Fréttablaðið - 23.07.2020, Side 1

Fréttablaðið - 23.07.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 P Y L S U R hafðu þær með á grillið í sumar B ES TA MAT ARPYLSA N ÁRIÐ 2020 DÓMSMÁL Kári Orrason, rúmlega tvítugur Reykvíkingur, hefur verið ákærður fyrir að óhlýðnast fyrir- mælum lögreglu í anddyri dóms- málaráðuneytisins í apríl í fyrra þar sem hann, ásamt félögum sínum í samtökunum No Borders, krafðist fundar með ráðherra um aðbúnað flóttamanna á landinu. „Við vorum fimm úr hópnum sem vorum handtekin í þessum friðsamlegu og fullkomlega löglegu setumótmælum í ráðuneytinu,“ segir Kári. Hin handteknu voru sökuð um húsbrot en það mál var látið niður falla. Tveimur  úr hópnum, Kára og félaga hans, Borys Ejryszew, hefur nú rúmu ári síðar verið birt ákæra frá lög- reglustjóranum á höfuðborgarsvæð- inu. Kári er, ásamt Borys, ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum með því að hafa, föstudaginn 5. apríl 2019, óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðu- neytisins, að Sölvhólsgötu 7 í Reykja- vík, er lögregla vísaði fólki á brott úr anddyrinu. Í ákærunni er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar. Á hann yfir höfði sér fésekt að viðlögð- um sakar- og málskostnaði verði hann sakfelldur samkvæmt ákærunni. „Við mættum báðir við þingfest- ingu málsins í júní þar sem við neit- uðum sök,“ segir Kári, sem svarar fyrir sig í opnu bréfi til Höllu Berg- þóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á vef Frétta- blaðsins í dag. – aá Ákærður eftir mótmæli Ungur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lög- reglu í dómsmálaráðuneytinu í fyrra. Hann hyggst neita sök við þingfestingu. Við mættum báðir við þingfestingu málsins í júní þar sem við neituðum sök Kári Orrason VIÐSKIPTI Sporthýsaframleiðand- inn Mink Campers hefur þegar selt alla framleiðslu þessa árs enda hefur eftirspurn ferðahýsa af ýmsu tagi aukist eftir kórónuveirufarald- urinn. Fyrirhugað er að framleiða 60 sporthýsi á þessu ári hjá Mink Campers, að sögn Arnar Ingva Jóns- sonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Um þessar mundir stendur fjármögnunarferli fyrirtækisins yfir á hópfjármögnunarsíðunni Funderbeam. Að fjármögnunar- ferli loknu er áætlað að f lytja fram- leiðslu fyrirtækisins til Lettlands þar sem af kastagetan er áætluð 450–500 sporthýsi á næsta ári og allt að 1.500 eintök á ári frá árinu 2022. – thg / Sjá síðu 6 Allt seldist hjá Mink Campers Leikmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega þegar liðið tók við verðlaunum fyrir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Kop-stúkunni á nánast tómum Anfield-leik- vanginum. Þessir mætu menn sáu til þess að 30 ára bið Liverpool eftir enska meistaratitlinum er á enda. Farið er yfir hvað hefur gerst á þessum 30 árum í heiminum á síðu 14. MYND/GETTY S A M F É L A G S l ö k k v i l i ð s m e n n umgangast mikið ef eiturefnum sem sum eru krabbameinsvald- andi. Eldri slökkviliðsmenn, sem notuðu ekki eins mikið reykköf- unartæki og núverandi slökkvi- liðsmenn, eru líklegri til að fá krabbamein og aðra sjúkdóma. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla vakningu hafa orðið innan slökkviliðsins með varnir, þrif og annað. Froðan sem notuð hefur verið í slökkvistarfi inniheldur ýmis skaðleg efni sem geta haft áhrif á heilsu manna. Jón Viðar segir að margar tegndir séu til af froðu og verið sé að reyna að bregðast við vandanum. – bb / Sjá síðu 4 Froðan getur valdið krabba

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.