Fréttablaðið - 23.07.2020, Qupperneq 28
BÍLAR
Skoda Enyaq verður fyrsti 100%
rafdrifni bíll tékkneska fram-
leiðandans og kemur á markað á
næsta ári.
Skoda hefur tilkynnt að Enyaq raf-
bíllinn verði frumsýndur þann 1.
september næstkomandi á netinu.
Bíllinn fer í sölu á næsta ári og er
ætlað að keppa við bíla eins og
Tesla Model Y og Kia e-Niro. Að
sögn talsmanna Skoda mun hann
hafa mikið innanrými, eða svipað
og í Skoda Kodiaq jepplingnum.
Skoda hefur einnig sagt frá ýmsu
varðandi vélbúnað bílsins, en hann
verður byggður á Volkswagen MEB
undirvagninum. Hægt verður að
velja um afturhjóladrif eða fjór-
hjóladrif og um þrjár stærðir af raf-
hlöðum. Einnig verður hægt að velja
um fimm mismunandi hestaf la-
tölur. Hægt veður að hlaða bílinn
á nýjustu 125 kW hleðslustöðvum,
sem gerir það kleift að bæta 200 km
við drægi bílsins á aðeins 15 mín-
útum. Drægi bílsins með stærstu
raf hlöðunni verður 500 km. Eins
og sjá má af myndunum er bíllinn
líkur Vision iV tilraunabílnum í
útliti með afturhallandi þaklínu.
Fram- og afturendi er mjög svip-
aður Karoq í útliti. Að innan verður
mjög stór snertiskjár í miðjustokki
og er uppsetningin svipuð og í VW
ID.3 þó að um nýtt mælaborð frá
Skoda sé að ræða. Búast má við að
hann deili sama vélbúnaði og raf-
hlöðum og Volkswagen ID.4. Ef svo
er, mun grunnútgáfan vera með 201
hestafls mótor við afturdrifið, og 82
kWst rafhlöðu. Kraftmesta útgáfan
verður með tveimur mótorum og
yfir 300 hestöfl.
Fyrstu myndir af Skoda Enyaq-rafbílnum
Hér er fyrsta mynd Skoda af hinum nýja Enyaq sem sýnir aðeins efri útlínur hans.
Þessi njósnamynd náðist af Skoda Enyaq við prófanir nýlega og það sést
vel að útlitslínur hans eru áþekkar nýjustu mynd Skoda af bílnum.
SsangYong hefur hafið kynningar-
herferð á nýjum Korando rafjepp-
ling sem leysa mun eldri bílinn
af hólmi. Hann kemur sem 100%
raf bíll á næsta ári og mun þá hafa
320 km drægi. Búast má við að
hann verði jafnvel ódýrari en sam-
keppnisaðilar, eins og Hyundai
Kona Electric, og keppi við Dacia
Spring Electric í verði. Þótt um
algerlega nýjan bíl sé að ræða
verður ekki mikil breyting á útliti
bílsins, og ljósabúnaður og yfir-
SsangYong birtir fyrstu myndir af nýjum Korando EV
Litlar breytingar
verða á rafút-
gáfu Korando
frá fyrri útgáfu
og breyting-
arnar aðallega á
grilli og stuðara.
Ford hefur frumsýnt eintak af
Mach-E raf bílnum sem er ekki
á hvers manns færi. Bíllinn var
smíðaður fyrir driftstjörnuna
Vaughn Gittin Jr. og er hvorki
meira né minna en 1.399 hestöfl.
Meira en 10.000 vinnustundir
hafa farið í þróun bílsins, sem er
með sjö rafmótorum. Mun bíllinn
vera jafnvígur á keppnisbraut,
kvartmílu eða í Gymkhana. Ford
þróaði bílinn með RTR Vehicles og
eru þrír rafmótorar við mismuna-
drifið að framan, en fjórir settir
saman eins og pönnukökur við
afturdrifið.
Undirvagn bílsins er hannaður til
að geta notast við fram-, aftur- eða
fjórhjóladrif og getur bíllinn sent
allt af lið fram eða aftur, eða skipt
því á milli ása. Handbremsan er
vökvastýrð og sérhönnuð til notk-
unar við driftakstur og getur slökkt
á afli til afturhjóla á meðan hún er
í notkun. Bremsuhleðslan er tengd
við hemlalæsivörnina og skrik-
vörnina. Aflið kemur frá sérhann-
aðri 56,8 kWst rafhlöðu úr nikkel/
mangan/kóbalt blöndu sem kælir
sig við bremsuhleðslu. Yfirbygg-
ingin er að mestu úr koltrefjum en
„vélarhlífin“ er úr lífrænum trefjum
sem eru enn léttari. Loftflæðipakki
bílsins pressar hann niður með
meira en 1.000 kílóa þrýstingi,
þegar hann hefur náð 240 km hraða.
Bíllinn kemur fyrir almennings-
sjónir í næstu Nascar-keppnum,
ásamt rafdrifna Mustang Cobra Jet
1400 kvartmílubílnum.
Ford Mach-E með
1400 hestöfl
Alls eru sjö rafmótorar í hinum
1400 hestafla Mach-E og eru fjórir
þeirra fyrir afturdrifið.
Einnig verður hægt
að velja um fimm
mismunandi hestaf latölur.
bygging að mestu leyti hið sama.
Stuðarar eru endurhannaðir ásamt
grilli og komin eru ný þokuljós.
Aðeins einn rafmótor verður í boði
sem skilar 188 hestöflum, sem er
27 hestöflum meira en bensín-
vélin í eldri bílnum. Hámarkshraði
verður takmarkaður við 160 km
á klst. Rafhlaðan verður frá LG
Chem og er 61,5 kWst og á að skila
400 km drægi samkvæmt NEDC
staðlinum að sögn SsangYong,
sem þýðir allavega 320 km drægi
samkvæmt WLTP staðlinum í
Evrópu. Mun Korando EV koma
á markað næsta vor en verð hefur
ekki verið gefið út ennþá. Von er á
Korando tvinnbíl með dísilmótor
árið 2022.
demantshringurinn.is
Menningarminjar og
náttúruperlur á Norðurlandi
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Von er á Kor-
ando tvinnbíl með
dísilmótor árið 2022.
2 3 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð