Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 2
Veður
Fremur hæg breytileg átt í dag.
Skýjað og lítils háttar skúrir suð-
vestanlands, en bjart að mestu
norðan til. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast
fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 18
Líf og fjör í Grímsnesi
Það var líf og fjör á tjaldsvæðinu Borg í Grímsnesi um helgina og verður líklega í allt sumar ef veður leyfir. Hálft ár er liðið frá því að fyrstu tilfelli
kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 greindust í Wuhan í Kína og mun faraldurinn setja mark sitt á öll ferðalög í sumar. Eins og myndin gefur til
kynna er mjög auðvelt að njóta sín í tjaldferðalagi um landið og hafa yfirvöld hvatt Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SUÐURLAND „Þá má segja að við
höfum gefist upp á þessu,“ segir
Þröstur Eysteinsson skógræktar-
stjóri um þá ákvörðun Skógrækt-
arinnar að framlengja ekki leigu-
samninga við hjólhýsaeigendur í
Þjórsárdal.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í
síðustu viku fengu leigjendur bréf í
síðustu viku þar sem þeim var til-
kynnt að til stæði að loka hjólhýsa-
byggðinni. Verða leigjendur að fjar-
lægja hjólhýsin, palla og annað fyrir
1. júní á næsta ári.
Yfir hundrað hjólhýsi eru á staðn-
um og snertir ákvörðunin um 300
til 400 manns. Hafa margir hverjir
farið í dýrar framkvæmdir við hjól-
hýsin.
„Það var ekki síst vegna þess að
það var ekki hægt að fá meirihluta
fólks til að fylgja reglum svæðisins,“
segir Þröstur aðspurður um ástæður
ákvörðunarinnar. „Því miður bitnar
þetta á þeim sem hafa staðið sig vel,
en það er minnihlutinn.“
Þröstur segir beinar fjárhags-
legar ástæður ekki hafa legið að
baki lokuninni og ekki standi til að
loka öðrum svæðum á vegum Skóg-
ræktarinnar. „Þetta er eina svæðið
sem við erum að gefast upp á,“ segir
hann. „Þarna mun nú fá að vaxa
skógur.“
Heiðveig María Einarsdóttir, for-
maður Félags áhugamanna um hjól-
hýsabyggð í Þjórsárdal, gagnrýndi
fyrir helgi þann stutta fyrirvara sem
leigjendur hafa til þess að hreinsa
svæðin og að lögmaður félagsins sé
nú að skoða réttarstöðu þeirra.
Þröstur segir ekkert annað hafa
verið í boði en að gera þetta með
þessum hætti. „Við getum ekki
sagt upp samningum eftir að þeir
eru útrunnir. Það skrifa allir undir
samning til eins árs í senn og við
bara tilkynntum að við hygðumst
ekki reka svæðið áfram eftir að
núgildandi samningar renna út,“
segir hann.
„Okkur fannst það bærilega heið-
arlegt af okkur að gefa fólki heilt ár
til að spá í sín mál.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Meirihluti fólks hafi
ekki fylgt reglunum
Skógræktarstjóri segir að ástæðan fyrir lokun hjólhýsasvæðisins í Þjórsárdal
sé að meirihlutinn fylgi ekki reglum. Miður sé að ákvörðunin bitni á minni-
hlutanum sem hafi staðið sig vel. Bærilega heiðarlegt sé að gefa árs fyrirvara.
COVID-19 Víðir Reynisson, yfirlög-
regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra,
hefur áhyggjur af því að kórón-
aveiran nái sér mögulega hratt á
strik aftur og að seinni bylgja far-
aldursins sé nú væntanleg. Hann
segir að við séum í annarri stöðu
nú en fyrir viku og að almanna-
varnir muni ekki hika við að grípa
til aðgerða til að koma í veg fyrir
frekari útbreiðslu.
„Já, ég hef áhyggjur og við öll.
Það er raunveruleg hætta á að
úti séu samfélagsleg smit sem við
náum ekki utan um. Því f leiri sem
koma saman, því hraðari getur
útbreiðslan orðið. Smitrakningin
og sóttkvíin verða þá sömuleiðis
enn umfangsmeiri,“ sagði Víðir í
gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í kvöldfréttum RÚV í
gær að ekki væri útilokað að taka
þurfi skref til baka í sóttvarnaráð-
stöfunum, til dæmis ef f leiri hóp-
sýkingar koma upp.
Þá sagði hann að búið væri að
rannsaka marga síðastliðna daga
og að frekari rannsóknir væru fyrir-
hugaðar.
Aðspurður hvort núgildandi
reglur um fjöldatakmarkanir yrðu
í gildi fram yfir verslunarmanna-
helgi sagði hann það ekki gott að
segja. „Við þurfum að taka eitt skref
í einu, sjá hvernig okkur gengur að
ráða við þessa hópsýkingu sem er
í gangi áður en við förum að hugsa
um næstu skref,“ sagði Þórólfur. – uö
Hefur áhyggjur
af seinni bylgju
faraldursins
Víðir segir afleiðingarnar alvarlegar
ef smit kemur upp á viðburðum.
Þetta er eina svæðið
sem við erum að
gefast upp á.
Þröstur Eysteins-
son, skógræktar-
stjóri
Margir leigjendur á svæðinu hafa eytt milljónum króna í framkvæmdir.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur sýknað Reykjavíkur-
borg af kröfu Sérverks ehf. Verk-
takafyrirtækið, í samstarfi við
Samtök iðnaðarins, krafði borgina
um endurgreiðslu á um 120 milljóna
króna innviðagjaldi vegna bygginga
í Vogabyggð.
Líkt og Markaðurinn greindi frá
í haust var um að ræða prófmál um
lögmæti innviðagjaldsins. Dómur-
inn telur að greiðsluskyldan hvíli á
gagnkvæmum samningi og sé því
ekki skattur. Ber Sérverki að greiða
tæpar tvær milljónir króna í máls-
kostnað. – ab
Borgin sýknuð
Dæmt var í málinu á föstudaginn.
3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð