Fréttablaðið - 23.07.2020, Page 10

Fréttablaðið - 23.07.2020, Page 10
Í vestanverðum Kverkfjöllum er eitt öflugasta háhitasvæði landsins sem staðsett er í norður-jaðri Vatnajökuls í 1.600–1.700 metra hæð. Þarna eru tveir sigkatlar þar sem jarðhitinn hefur brætt jökulísinn og heitir sá eystri því skemmtilega nafni Gengissig og sá vestari Galtárlón. Gengissig er talið hafa myndast við jarð- hræringar árið 1959 en líkt og Galtárlón tæmist það reglulega með tilheyrandi vatnavöxtum í nálægum jökulám, meðal annars í Volgu, sem kemur undan Kverkjökli og síðan áfram úr henni niður í Jökulsá á Fjöllum. Þessi f lóð geta komið skyndilega og kraftur- inn verið ógurlegur því fallhæðin niður Kverkfjöllin er mikil. Gengissig er öðruvísi örnefni en um það leyti sem lónið varð til sveiflaðist gengi íslensku krón- unnar eins og hjartalínurit. Nafngiftina má þó fremur rekja til sífelldra breytinga á vatnsyfirborði lónsins en það er um 600 metra breitt og í austri og suðri prýtt allt að 60 metra háum ísveggjum. Stundum sést brotna úr þeim og fylgja því miklar drunur og dynkir sem gaman er að verða vitni að. Það eru ekki margir staðir í íslenskri náttúru sem breytast jafn mikið og Gengissig og oft verða ótrúlegar breytingar á milli ára. Þannig getur lónið verið fyllt blágrænu vatni og fljótandi ísjökum eitt sumarið en það næsta er það tómt og spúandi gufuhverir á botninum. Ekki spillir fyrir að örstutt frá Gengissigi er annar og ekki síðri gimsteinn, Efri-Hveradalur. Syðst í honum er Galtár- lón sem hljóp vorið 2019 og hefur síðan verið nánast tómt. Það þarf gott veður til að heimsækja Gengissig, enda 10 klukkustunda ganga fram og til baka og þarf að bæta við einni til tveimur klukkustundum ef í sömu ferð er farið ofan í Efri-Hveradal og vestari hluti Kverkarinnar skoðaður. Frá Möðrudal er 100 kílómetra greiðfær jeppavegur í Kverkfjöll og er til- valið að gista í Sigurðarskála eða slá þar upp tjaldi. Skemmtilegast er að ganga yfir Kverkjökul á mann- broddum að Löngufönn en einnig má ganga fyrir enda jökultungunnar. Langafönn er síðan skáuð upp að hábungunni í rúmlega 1.800 metra hæð. Allt í einu blasir Gengissigið við eins og stansað út úr jökulísnum og er haldið í áttina að Tunnuskeri þar sem er nettur skáli Jöklarannsóknafélags Íslands. Hvergi á Íslandi er barátta elds og íss augljósari og náttúrufegurðin nán- ast ógnvekjandi – líkt og íslenska krónan á síðustu öld. Náttúrulegt Gengissig Gengissig er risastór sigketill sem er eins og stansaður út úr norðurbrún Vatnajökuls. MYND/SIGTRYGG- UR ARI Gengissig nokkrum dögum eftir hlaup í Volgu 15. ágúst 2013. Lónið er tómt og gufuhverir sem annars eru huldir vatni komnir í ljós. Sífelldar breytingar verða á vatnsyfirborði lónsins. MYND/MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON Sigketillinn hefur orðið til vegna jarðhita en í Kverk- fjöllum er eitt stærsta háhita- svæði landsins. MYND/ÓMB. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.