Fréttablaðið - 30.06.2020, Qupperneq 10
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Þeir vilja eyðileggja
okkur sem þjóð.
Gulnar Omirzakh, flóttakona
Bolton var þjóðarörygg-
isráðgjafi Trump í rúmt ár.
KÍNA Kínverska stjórnin hefur kerf-
isbundið brotið á múslímskum Úíg-
úr-konum í Xinjiang í vesturhluta
landsins með það að markmiði að
reyna að minnka hlutfall þjóðar-
brotsins í landinu. Samkvæmt nýrri
rannsókn fréttastofunnar AP hafa
hundruð þúsunda kvenna verið
neydd til að nota getnaðarvarnir,
kannað hefur verið hvort þær séu
þungaðar og þungunarrof verið
framkvæmt gegn vilja þeirra.
Aftur á móti hafa Han-konur í
héraðinu verið hvattar til barneigna
og almennar kínverskar reglur um
barneignir eiga ekki við fyrir þann
hóp. En mikill meirihluti Kínverja
er af Han-þjóðflokknum.
Mannréttindabrot Kínverja á
Úígúrum, sem eru 25 milljónir,
eru vel þekkt. Í fyrra var skjölum
lekið úr gagnagrunnum alþýðu-
lýðveldisins þar sem fram kom að
meira en einni milljón þeirra er
haldið í skipulögðum fangabúðum,
ótímabundið og háð því hversu vel
fólkið tekur „endurmenntun“. Með-
ferðinni í búðunum hefur verið lýst
sem hroðalegri og óútskýrð dauðs-
föll eru fjölmörg.
Flestir sem dvelja í fangabúðun-
um eru karlmenn. Síðan 2017 hafa
kínversk stjórnvöld neytt eigin-
konur þeirra til að taka á móti Han-
karlmönnum, útsendurum Komm-
únistaflokksins, inn á heimili sín á
meðan þeir eru í búðunum. Kallast
prógrammið „Pörumst og verðum
fjölskylda“ og er sagt skipulagt til
að efla samkennd milli þjóðflokk-
anna. Hlutverk útsendaranna er
að fræða konurnar um hugmynda-
fræði kommúnismans en þeir sofa
einnig í sömu rúmum og þær.
„Þeir vilja eyðileggja okkur sem
þjóð,“ segir Gulnar Omirzakh, Úíg-
úr-kona sem f lúði til Kasakstans.
Eftir að hún eignaðist sitt þriðja
barn var hún neydd til að setja upp
lykkjuna og sektuð um 360 þúsund
krónur. Bláfátæk og með eiginmann
í fangabúðum sá hún engan annan
kost en að f lýja. Annars hefði hún
sjálf endað í búðunum.
Önnur kona, Tursunay Ziya-
wudun, lýsir því að hafa verið send
í búðirnar og sprautuð þar til hún
hætti að fara á blæðingar. Einnig
að sparkað hafi verið margsinnis
í neðri hluta kviðar hennar í yfir-
heyrslum og geti hún nú ekki eign-
ast börn.
Rannsókn AP leiðir í ljós að á
aðeins fimm árum hefur fólksfjölg-
un í Xinjiang fallið um meira en 60
prósent. Árið 2015 var fjölgunin þar
mest í öllu landinu en nú er héraðið
meðal þeirra þar sem mest stöðnun
ríkir í fólksfjölda. Tugmilljörðum
króna hefur verið varið í getn-
aðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir í
héraðinu.
Um áratuga skeið var svokölluð
„eins barns regla“ í gildi í Kína og
hræðsla við offjölgun mikil. Þetta
átti hins vegar aðeins við Han-fólk
en ekki þjóðarbrot víðs vegar um
landið. Þegar forsetinn Xi Jinping
komst til valda árið 2013 var stefn-
unni snúið við og Han-fólk má eiga
allt að þremur börnum. Í Xinjiang er
ekki fylgst með barneignum Han-
fólks og talið að stefnan sé að koma
því í meirihluta í héraðinu. Auk þess
hefur fjöldi Han-fólks verið fluttur
til svæðisins á undanförnum 20
árum. Í dag er hlutfall þeirra um 40
prósent í Xinjiang og ekki langt í að
það verði komið yfir hlutfall Úígúra.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Hroðaleg brot Kínverja gegn
múslímskum Úígúr-konum
Ný rannsókn sýnir að hlutfall múslima í Xianjian-héraði í vesturhluta Kína er kerfisbundið minnkað
með getnaðarvörnum, ófrjósemisaðgerðum og þungunarrofi. Meira en milljón konum hefur verið hald-
ið í fangabúðum. Einnig er reynt að auka hlutfall Han-fólks í héraðinu, sem meirihluti Kínverja tilheyrir.
Margar Úígúr-konur í vesturhluta Kína hafa lýst hroðalegri meðferð af hálfu kínverskra stjórnvalda. MYND/EPA
Ævintýrið hefst
í Brimborg!
Kauptu eða leigðu ferðabílinn
fyrir sumarævintýrið
Kauptu nýjan eða notaðan ferðabíl
eða leigðu sumarbílinn í Brimborg.
Öll bílaþjónusta á einum stað.
Byrjaðu ævintýrið í Brimborg!
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6 og 8
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
COVID -19 Dauðsföll af völdum
COVID-19 sjúkdómsins eru orðin
f leiri en hálf milljón á heimsvísu
samkvæmt Reuters. Sjúkdómurinn
er sérstaklega hættulegur þeim sem
eldri eru og þeim sem tilheyra við-
kvæmum hópum en í hópi þeirra
sem hafa látist eru einnig börn og
ungt fólk.
Þrátt fyrir að daglegum dauðs-
föllum vegna COVID-19 hafi farið
fækkandi á síðustu vikum hafa sér-
fræðingar á sviði heilbrigðismála
áhyggjur af fjölda nýrra tilfella í
löndum á borð við Bandaríkin, Ind-
land og Brasilíu.
Yfir tíu milljón tilfelli sjúkdóms-
ins hafa greinst í heiminum og á
hverjum degi á tímabilinu 1. til 27.
júní létust yfir 4.700 manns af völd-
um hans. Það samsvarar 196 mann-
eskjum á hverjum klukkutíma eða
einu mannslífi á átján sekúndna
fresti.
Fjórðungur allra dauðsfalla af
völdum COVID-19 hefur átt sér
stað í Bandaríkjunum eða tæplega
45 þúsund. – bdj
Dauðsföll
komin yfir
hálfa milljón
Starfsmaður skimunarmiðstöðvar í
Dallas skráir niður upplýsingar.
BANDARÍKIN John Bolton, fyrrver-
andi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds
Trump Bandaríkjaforseta, segir tíst
Trumps um að hafa enga vitneskju
um að Rússar hefðu reynt að greiða
talibönum fyrir að drepa banda-
ríska hermenn, sýna fram á að
Trump leggi ekki áherslu á þjóðar-
öryggi.
„Það að forsetinn hafi tíst um
frétt sýnir hvar áherslur hans liggja,
það er, ekki á öryggi þjóðar okkar,
heldur hvort það líti út fyrir að hann
hafi verið að fylgjast með. Það sem
hann er í raun að segja er að þar sem
enginn hafi upplýst hann, þá geti
enginn kennt honum um,“ sagði
Bolton við CNN.
The New York Times greindi
frá því fyrir helgi að Rússar hefðu
boðið vígamönnum talibana í
Afganistan fé fyrir að drepa banda-
ríska hermenn. Þá hefði Trump
verið kynnt þetta á fundi í mars
síðastliðnum. Hvíta húsið, rússnesk
stjórnvöld og talsmaður talibana
neita þessu.
Bolton, sem var ráðgjafi Ronalds
Regan og Bush-feðganna í forsetatíð
þeirra, gaf nýverið út bók þar sem
hann útlistar ýmis vandamál tengd
ákvörðunum Trumps. „Vandamálið
við Trump hvað varðar þjóðar-
öryggismál er að hann er ekki í sam-
bandi við raunveruleikann.“ – ab
Bolton segir áherslur Trumps ekki liggja í þjóðaröryggi
Trump og Bolton í ágúst í fyrra.
3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð