Fréttablaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 11
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Sú hætta er
raunveruleg
að lang-
tímaat-
vinnuleysi,
mun meira
en við
höfum áður
þekkt,
festist hér í
sessi.
Þeir aðhyllast
óheft mark-
aðslögmál
frekar en
frjálsa
samkeppni.
Hin ósýnilega
hönd er blá.
GÓÐA FERÐ INNANLANDS
TAX FREE*
af förðunarvörum, ilmvötnum
og völdum húðvörum
*19,35% verðlækkun
Gildir 15. júní - 27. júlí 2020
í verslunum og í netverslun Ly Er kreppan komin og farin? Svo mætti halda. Einkaneysla Íslendinga var fljót að taka við sér þegar slakað var á samkomuhömlum innan-lands og verkalýðshreyfingunni þykir á ný viðeigandi að fara fram með hótanir í garð
stjórnvalda og atvinnurekenda – rétt eins og þar sé eitt-
hvað sækja. Víst er að fyrirtæki, sem áttu erfitt með að
standa undir Lífskjarasamningnum fyrir efnahagsáfallið,
munu ólíklega harma ef það yrði að frumkvæði launþega-
hreyfingarinnar að skjóta sig í fótinn með því að segja
upp samningnum í haust. Þúsundir manna bætast við á
atvinnuleysisskrá í hverjum mánuði og fyrirtæki horfa
mörg upp á tugprósenta tekjusamdrátt á sama tíma og
laun fara hækkandi. Þetta er jafna sem gengur ekki upp.
Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa heilt yfir brugðist
vel við með aðgerðum sem hafa lágmarkað höggið á fólk
og fyrirtæki. Þrátt fyrir efnahagshamfarir hafa ráðstöf-
unartekjur fólks ekki enn dregist saman en það mun
breytast í haust, þegar uppsagnarfresti og hlutabótaleið
stjórnvalda linnir, og höggið mun þá kom fram af miklum
þunga fyrir þann stóra hóp sem misst hefur vinnuna.
Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði í hæstu hæðum, hag-
kerfið skreppi saman um tíu prósent og að fjárlagahalli
næstu tveggja ára verði um 500 milljarðar. Nauðsynlegt
verður að hagræða í ríkisrekstrinum – niðurskurður
þýðir ekki sjálfkrafa minni og lakari þjónusta – enda
höfum við ekki efni á því, eins og Þórdís Kolbrún Gylfa-
dóttir atvinnuvegaráðherra nefndi í vikunni, að „reka
stóru kerfin okkar með óbreyttum hætti“. Það var ljóst
fyrir faraldurinn, en núna höfum við ekki val um annað.
Ekki er að vænta þess að samstaða muni nást um þau
erfiðu verkefni sem bíða. Verkalýðshreyfingin hefur gefið
tóninn og sagt ríkisstjórninni að „búa sig undir harðan
verkalýðsvetur“. Forsendur Lífskjarasamningsins eru
sagðar brostnar vegna þess að stjórnvöld hafi ekki enn
lagt bann á 40 ára verðtryggð húsnæðislán sem heimilin
eru sjálf á góðri leið með að leggja niður. Þetta er því
undarlegur málflutningur og endurspeglar forgangs-
röðun þeirra sem illu heilli ráða för í þessum samtökum,
sem er orðið þekkt en leiðigjarnt stef, að efna til átaka
hvenær sem færi gefst á. Stóra atriðið er að meginforsend-
ur Lífskjarasamningsins, um hóflegar launahækkanir og
lækkun vaxta, hafa gengið eftir – en vandinn er að meiri
hækkun launa í mestu alheimskreppu síðustu hundrað
ára veldur því að atvinnuleysi hefur stóraukist.
Sú hætta er raunveruleg að langtíma atvinnuleysi, mun
meira en við höfum áður þekkt, festist hér í sessi. Leiðin
til að takast á við það er ekki, eins og ASÍ hefur lagt til,
að gera fólk að bótaþegum þannig að Íslendingar greiði
hæstu atvinnuleysisbætur í heiminum, heldur að skapa
hér aðstæður – meðal annars með aðgerðum stjórnvalda
– fyrir viðspyrnu atvinnulífsins og þá um leið aukinni
tekjuöflun hagkerfisins. Sögulega séð hefur verkalýðs-
hreyfingin nánast aldrei farið fram á launahækkanir í nið-
ursveiflum. „Það var grundvöllur gengisfellinga á sínum
tíma,“ útskýrði seðlabankastjóri í viðtali við Markaðinn í
síðustu viku, „að verkalýðsfélögin kröfðust ekki launa-
hækkana strax í kjölfarið. Það sama var uppi á teningnum
eftir fjármálahrunið 2008, en þá var fremur horft til þess
að reyna að skapa atvinnu.“ Við ættum að hafa sömu
sjónarmið að leiðarljósi á komandi kreppuvetri.
Kreppuvetur
Hegningarhúsið
Loksins á að gera upp gamla
Hegningarhúsið við Skóla
vörðustíg. Húsið minnir mjög
á Alþingishúsið í útliti en hefur
hýst annars konar vafasama kar
aktera. Hefur nú verið auglýst
eftir tillögum um hvers konar
starfsemi eigi að vera í húsinu.
Hafa komið upp hugmyndir um
að geyma þar lögfræðinga en
það hefur hlotið dræmar undir
tektir. Einnig hefur komið til tals
að gera glæpasafn í anda Alca
traz, væntanlega með lundalegri
gjafavöruverslun í smákrimma
þema. Annars væri næst að
breyta húsinu í BDSMklúbb, þá
þyrfti ekki að breyta nafninu.
Fluguskoðun
Rúmlega þrjátíu þúsund lands
menn hafa sótt Ferðagjöfina,
en það er rafrænt gjafakort sem
hægt er að nota á ýmsum stöðum
til að styðja við íslenska ferða
þjónustu. Appið er mjög metn
aðarfullt en mörgum brá í brún
að sjá hvað hægt er að nota gjafa
kortið í. Meðal af þreyingar sem
er í boði á höfuðborgarsvæðinu
er gönguferð niður Hverfisgötu.
Þá er eini veitingastaðurinn sem
tekur við gjafakortinu staðsettur
í Hamraborg, með fylgir skoð
unarferð um einu innibensín
stöð landsins. Þá er einnig hægt
að nota gjafakortið til að fara í
fuglaskoðun í Elliðaárdalnum,
f luguskoðun við Mývatn og
mávaskoðun í Hafnarfjarðar
höfn. Ekki amalegt það.
arib@frettabladid.is
Ein af helstu trúarsetningum hægri manna er að allt eftirlit með markaðnum sé skaðlegt. Hugmyndin er sú að markaðurinn sé óskeik-
ull, eiginlega guðleg forsjón, og goðgá sé að truf la
hann með eftirlitsstofnunum. Eitt af því fyrsta sem
Sjálfstæðismenn gera jafnan þegar þeir komast í
stjórn – fyrir utan að lækka gjöldin á stórútgerðina
– er að veikja þær stofnanir sem eiga að sinna eftir-
litshlutverki með fyrirtækjum og gæta hagsmuna
almennings. Þeir aðhyllast óheft markaðslögmál
frekar en frjálsa samkeppni. Hin ósýnilega hönd
er blá.
Ekki síst hér á landi, þar sem manni hefur
stundum virst að hægri menn líti á það sem hlut-
verk sitt að standa vörð um góða stöðu tiltekinna
fyrirtækja í fákeppninni og aðgang þeirra að neyt-
endum sem ekki eiga kost á því að beina viðskipt-
um sínum í hagstæðari áttir. Það hvarf lar stundum
að manni að litið sé á neytendur eins og veiðistofn
sem úthlutað er kvótum á, eftir aldagömlum,
óskráðum reglum sem mótuðust í helmingaskipta-
samfélaginu.
Og nú er komið fram eitt af þessum málum sem
beinast gegn frjálsri samkeppni svo að guðleg for-
sjón markaðarins geti starfað óáreitt. Á lokaspretti
þingsins, með tilheyrandi ani og spani og óðagoti,
stendur nú til að afgreiða stjórnarfrumvarp sem
mun veikja Samkeppniseftirlitið, á tímum þegar
full ástæða er til að styrkja það. Verði það afgreitt
gætum við átt í vændum samruna stórra fyrir-
tækja, og við þekkjum öll hvað slíkt táknar hér á
landi: hærra vöruverð og minni þjónustu. Fyrir-
tækjum verður sjálfum ætlað að meta það hvort
skilyrði samkeppnislaga til samstarfs séu uppfyllt
– svo nokkuð sé nefnt.
Staða neytenda hefur löngum verið veikari hér
en víðast hvar í kringum okkur – og á enn eftir að
veikjast verði frumvarpið að lögum.
Þetta mál sýnir að þessi ríkisstjórn stendur vörð
um sérhagsmuni en lætur almannahagsmuni lönd
og leið.
Sérhagsmunagæslan
Guðmundur
Andri Thorsson
alþingismaður
2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN