Fréttablaðið - 23.07.2020, Qupperneq 4
Það eru sót og
önnur óhreinindi
sem berast með loftinu og
því mikilvægt að okkar fólk
sé með réttar varnir. Þess
vegna leggjum við mikið
upp úr reykköfunartækjum
til dæmis.
Jón Viðar
Matthíasson,
slökkviliðsstjóri
S A M F É L A G S l ök k v i l ið s me n n
umgangast mikið ef eiturefnum
sem sum eru krabbameinsvaldandi.
Eldri slökkviliðsmenn, sem notuðu
ekki eins mikið reykköfunartæki
og núverandi slökkviliðsmenn, eru
líklegri til að fá krabbamein og aðra
sjúkdóma. Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri á höfuðborgar-
svæðinu, segir mikla vakningu
hafa orðið innan slökkviliðsins með
varnir, þrif og annað.
„Eins og með svo marga hluti
varðandi hollustu og vinnustaða-
öryggi þá er þetta einn af þessum
hlutum sem eru að koma sterkt inn
síðastliðin ár,“ segir Jón Viðar. Til að
koma í veg fyrir að efnin komist inn
í lungu slökkviliðsmanna er notast
við reykköfunartæki. „Það er sót og
önnur óhreinindi sem berast með
loftinu og því mikilvægt að okkar
fólk sé með réttar varnir. Þess vegna
leggjum við mikið upp úr reykköf-
unartækjum til dæmis. Hjá okkur
er búin að vera mikil vitundarvakn-
ing í þessa átt – að passa sig aðeins.
Starfsmenn hafa leitt þá vinnu í
samvinnu við okkur. Við erum að
horfa mikið til hluta sem eru gerðir
á Norðurlöndunum og í raun úti um
allan heim,“ segir hann.
Sem dæmi fara slökkviliðsmenn
núna úr eldgallanum á vettvangi,
setja hann í plastpoka og þvo hann
eftir hvern bruna. „Óhreinindi, sem
þarf að passa sig á, geta verið svo-
lítið lúmsk. Gallarnir eru þvegnir
núna eftir hvern bruna til að ná
sótögnum og öðru úr þeim strax.
Þarna stóðum við okkur ekki nægi-
lega vel fyrir nokkrum árum síðan,“
segir Jón Viðar.
Í sk ý rslu Mannvirkjastof n-
unar sem notuð er við kennslu í
Brunamálaskólanum er farið yfir
umhverf isáhrif froðunnar. Þar
er sagt að jafnvel þótt hlutfallið á
notkun froðu sé lágt, eða um 3 pró-
sent, hafi það áhrif á umhverfið.
Svokölluð PFOS-efni hafi verið
bönnuð í froðuvökvum og árið 2016
var umræða um hvort banna ætti
líka notkun svonefndra PFOA-efna.
Dæmi eru um að froðumenguð
vatnsból í Svíþjóð hafi eyðilagst
sem neysluvatnsuppsprettur eftir
notkun froðu við húsaslökkvi-
starf. Froða hefur líka áhrif á
heilsu manna, segir enn fremur í
skýrslunni. Hún hefur áhrif á fitu-
lag húðarinnar og getur valdið
sýkingum og ofnæmisviðbrögðum.
Svokölluð PFC-efni í froðunni eru
einnig skaðleg og talið er að þau geti
jafnvel verið krabbameinsvaldandi,
segir í skýrslunni.
„Það eru margar týpur til af
froðu. Það er verið að bregðast við
þessu,“ segir Jón Viðar. Aðspurður
um hvort froðan hafi verið notuð
í stóra brunanum í Vesturbænum
fyrir skemmstu, segir Jón Viðar að
lítið sé notað af froðuvökvanum.
„Það var tiltölulega mikið notað af
lofti og vatni að sjálfsögðu. Í bílnum
er ákveðinn búnaður þar sem þetta
blandast og myndar þennan froðu-
vökva sem kemur út úr stútnum.“
benediktboas@frettabladid.is
Krabbameinsvaldandi efni
leynast í froðu slökkviliðsins
Mikil vitundarvakning hefur orðið innan slökkviliðsins um krabbameinsvaldandi efni sem notað er
í slökkvistarfi. Eldri slökkviliðsmenn sem notuðust ekki við réttar varnir eru líklegri til þess að verða
fórnarlömb krabbameins. Búnaður er nú þveginn eftir hvern bruna til þess að minnka skaðsemi efna.
Þegar eldurinn var slökktur við Bræðrarborgarstíg á dögunum var froða notuð við slökkvistarfið. Jafnvel þó svo að
hlutfallið á notkun froðu sé lágt, eða um það bil 3 prósent, hefur það áhrif á umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
BJÓÐUM UPP Á
35” - 40” BREYTINGARPAKKA
FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND
EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL
AFHENDINGAR STRAX
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.548.000 KR. ÁN VSK.
9.359.520 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið (SKE) beinir þeim tilmælum til
Isavia að koma á traustari umgjörð
um skipulag og gjaldtöku á bíla-
stæðum fyrir fólksf lutninga til og
frá Keflavíkurflugvelli.
Gjaldtaka á nærstæðum, sem eru
fyrir skipulagðan áætlunarakstur,
og fjarstæðum, sem eru fyrir annan
hópbifreiðaakstur, hefur verið til
rannsóknar hjá SKE frá árinu 2018.
Í júlí það ár var tekin ákvörðun
til bráðabirgða um að stöðva gjald-
töku á fjarstæðunum. Var talið
sennilegt að gjaldtakan væri of há
og að hún mismunaði fólksf lutn-
ingafyrirtækjum. Hófst gjaldtaka
ekki á ný fyrr en í nóvember 2018.
Það er niðurstaða SKE að ekki
séu forsendur til frekari bindandi
íhlutunar vegna gjaldtökunnar.
Þeim tilmælum er beint til Isavia
að núverandi fyrirkomulag verði
tekið til endurskoðunar innan
sex mánaða. Við þá endurskoðun
verði aðferðafræði samkeppnis-
mats beitt.
Í tilkynningu frá SKE er vísað til
þess að Isavia hafi boðað afturvirka
gjaldtöku á þau hópferðafyrirtæki
sem notuðu fjarstæðin á þriggja
mánaða tímabili þegar ekkert gjald
var innheimt vegna réttaróvissu.
SKE telur að slík afturvirk gjald-
taka kynni að hafa alvarlegar
af leiðingar fyrir mörg hópferða-
fyrirtæki og fæli líklega í sér brot
á samkeppnislögum. Því er þeim
tilmælum beint til Isavia að grípa
ekki til umræddrar gjaldtöku. – sar
Isavia endurskoði fyrirkomulag rútustæða
Isavia er hvatt til þess að endur-
skoða fyrirkomulag rútustæða.
IÐNAÐUR Rio Tinto hefur lagt fram
formlega kvörtun til Samkeppnis-
eftirlitsins vegna þess sem fyrirtæk-
ið kallar „misnotkun“ Landsvirkj-
unar á stöðu sinni gagnvart ISAL. Í
tilkynningu frá Rio Tinto segir að
fyrirtækið fari fram á að tekið verði
á „samkeppnishamlandi háttsemi
Landsvirkjunar með mismunandi
verðlagningu og langtímaorku-
samningum, svo að álver ISAL og
önnur íslensk framleiðsla og fyrir-
tæki geti keppt á alþjóðavettvangi“.
Það er mat Rio Tinto að mis-
munandi verð í raforkusamning-
um Landsvirkjunar feli í sér mis-
munun gagnvart viðskiptavinum
og að Landsvirkjun misnoti þann-
ig markaðsráðandi stöðu sína, sem
sé óréttlætanleg háttsemi. „Samn-
ingar Landsvirkjunar binda við-
skiptavini til langs tíma og hindra
önnur orkufyrirtæki annaðhvort
í að koma inn á íslenskan markað
eða auka starfsemi“, segir í tilkynn-
ingu Rio Tinto.
Rio Tinto segir að þrátt fyrir
ítrekaða viðleitni sína til að koma
á uppbyggilegu samtali við Lands-
virkjun, hafi fyrirtækið nú komist
að þeirri niðurstöðu að Lands-
virkjun sé ekki tilbúin til að bæta
núverandi raforkusamning, sem
geri fyrirtækið „sjálf bært og sam-
keppnishæft, og taki á skaðlegri
hegðun og mismunun Landsvirkj-
unar gagnvart ISAL“.
Þannig segist Rio Tinto vilja
tryggja þau 500 störf innan álvers-
ins sem eru í húfi, en í vor var greint
frá því að fyrirtækið skoðaði að
loka starfsemi sinni í Straumsvík
til tveggja ára. – ókp
Rio hótar að
loka álverinu
Forsvarsmenn Rio eru ekki ánægðir
með vinnubrögð Landsvirkjunar.
2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð