Fréttablaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 13
KÖRFUBOLTI Það ræðst á sunnudag
inn kemur hvort Martin Hermanns
son og samherjar hans hjá Alba
Berlin ná að landa þýska meistara
titlinum í körfubolta en leikið er
eftir óhefðbundnu keppnisfyrir
komulagi að þessu sinni vegna kór
ónaveirufaraldursins.
Alba Berlin og Ludwigsburg leiða
saman hesta sína í úrslitaeinvíginu.
Martin lék sömuleiðis til úrslita
með Alba Berlin síðastliðið vor en
þá laut liðið lægra haldi fyrir Bayern
München.
Martin hefur verið að glíma við
meiðsli í baki í úrslitakeppni deild
arinnar sem farið hefur fram síð
ustu vikurnar en hann hefur spilað
með liðinu þrátt fyrir þau meiðsli.
Landsliðsmaðurinn lék einungis í
tæp ar fjórtán mín út ur þegar Alba
Berlin tryggði sér sæti í úrslitunum
með sigri gegn Old en burg á mið
vikudagsinn. Á þeim tíma skoraði
hann fimm stig, gaf sex stoðsend
ing ar og tók tvö frá köst.
„Þetta hafa verið mjög sérstakar
vikur og ef ég á að segja eins og er þá
myndi ég kjósa að keppa ekki aftur
við svona aðstæður. Það hefur verið
mikill dauður tími á hótelherberg
inu og ég sakna þess mjög að geta
ekki hitt kærustuna mína og barnið
mitt á milli leikja og æfinga,“ segir
Martin í samtali við Fréttablaðið.
„Gæðin í körfuboltanum hafa
hins vegar verið meiri en ég bjóst
við og allar hlaupa og snerputölur
sem sjúkraþjálfarinn fær úr GPS
mælingum á okkur sýna að við
séum í jafn góðu og jafnvel betra
líkamlegu formi en á hefðbundnu
tímabili. Mér hefur líka liðið vel í
skrokknum ef frá er talið höggið
sem ég fékk á mjóbakið,“ segir hann
enn fremur.
„Ég skal alveg viðurkenna það að
ég er ánægður með að leiktíðinni
sé að ljúka. Við höfum ekki mátt
yfirgefa hótelið nema klukkutíma í
senn og erum undir miklu eftirliti.
Þessi einangrun hefur tekið töluvert
á andlega. Það er eins gott að hætt
var keppni í EuroLeague. Það hefði
verið ansi erfitt að gíra sig upp í að
klára þá keppni,“ segir hann.
„Ef við leikum á eðlilegri getu þá
munum við kára þetta einvígi en
Ludwigsburg hefur komið á óvart
í úrslitakeppninni með því að slá
Bayern München út og þeir eru
með sterka fjóra leikmenn sem þeir
treysta mikið á.
Vonandi náum við að klára þetta.
Eftir þetta einvígi tekur svo við
langþráð og óvenjulegt sumarfrí
þar sem það eru engir landsleikir í
sumar. Stefnan er að ferðast innan
lands með fjölskyldunni,“ segir bak
vörðurinn öflugi.
Alba Berlin hefur átta sinnum
orðið þýskur meistari í körfubolta
karla en liðið stóð síðast uppi sem
sigurvegari árið 2008. Þar áður vann
liðið þýska meistaratitilinn sjö ár í
röð á árunum 1997 til 2003.
Úrslitaeinvígið fer þannig fram
að leiknir verða tveir leikir og það
lið sem hefur betur í þeim leikjum
samanlagt verður krýndur meistari.
hjorvarolafsson@frettabladid.is
Einangrunin verið mjög erfið
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, og félagar hans hjá þýska liðinu Alba Berlin hefja í
kvöld leik í úrslitaeinvígi um þýska meistaratitilinn. Martin segir síðustu vikur hafa verið afar sérstakar.
ENSKI BOLTINN Rahhem Sterling,
leikmaður Manchester City, ræddi
stöðu þeldökkra knattspyrnustjóra
í þætti á BBC í vikunni. Þar benti
hann á að hlutfall þeirra í ensku
deildarkeppninni væri afar lágt.
Þá sagði hann sína tilfinningu
vera að fyrrverandi enskir lands
liðsmenn sem væru dökkir á hör
und ættu erfiðara með að ná frama
innan knattspyrnustjórastéttar
innar en hvítir. Benti hann á erfið
leika Sol Campbell og Ashley Cole
við að fá stjórastarf hjá liði í hæsta
gæðaflokki, máli sínu til stuðnings.
Sterling benti á að Frank Lampard
og Steven Gerrard hefðu átt auð
veldara með að klífa upp metorða
stigann en fyrrgreindir menn.
„Það eru um það bil 500 leikmenn
í ensku úrvalsdeildinni og þriðj
ungur þeirra er þeldökkur. Þrátt
fyrir þetta eigum við mjög fáa full
trúa í knattspyrnustjórastarfi,“segir
Sterling um stöðu mála.
„Þrátt fyrir að hafa átt ámóta
feril sem leikmenn hjá félags og
landsliðum hafa leiðir þeirra verið
ólíkar og Campbell og Cole hafa átt
erfiðara með að koma sér að,“ segir
hann enn fremur.
„Mér finnst þessi samanburður
Sterlings ekki alveg sanngjarn
þrátt fyrir að ég virði skoðanir hans.
Campbell stóð sig vel hjá Maccles
field og Southend. Þá er Cole í f lottu
starfi sem þjálfari í akademíunni
hjá Chelsea. Þessum mönnum eru
allir vegir færir og ég tel að þeir
muni fá f lott störf í framtíðini,“
sagði Lampard – hó
Sterling saknar
þess að sjá
þeldökka stjóra
Síðustu dagar hafa verið landgdregnir hjá Martin. Það hefur bjargað því hversu vel hefur gengið. MYND/GETTY
ENSKI BOLTINN Spænski knatt
spyrnumaðurinn Pedro mun ganga
til liðs við ítalska félagið Roma
þegar samningur hans við Chelsea
rennur út í sumar.
Þessi 32 ára gamli kantmaður
gerði skammtímasamning við
Chelsea nýverið sem hélt honum
í herbúðum Lundúnafélagsins út
leiktíðina. Samningur hans við
Roma er til eins árs með möguleika
á framlengingu.
Pedro hefur leikið með Chelsea í
fimm ár en hann kom til liðsins frá
Barcelona árið 2015. Hann hefur
skorað 43 mörk í þeim 201 leik sem
hann hefur leikið fyrir liðið.
Með Chelsea varð hann enskur
meistari árið 2017, enskur bikar
meistari árið 2018 og vann Evrópu
deildina síðastliðið vor.
Chelsea hefur fest kaup á mar
okkóska vængmanninum Hakim
Ziyech sem kemur frá Ajax og þýska
framherjanum Timo Werner frá RB
Leipzig. Þá hefur Kai Haverts, leik
maður Bayer Leverkusen, verið orð
aður við liðið. – hó
Pedro yfirgefur
Chelsea í sumar
Ef við leikum á
eðlilegri getu þá
munum við klára þetta
einvígi en Ludwigsburg
hefur komið á óvart.
2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Raheem Sterling í leik með City.
Liverpool varð sófameistari í gærkvöldi
Liverpool er Englandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár. Aðalkeppinautarnir, í Manchester City, töpuðu fyrir Chelsea í gærkvöldi og gat liðið og stuðn-
ingsmenn þess fagnað. Mikill viðbúnaður var fyrir utan Anfield-völlinn þar sem óttast var að stuðningsmenn myndu safnast saman í stórum
hópum. Þessir menn skemmtu sér þó konunglega fyrir utan völlinn í Bítlaborginni og hafa væntanlega fagnað langt fram eftir nóttu. MYND/GETTY