Fréttablaðið - 26.06.2020, Side 22

Fréttablaðið - 26.06.2020, Side 22
MÚSÍKMOLAR ERU ÞÓ VEL UNNIR, MYNDA- TAKAN ER SMEKKLEG OG HLJÓÐIÐ PRÝÐILEGT. Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 SJÓNVARPSÞÆTTIR Músíkmolar. RÚV Dagskrárgerð: Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnús- dóttir og Egill Eðvarðsson. Ef marka má tónlistina eftir Debussy sem Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnús- dóttir kynna fyrir landsmenn í sjón- varpsþáttunum Músíkmolum, þá var tónskáldið hinn ljúfasti náungi. Verkin sem Víkingur spilar eru yfir- leitt draumkennd og mjúk, að vísu stundum þunglyndisleg, en annað er glaðlegt. Persónan Debussy var þó ekki þannig. Hann var fúll á móti, gat verið uppfullur af háði og kvikindisskap, ef hann var ekki hreinlega geðvondur. Svo átti hann fáa vini og þegar hann gerðist tón- listargagnrýnandi urðu þeir enn þá færri. Gagnrýni Debussys var hörð og hann neitaði að bugta sig fyrir tónskáldum sem almennt eru sveipuð dýrðarljóma. Heima eða ekki Þættirnir eru sniðugir. Þeir eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum og mánudagskvöldum og eru bara um tíu mínútur að lengd. Þeir eru teknir upp í Eldborg í Hörpu fyrir tómum sal, sem gæti talist veikleiki, því ýmis tónlistarstreymi þaðan hafa heppnast misjafnlega. Músík- molar eru þó vel unnir, mynda- takan er smekkleg og hljóðið prýði- legt. Kannski finnst einhverjum að svona þættir ættu að vera teknir upp í stofunni heima, eins og Helgi Björns gerði með miklum glæsibrag. En þá væri hljóðið í píanóinu ekki líkt því eins gott. Flygillinn í Eld- borg er tryllitæki. Sambandið á milli Höllu og Vík- ings er líka skemmtilegt, og skárra væri það nú: þau eru jú hjón. Hver þáttur hefst á því að Víkingur spilar brot úr einhverju verki, sem hingað til hafa f lest verið af nýjasta geisla- diskinum hans, þ.e. eftir Debussy eða Rameau. Eftir mínútu eða svo fara þau hjónin að tala um tónsmíð- ina, og gera það líf lega og af gríðar- legri þekkingu, bæði tvö. Þau eru ekki beint fyndin, en ástríða þeirra á klassískri tónlist skín í gegn. Og það er þakkarvert, því allt of fáir þekkja undrin sem þar er að finna. Hvernig á að túlka? Tónlistin eftir Rameau er líka mögnuð. Sérstaklega var gaman að þættinum þar sem Víkingur spilaði Villimennina, sem munu vera inn- blásnir af frumstæðum dönsum. Þar kvartaði Víkingur yfir því að konan hans væri alltaf að skamma hann fyrir það hvernig hann spil- aði þetta verk. Hún svaraði því til að henni fyndist hann ekki leika það nógu villimannslega. Svo próf- aði hann að spila það með miklu þyngri takti, en henni fannst það ekki heldur nógu gott! Svona fær áhorfandinn innsýn í það hvernig hægt er að túlka klass- íska tónlist á mismunandi hátt. Annað dæmi er Fuglarnir, einnig eftir Rameau, sem Víkingur spilar mjög fjörlega. Hann vísar í sam- talinu á undan til píanóleikarans Emils Gilels, sem lék þetta sama verk á mun lágstemmdari nótum. Vík ing ur her mir aðeins ef tir honum, og líka þarna heyrir fólk hve fjölbreytnin í túlkun getur verið mikil. Þetta og allt annað í þessum þáttum er frábært: bæði upplýsandi og fagurt. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Músíkmolar eru skemmtilegir og fróðlegir og tónlistar- flutningurinn er í hæsta gæðaflokki. „Þú ert alltaf að skamma mig“ Víkingur Heiðar og Halla Oddný. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Dagbjört Drífa Thorlacius opnaði myndlistarsýning-una Manneskjur í Gallery Stokk á Stokkseyri fyrr í þessum mánuði og er síðasta sýningarhelg- in um helgina, sýningunni lýkur sunnudaginn 28. júní. Hún sýnir fígúratíf olíumálverk sem sýna fólk í hinum ýmsu stellingum. Dagbjört hefur tekið þátt í sýn- ingum hér á landi sem og erlendis. Nýverið sýndi hún í Lista- og menn- ingarhúsinu Taseralik í Sisimuit á Grænlandi. Sýningin í Gallery Stokk verður opin til sunnudags frá 13.00–17.00 og stendur eins og fyrr sagði til 28. júní. Umfjöllunarefnið er fólk sem tilheyrir fortíðinni, nútíðinni og kannski framtíðinni líka. „Ég finn þetta fólk gjarnan í fjölskyldu- albúmum, myndum af vinum, úr verkum annarra listamanna eða af myndum af alls konar ókunnugu fólki af samfélagsmiðlum, í sjón- varpinu, úr auglýsingum, tísku- tímaritum og/eða fréttablöðum. Verkin innihalda litlar samsettar sögur um samleið fólks. Þessar sögur hafa hversdagslegan, ljóð- rænan undirtón, hafa í raun aldrei átt sér stað en við getum ef til vill öll tengt við þær,“ segir Dagbjört. Samsettar sögur um samleið fólks Stelpur á hestbaki er meðal verka á sýningunni. BÆKUR Blokkin á heimsenda Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Björnsdóttir Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 256 Höfundar skáldsögunnar Blokkin á heimsenda, Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Björnsdóttir, hlutu Barnabókaverðlaun Guð- rúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit. Í upphafi bókar kynn- umst við sögustelpunni Dröfn sem er á leið að heimsækja ömmu sína sem hún hefur aldr- ei hitt. Amman býr á afskekktri eyju og fljót- lega kemur í ljós að for- eldrar Drafnar og Ingós, stóra bróður hennar, hafa ekki verið alveg heiðarleg við systk- inin, því þegar síðasta ferja sumarsins leggur frá landi verður fjölskyldan eftir og þarf að aðlagast samfélagi þar sem allir búa saman í einni stórri blokk. Blokkin er sjálf bært samfélag, íbúar búa til það rafmagn sem þeir nota með því að hjóla eða róla, hús- dýr eru haldin í kjallaranum og allir borða saman í mötuneytinu, frekar en að hver fjölskylda eyði dýrmætri orku í eigin eldamennsku. Samfélag- ið setur sér eigin lög og reglur og allir íbúarnir hafa hlutverk og leggja sitt til, bæði börn og fullorðnir. Dröfn á erfitt með að aðlagast þessum nýja veruleika. Amma hennar er ekkert eins og ömmur í bókum og fólkið í blokkinni kann ekkert sérstaklega að meta hana og hennar viðhorf, en bæði hún og þau þroskast og stækka þegar á líður veturinn. Blokkin á heimsenda er afar vel skrifuð bók sem minnir ekki bara á verk Guðrúnar Helgadóttur heldur bækur annarra jöfra skandinavískra barnabókmennta eins og Astridar Lindgren og Anne-Cath Wesley. Lífið í blokkinni birtist ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og persónu- galleríið er skrautlegt í samfélagi þar sem allir hafa sín hlutverk eins og Sníkjudýrastjórinn, Þvot t a meist a r i n n, Aðstoðarmanneskja í gripahúsi og síðast en ekki síst: Húsvörður- inn sem stýrir sam- félaginu. Aðalsögu- hetjan þarf að horfast í augu við fordóma sína og forréttindi, og að það sem henni finnst vera sjálfsagt í lífinu er svo langt frá því að vera það. Samfélagið í blokk- inni er alls ekki galla- laust en það er skilvirkt og samvinna og sam- staða ríkjandi gildi. Svo er bókin gríðarlega fyndin á köflum, stíllinn lipur og leikandi og framvindan það spennandi á léttan og áreynslulausan hátt að það er erfitt að leggja hana frá sér. Blokkin á heimsenda hefur alla burði til að verða sígild barnabók sem kynslóðir krakka geta úðað í sig. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Spennandi og vel skrifuð barnabók sem sver sig í ætt við skandinavísku hefðina og hefur alla burði til að verða sígild. Sígild barnabók í uppsiglingu ÞESSAR SÖGUR HAFA HVERSDAGSLEGAN, LJÓÐ- RÆNAN UNDIRTÓN. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F Ö S T U D A G U R 2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.