Fréttablaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 2
Þetta er eitt af því
sem útlendingar
skoða þegar þeir velja sér
land til að læra í og safna
flugtímum. Það er verið að
eyða tveimur árum í að
fljúga og þá er eins gott að
það sé áhugaverð skólastofa.
Arnbjörn Ólafsson,
forstöðumaður
markaðs- og
alþjóðasviðs hjá
Flugakademíu
Íslands
Veður
Norðaustan 5-13 m/s í dag, hvass-
ast norðvestantil, og áfram dálítil
væta. Hiti 9 til 16 stig, en kólnar
norðanlands. SJÁ SÍÐU 22
Brugðið á leik
Það var ekki laust við að vegfarendur hafi orðið furðu lostnir þegar þeir ráku augun í óvenju afslappaða einstaklinga víða um miðbæinn í gær.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að um var að ræða uppákomu á vegum leiklistarhóps Hins hússins sem glæddu bæinn lífi. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
FJÁRMÁL Einstaklingum verður
gert auðveldara að eiga viðskipti
með rafmyntir með nýrri þjónustu
Bálka Miðlunar,“ segir Hlynur Þór
Björnsson, forsvarsmaður fyrirtæk
isins. Fjármálaeftirlit Seðlabanka
Íslands tilkynnti í gær að Bálk
ar hefðu hlotið formlega skráningu
sem þjónustuveitandi viðskipta á
milli rafmynta og gjaldeyris.
Miðlunin er sú fyrsta sinnar
tegundar á Íslandi, að sögn Hlyns.
„Þetta er alhliða þjónusta fyrir ein
staklinga sem vilja eiga viðskipti
með rafmynt en skortir tækni
þekkingu. Við aðstoðum viðskipta
vini líka við áhættustýringu tengda
rafmyntum, en sveif lur á verði
þeirra geta verið mjög miklar.“
Bitcoin er þekktasta rafmyntin
en sveif lur hafa verið miklar á
verði þeirrar myntar, þó svo að til
lengri tíma sé leitnin upp á við. Á
síðustu tíu árum hefur gengi Bitcoin
gagnvart Bandaríkjadal hækk
að úr innan við einum dal og upp í
tæplega 20 þúsund dali þegar hæst
lét í lok árs 2017. Síðustu vikur hefur
verðið á einni Bitcoin sveif last á
milli níu og tíu þúsunda dala.
Hlynur bendir á að mikil gengis
áhætta fylgi viðskiptum með
Bitcoin. Þess vegna sé boðið upp á
áhættustýringu hjá Bálkum: „Þetta
er svokallað tauganet sem smám
saman lærir inn á sveiflur myntar
innar. Gervigreind sér svo um að
kaupa og selja mynt fyrir hönd við
skiptavina okkar.“ – thg
Heimilað hefur
verið að miðla
rafmyntum
Einstaklingar geta nú fengið aðstoð
við rafmyntarviðskipti hérlendis.
FLUG „Það eru vissulega öðruvísi
tímar núna og þá hefur tvennt
gerst. Annars vegar hefur erlendu
nemendunum okkar fækkað og
hins vegar er atvinnuf lugmanns
starfið ekki jafn eftirsóknarvert
og það hefur verið því f lugfélög
eru að segja upp og draga saman.
En nemendur okkar segja þetta vera
besta tímann til að læra því þegar
þau koma út eftir tvö eða þrjú ár þá
stefnir í að bransinn verði kominn á
flug að nýju,“ segir Arnbjörn Ólafs
son, forstöðumaður markaðs og
alþjóðasviðs hjá Flugakademíu
Íslands.
Skólinn er orðinn einn sá öflugasti
á Norðurlöndunum, með á annan
tug kennsluvéla og fullkomna flug
herma auk þess að bjóða upp á verk
lega aðstöðu á alþjóðaflugvellinum
í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli.
Bóklegt nám fer fram bæði í Hafnar
firði og á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Ísland er svokallað „opensky“
sem þýðir að það eru engin höft eða
lokuð svæði fyrir kennsluflug. Nem
endur fá þannig verklega þjálfun
við krefjandi aðstæður og tæki
færi til að fljúga á einhverja áhuga
verðustu flugvelli sem völ er á. „Það
er svolítið sem við erum að láta vita
úti í heimi, að Ísland er með þetta
„open sky“ eiginlega í tvennum
skilningi. Annars vegar er hægt að
koma hingað ef þú býrð í Evrópu og
hins vegar er Ísland einstakt land til
að læra að fljúga því það eru engin
höft. Ef Ísland er borið saman við
Danmörku, þar sem er lagt af stað á
flugvelli í Billund og hringsólað svo
í tvo tíma yfir Lególandi og neminn
lendir svo á sama flugvelli. Á Íslandi
er hægt að taka af stað á alþjóðaflug
velli í Keflavík og f ljúga á Ísafjörð
sem dæmi, sem er einn mest krefj
andi völlur í heimi. Á leiðinni flýgur
viðkomandi yfir fjöll, firði og jökla.
Þetta er eitt af því sem útlending
ar skoða þegar þeir velja sér land til
að læra í og safna f lugtímum. Það
er verið að eyða tveimur árum í að
f ljúga og þá er eins gott að það sé
áhugaverð skólastofa,“ segir Arn
björn.
Á undanförnum árum hafa fjöl
margir erlendir nemendur ákveðið
að leggja stund á atvinnuflugnám á
Íslandi en í COVIDástandi heims
ins hefur þeim fækkað. Þó er búið
að fullmanna einn atvinnuf lug
mannsbekk í haust og hefur verið
opnað fyrir umsóknir í annan
bekk. „Það er um fjórðungur f lug
nema hjá okkur konur en í heim
inum er innan við fimm prósent
atvinnuf lugmenn. Það er aukinn
áhugi hjá konum sem er frábært.“
Það kostar um 12 milljónir sam
kvæmt Arnbirni að verða atvinnu
flugmaður, ef viðkomandi er blaut
ur bak við eyrun þegar hann gengur
inn. „Oft er þetta í DNA hjá fólki og
svo fær fullt af fólki f lugbakteríuna.
Það er til fullt af fólki sem fær í hnén
við að sjá fallega lendingu,“ segir
hann léttur.
benediktboas@frettabladid.is
Bjóðum upp á mjög
áhugaverða skólastofu
Eftir sameiningu Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands er orðinn til einn
stærsti flugskóli Norðurlanda. Skólinn útskrifaði 78 atvinnuflugmenn í vor.
Ástandið í háloftunum er slíkt að frábært er að sækja sér menntun hérlendis.
Um fjórðungur flugnema í Flugakademíu Íslands eru konur en í heiminum
er hins vegar innan við fimm prósent atvinnuflugmanna konur. MYND/GETTY
LÖGREGLA Skipað hefur verið tíma
bundið í embætti lögreglustjóra í
Vestmannaeyjum eftir að Páley
Borgþórsdóttir færði sig nýverið
um set.
Arndís Bára Ingimarsdóttir hefur
verið sett til að gegna embætti lög
reglustjórans í Vestmannaeyjum
tímabundið.
Arndís Bára lauk fullnaðarprófi
í lögfræði árið 2014. Hún var ráðin
til starfa til lögreglunnar í Vest
mannaeyjum árið 2016 og hefur
síðan starfað þar á ákærusviði emb
ættisins.
Hún tekur við starfinu af Páleyju
sem var nýlega skipuð í embætti
lögreglustjórans á Norðurlandi
eystra. Páley tók við starfinu á
Norðurlandi eystra þann 13. júlí
síðastliðinn en hún hafði gegnt
embætti lögreglustjórans í Vest
mannaeyjum frá árinu 2015. – kdi
Arndís tekur
tímabundið við
stjórn í Eyjum
2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð