aftur til starfa, en Hilmar gengdi um árabil landsliðsþjálfara- stöðu og fórst það verk vel úr hendi. Verði Hilmar ráðinn landsliðsþjálfari er mjög sennilegt að hann leggi áherzlu á að fá Jón Erlendsson með sér til starfa, en Jón starfaði með Hilmari nær allan tímann sem hann var landsliðsþjátfari og var samvinna þeirra til fyrirmyndar. Hvort Hilmar hefur áhuga á landsliðsþjálfarastöðunni er svo annað mál, en hann dvelur um þessar mundir í Svíþjóð, þar sem hann þjálfar og elikur með 3. deildar liði. Meðfylgjandi mynd er úr bikarúrslita- leik Celtic og Glasgow Rangers í fyrra og sýnir Jóhannes Eðvaldsson hafa betur í viðureign við tvo leikmenn Rangers. Áhugi á atrennu- lausum stökkum aftur að aukast Ahugi á keppni í atrennulausum stökkum fer nú aftur vaxandi, en sem kunnugt er var hér á árum áð- ur víða keppt í þeim og um tíma voru þau meðal annars keppnisgreinar á Olympíuleikum. Hérlendis hafa atrennu- laus stökk jafnan verið mjög vinsæl og Is- lendingar náð góðum árangri. Þannig var t.d. Jón Þ. Ólafsson um tíma hluthafi í heimsmetinu í hástökki án atrennu: 1,75 metr., en það met hans hefur nú verið bætt af kúluvarparanum Óskari Jakobssyni í 1,75 metra og er með ólíkindum að jafn stór og þungur maður skuli ná svo góðum árangri i þessari grein. íslandsmetið í þrí- stökki á hins vegar Jón Pétursson og er það 10,08 metrar. Metið í langstökki eiga þeir Jón Þ. Ólafsson og Gústaf Agnarsson og er það 3,29 metrar. Ganga 1200 metra Nýleg rannsókn á atferli knatt- spyrnumanna meðan á leik stendur hefur m.a. leitt í ljós, að leikmenn ganga tæpa 1200 metra á meðan á leiknum stendur, hlaupa án þess að vera með knöttinn, um 3.200 metra, hlaupa með knöttinn um 250 metra, og á eftir knettinum tæpa 700 metra. 47

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.