Fréttablaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 13
AF KÖGUNARHÓLI
Þorsteinn
Pálsson
Sjálfstæðisf lokkurinn vill f lytja kosningar varanlega yfir á haustin. Stjórnarand-staðan vill halda í hefðir og kjósa að vori. Forsætis-ráðherra hefur ekki tekið
afstöðu.
Ef að líkum lætur mun von stjórnar-
f lokkanna um hagfelldari skoðana-
kannanir að ári ráða kjördegi.
Tæknileg rök og pólitísk rök
Tæknileg rök mæla gegn því að hafa
reglulegar kosningar að hausti.
Reynslan hefur sýnt, eftir tvennar
haustkosningar í röð, að svigrúm
nýrra ríkisstjórna til að setja strax
mark sitt á fjárlög hefur verið full
þröngt.
Pólitísk rök standa hins vegar til
þess að stytta kjörtímabilið og kjósa
nú í haust. Við stöndum andspænis
alveg nýjum aðstæðum í efnahags-
málum. Ríkisstjórnin hefur þegar
lögfest margvíslegar skammtíma
ráðstafanir.
Í haust þarf svo að leggja línur fyrir
framtíðina á nýjum forsendum. Frá
sjónarhóli kjósenda sýnist því vera
eðlilegt að stjórnmálaf lokkarnir leiti
eftir nýju umboði til þeirra stóru
ákvarðana.
Við fyrstu kynningu á skyndiráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar sagði
formaður Framsóknar að í kjölfarið
yrði ekki snúið aftur til sama hag-
kerfis og grundvallarbreyting yrði á
samskiptum við aðrar þjóðir.
Þetta var mikil pólitísk yfirlýsing.
Ef innistæða er á bak við hana er
óeðlilegt að hefja framkvæmd hennar
á næsta vetri án nýs umboðs frá kjós-
endum.
Sameiginleg ríkisfjármála-
stefna fyrir næsta kjörtímabil
Stjórnmálin standa ekki bara and-
spænis nýjum efnahagslegum aðstæð-
um. Nýju lögin um fjármálastefnu
og fjármálaáætlun til fimm ára setja
stjórnarf lokkana sjálf krafa saman í
spennitreyju í kosningabaráttunni.
Síðasta verk þeirra fyrir kosningar
að vori eða annað haust verður að
ákveða sameiginlega ramma um
skatta og útgjöld ríkisins út allt næsta
kjörtímabil og ári betur.
Í kosningum boðar Sjálfstæðis-
f lokkurinn jafnan lækkun skatta og
minni útgjöld. Þetta verður ekki hægt
að ári þegar kjörtímabilinu lýkur með
málamiðlun við VG um ríkisfjármála-
stefnu fyrir næsta kjörtímabil.
Af sömu ástæðu getur VG ekki
boðað stórhækkun skatta á þá ríku og
stóraukin útgjöld.
Sjálfsagt fara f lokkarnir formlega
með óbundnar hendur í kosningar.
En gangi þeir til þeirra með annan
boðskap í ríkisfjármálum en þeir hafa
samið um fyrir næsta kjörtímabil, eru
þeir um leið að segja að samstarfið
hafi misheppnast.
Stjórnarf lokkarnir komast þannig
ekki hjá því að leggja sameiginlega
málamiðlun um ríkisfjármálastefnu í
dóm kjósenda. Þetta er nýtt í íslenskri
pólitík. Stjórnarf lokkarnir verða
komnir í hnappheldu næsta kjör-
tímabils áður en síðasti dansinn fyrir
kosningar er stiginn.
Opnari staða fyrir stjórnarand-
stöðuna er um leið áskorun
Það veikir f lokka með algjörlega
gagnstæð sjónarmið í ríkisfjármálum
að ganga heftir með sameiginlega
málamiðlun til kosninga.
Þetta opnar aftur á móti stöðuna
fyrir f lokkana í minnihlutanum. Þeir
þurfa hver fyrir sig að finna leið til að
nýta möguleikana sem það gefur. En
ábyrgð þeirra verður líka meiri.
Eiginlega kallar þessi fimm ára
ríkisfjármálaáætlun á f lokkamynstur
þar sem kjósendur geta valið á milli
tveggja innbyrðis líkra fylkinga. Þær
aðstæður eru þó ekki fyrir hendi.
Skýrara málefnalegt val en oft áður
Stjórnarandstöðuf lokkarnir fimm
eru ólíkir rétt eins og stjórnarf lokk-
arnir. Þar af leiðandi er óhyggilegt
fyrir þá að láta kosningarnar snúast
um þá alla í heild sem sameiginlegan
kost til að leysa núverandi stjórn
af hólmi. Sú málamiðlun yrði jafn
útvötnuð og sáttmáli sitjandi ríkis-
stjórnar.
Mestar líkur standa því til þess að
kosningarnar snúist um það hvort
stjórnin fær sameiginlega áfram-
haldandi umboð eða hvort tveir eða
f leiri af þeim fimm f lokkum, sem eru
í stjórnarandstöðu, fái nægjanlega
fylgisaukningu til að brjóta samstarf
f lokkanna þriggja upp með því að
semja við einn eða tvo þeirra.
Tapi stjórnarf lokkarnir naumlega
er þó nærtækast fyrir þá að endurnýja
samstarfið með Miðf lokknum. Það
myndi breyta minnstu eins og síðasta
stjórnarmyndun gekk út á.
Þótt ekki verði kosið beint á milli
stjórnar og stjórnarandstöðu gætu
þessar nýju aðstæður leitt til þess að
kjósendur fái skýrara málefnalegt val
en oft áður.
Í hnapphelduna fyrir dansinn
Tapi stjórnarflokkarnir naum-
lega er þó nærtækast fyrir þá
að endurnýja samstarfið með
Miðflokknum.
TIL VERKEFNA Í FERÐAÞJÓNUSTU
Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu í
samstarfi landanna þriggja geta sótt um styrki
til samstarfsverkefna á eftirfarandi sviðum
ferðaþjónustu:
· Til nýsköpunar- og vöruþróunarverkefna
· Til sameiginlegra markaðssetningarverkefna
· Til þekkingarheimsókna og miðlunar
gagnkvæmrar reynslu milli ferðaþjónustuaðila
· Til gæða- og umhverfismála innan
ferðaþjónustunnar
Hámarksstyrkur til verkefnis er 100 þúsund
danskar krónur, eða að hámarki 50%
kostnaðar áætlunar.
TIL KYNNIS- OG NÁMSFERÐA
Um er að ræða ferðastyrki til þeirra sem vinna
að samstarfsverkefnum sem varða tvö af
löndunum þremur hið minnsta. Hámarksstyrkur
á hvern einstakling er 1.000 danskar krónur
vegna ferða milli Íslands og Grænlands annars
vegar og Íslands og Færeyja hins vegar. Ekki eru
veittir styrkir vegna gistingar og uppihalds.
Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða
eftirtaldra:
· Skóla
· Íþróttahópa
· Tónlistarhópa
· Annars menningarsamstarfs
Styrkir frá NATA
Samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja á sviði ferðamála
Ítarlegar upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum á ensku og dönsku er að finna á vef NATA
www.nata.is. Frekari upplýsingar veitir Barbara Vang hjá NATA – nata@vinnuframi.fo
Lokafrestur til að skila umsókn er 21. ágúst 2020.
og mun niðurstaða stjórnar NATA liggja fyrir 15. október 2020.
Athugið að verkefni með áætluð verklok fyrir 15. október 2020 teljast ekki styrkhæf.
Í ár leggur stjórn NATA sérstaka áherslu á umsóknir sem tengjast sjálfbærri ferðamennsku.
NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og
á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstarfi aðila er sinna
ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og
tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar
sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
w
w
w
.s
an
si
r.f
o
HVER
VANN?
Sportið á frettabladid.is
færir þér allar nýjustu
fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
• Fræðsla
• Ráðgjöf
• Forvarnir
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0