Fréttablaðið - 30.06.2020, Side 28

Fréttablaðið - 30.06.2020, Side 28
Við ætlum að reyna að fá fólk um borð í skemmti-sigling u að hlusta á mig segja því skemmti-legar sögur,“ segir leik- og bóndakonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, eða Gulla eins og hún er iðulega kölluð. Gulla mun stýra svokallaðri lyga- sögusiglingu á vegum Eldingar fimmtu- dagskvöldið 2. júlí þar sem hún segir farþegum missannar sögur af ýmsum kennileitum í kringum Kollafjörðinn og höfnina. „Eyjarnar þarna í kring eru hafsjór af sögu sem flestir þekkja eitt- hvað til,“ segir Gulla sem mun meðal annars „fræða“ fólk um sögu Engeyjar, Viðeyjar og Geldinganessins. „Það er alveg óendanlega mikið hægt að snúa út úr sögunni í kringum þessi kennileiti.“ En hvernig verður maður leiðsögu- maður í svona ferð? „Ég er náttúrulega lærður leikari og þess vegna eiginlega með meiraprófið í lygum,“ segir Gulla og hlær. „Það er frá- bært að fara í alvöru leiðsögn, en það getur líka verið fínt að fara bara til að hafa gaman. Fíflagangur er stórkostlega vanmetinn og virkilega skemmtilegur.“ Ferðin er fyrir alla aldurshópa sem skilja íslensku, sem Gulla segir að gæti þó breyst. „Það fer bara eftir því hvernig farþegahópurinn verður samsettur, hver veit nema ég taki upp á því að ljúga bara á ensku!“ Ef eitthvað er að marka hvað Gulla segir verður lagt af stað frá gömlu höfn- inni klukkan 20 á fimmtudaginn. arnartomas@frettabladid.is Með meiraprófið í lygum Lygalaupurinn Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir stýrir svokallaðri lygasögusiglingu um Kollafjörð næsta fimmtudag. Hún segir að fíflagangur sé stórkostlega vanmetinn. Nefið á Gullu mun eflaust lengjast til muna þegar hún fræðir farþega um sögu Engeyjar. Ástkær og elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Sigurbjörn M. Theodórsson vélstjóri, Heimagötu 37, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu þann 22. júní sl. Útför mun fara fram í Landakirkju miðvikudaginn 8. júlí kl. 14.00. Theodór S. Ólafsson Margrét Sigurbjörnsdóttir Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson Bára Theodórsdóttir Tommy Westman Björk Theodórsdóttir Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson og fjölskyldur. Móðir okkar, amma og langamma, Jónína Þórðardóttir húsfreyja á Bjargi, Eyjafjarðarsveit, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 23. júní sl. Hún verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju fimmtudaginn 2. júlí nk. kl. 14.00. Ævar Ragnarsson Ragna Pálsdóttir Katrín Ragnarsdóttir Bolli Ragnarsson Laugheiður Gunnarsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Hilmar Guðjónsson húsasmíðameistari, Bárugerði, Sandgerði, sem lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni, þann 26. maí, verður jarðsunginn frá Sandgerðiskirkju (safnaðarheimilið) mánudaginn 6. júlí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Örvars Arnarsonar, banki 526-14-403800, kt. 660614-0360. Sæunn Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Gunnhildur Ása Geir Sigurðsson Sævar Erla Sigurjónsdóttir Sigurður Jóna Pálsdóttir afabörn og langafabörn. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sturla Snæbjörnsson kennari, frá Grund í Eyjafirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, 2. júlí klukkan 13.00. Hann verður jarðsettur 3. júlí að Grund í Eyjafirði klukkan 14.00. Þórður Sturluson Svandís Sturludóttir Hannes Frímann Sigurðsson Guðríður Sturludóttir Sævar Örn Sævarsson Yngveldur Myrra Sturludóttir afa- og langafabörn. Elsku besta mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Sigrún Guðmundsdóttir frá Þórisdal í Lóni, Kópavogsbraut 1a, lést sunnudaginn 14. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 13. Guðmundur Knútsson Signý Knútsdóttir Hannes Ingi Jónsson Kristín Knútsdóttir Atli Guðmundsson Hildur, Atli, Sigrún, Sævar Knútur, Egill Jón, Björgvin Bergur, Guðmundur Hrafn, Sunna Kristín, Björn Kári, Ylfa Hólm, Hilmar Örn Okkar elskulegi Sigþór Reynir Steingrímsson fv. bifreiðaeftirlitsmaður og leigubílstjóri, áður að Þverbrekku 2, Kópavogi, lést þriðjudaginn 23. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. júlí kl. 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbæjar fyrir góða umönnun og hlýju í hans garð. Fyrir hönd aðstandenda, Nína V. Magnúsdóttir Tómas Bergsson Sigurgeir Steingrímsson Svanlaug Sigurðardóttir Hólmsteinn Steingrímsson Haukur Steingrímsson Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur, bróðir og frændi, Gísli Agnar Bogason Vatnsnesvegi 20, Keflavík, lést sunnudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, fimmtudaginn 2. júlí kl. 13. Helga Eden Gísladóttir Kristinn Örn Kristinsson Helga Guðrún Gísladóttir Ágúst Skarphéðinsson Bogi Agnarsson Þorgerður Jónsdóttir Jóhanna Bogadóttir Davíð Þór og Alex Nói Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 1874 Skólapiltar Lærða skólans mótmæla latneskum stílum með því að halda brennu vestur á Melum. 1908 Gífurleg sprenging nærri Tunguskafljóti í Síberíu. Talið er að loftsteinn hafi hrapað þar til jarðar. 1934 Nótt hinna löngu hnífa í Þýskalandi. Blóðugar hreinsanir innan Nasistaflokksins. 1954 Almyrkvi verður á sólu og sést best við suður- ströndina. Verður þar myrkur í nokkrar mínútur og skína stjörnur á himni sem um nótt. Næst mun almyrkvi sjást á Íslandi við vesturströndina þann 12. ágúst 2026. 1964 Norðurlandameistaramóti í handknattleik kvenna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur með sigri íslenska liðsins. 1968 Kristján Eldjárn er kjörinn forseti Íslands. 1990 Efnahagskerfi Austur- og Vestur-Þýskalands eru sameinuð. Merkisatburðir 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.