Fréttablaðið - 24.07.2020, Síða 2
Það er óforsvaran-
legt að gera Lauga-
veginn að göngugötu og á
sama tíma að búa til slíka
slysagildru
Halldór Guðmundsson
Veður
Norðaustan 2–8 m/s, hvassast NV
til, og dálítil rigning eða súld með
köflum norðaustantil, en lítils hátt-
ar skúrir um sunnanvert landið. Hiti
4 til 14 stig. SJÁ SÍÐU 16
Sólbað á svölunum
GÓÐA FERÐ INNANLANDS
TAX FREE*
af förðunarvörum, ilmvötnum
og völdum húðvörum
*19,35% verðlækkun
Gildir 15. júní - 27. júlí 2020
í verslunum og í netverslun Ly SAMFÉLAG Um kvöldmatarleytið
þann 11. júlí síðastliðinn var Hall-
dór Guðmundsson á ferðinni á
Laugavegi þegar hann varð fyrir því
óhappi að renna til á listaverki sem
nýlega hafði verið málað á götuna
og stórslasaði sig.
„Ég tók nokkur skref inn á verkið
og skyndilega var sem fótunum
hefði verið kippt undan mér,“ segir
Halldór. Hann lenti illa á andlitinu
og öxlinni og fann strax að eitthvað
hefði gerst.
„Ég fann strax að eitthvað var
brotið í öxlinni. Mér var hjálpað á
fætur og staulaðist síðan sárkvalinn
og alblóðugur í framan inn á nær-
liggjandi veitingastað, Lebowski
Bar, þar sem hlúð var að mér. Ég
kann þeim bestu þakkir fyrir
umhyggjuna.“
Starfsmenn staðarins hringdu
í leigubíl fyrir hann og þaðan fór
hann beint upp á bráðamóttöku til
þess að fá aðhlynningu. Þar kom í
ljós að hann er viðbeinsbrotinn auk
smærri áverka. Hann segist hafa
verið svo ringlaður eftir slysið að
hann hafi ekki kallað til lögreglu til
þess að fá skýrslu um atvikið.
Halldór vonar að það komi ekki
að sök því að hann hyggst leita rétt-
ar síns vegna slyssins.
„Það er óforsvaranlegt að gera
Laugaveginn að göngugötu og á
sama tíma að búa til slíka slysa-
gildru,“ segir Halldór. Hann segir að
málarameistari hafi skoðað verkið
fyrir sig og hans mat sé að þakmáln-
ing hafi verið notuð í verkið. „Hún
er f lughál, enda hrindir hún frá sér
vatni. Ég tel að frágangurinn sé til
skammar, það hefði þurft að setja
sand eða eitthvað til þess að búa til
eitthvert viðnám.“
Lögmenn Árbæ sjá um málið fyrir
hönd Halldórs og hvetur hann til
þess að aðrir sem hafa slasað sig á
verkinu hafi samband við stofuna.
„Ég hef heyrt af því að f leiri hafi
runnið þarna til og slasað sig en
hversu mikið veit ég ekki.“
Halldór segir að atvikið hefði
ekki getað gerst á verri tíma fyrir
sig persónulega. „Ég var búinn að
starfa í tvær vikur hjá nýjum vinnu-
veitanda sem bílstjóri fyrir fatlað
fólk. Réttindi mín eru því mjög
takmörkuð og ekki útlit fyrir að ég
keyri bíl í bráð.“ Að sögn Halldórs
er hann á biðlista fyrir aðgerð sem
hann vonast til að komast í fyrr en
síðar. björn@frettablaðið.is
Rann á listaverki og
hyggst kæra borgina
Karlmaður á sjötugsaldri stórslasaðist á Laugaveginum í byrjun júlí þegar
hann rann til á listaverki sem málað hafði verið á götuna. Slysið gerði mann-
inn óvinnufæran og hyggst hann sækja skaðabætur frá Reykjavíkurborg.
Halldór telur að flughál þakmálning hafi verið notuð. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Sólbaðsþyrstir borgarbúar nutu sín vel í gær þegar brast á með bongóblíðu í Reykjavík. Iðandi mannlíf var á útivistarsvæðum um allt höfuð-
borgarsvæðið en sumir nutu sín betur heima við á skuggsælum svölum. Sólríkt verður áfram á suðvesturhorni landsins í dag og á morgun og
hiti allt að fimmtán stigum á höfuðborgarsvæðinu. Borgarbúar geta því áfram haft stuttbuxur og sólarvörnina uppi við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Persónuvernd hefur
áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur í máli Atla Rafns Sigurðar-
sonar leikara. Með dóminum var
úrskurður stofnunarinnar um að
Leikfélagi Reykjavíkur væri ekki
skylt að veita Atla Rafni aðgang að
gögnum sem vörðuðu hann, felldur
úr gildi.
Um var að ræða upplýsingar um
efni og uppruna kvartana gagnvart
honum sem fram komu í vinnu-
skjali leikhússtjóra Borgarleikhúss-
ins um kvartanir sem beindust að
honum og urðu til þess að honum
var vísað úr starfi.
Þegar dómur héraðsdóms féll
hafði Atli Rafn þegar unnið skaða-
bótamál sitt gegn Leikfélaginu og
þáverandi leikhússtjóra þess vegna
brottvikningarinnar. Samkvæmt
forsendum dómsins var leikfélag-
inu skylt að gefa Atla kost á að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri og
því hefði borið að upplýsa hann
um eðli þeirra ásakana sem borist
höfðu. Trúnaður gagnvart við-
komandi einstaklingum hafi ekki
mátt leiða til þess að réttarstaða
Atla yrði lakari en lög geri ráð fyrir.
Voru Atla dæmdar 5,5 milljónir
króna í skaðabætur úr hendi leik-
félagsins og leikhússtjórans.
Aðalmeðferð í leikfélagshluta
málsins fer fram 19. október í
Landsrétti en mál Persónuverndar
er enn ekki komið á dagskrá Lands-
réttar. – aá
Bæði mál Atla
til Landsréttar
Atli Rafn mætti í dómsal ásamt
Einari Þór Sverrissyni lögmanni.
VIÐSKIPTI Ný fasteignalán til heim-
ila í júní voru nánast eingöngu
með óverðtryggðum, breytilegum
vöxtum. Þetta kemur fram í nýjum
tölum Seðlabankans um bankakerfi
landsins.
Íslensk heimili tóku óverðtryggð
fasteignalán með breytilegum
vöxtum fyrir samtals 31 milljarð
króna í júní. Lán með föstum, óverð-
tryggðum vöxtum voru uppgreidd
um 2,5 milljarða á sama tíma.
Á sama tíma námu uppgreiðslur
á verðtryggðum lánum með föst-
um vöxtum um 1,6 milljörðum, á
meðan tekin voru ný lán fyrir 643
milljónir af verðtryggðum lánum
með föstum vöxtum.
Stýrivextir á Íslandi eru um þess-
ar mundir í sögulegu lágmarki, en
meginvextir Seðlabankans standa
nú í einu prósenti. Ársverðbólga
er 2,6 prósent samkvæmt nýjustu
mælingum. – thg
Óverðtryggðar
lántökur aukast
2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð