Fréttablaðið - 24.07.2020, Side 6
Ævintýraleið
um Norðurland
demantshringurinn.is
EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn mun
beita sér fyrir því að sjálfstæði
stjórnarmanna lífeyrissjóða verði
tryggt til frambúðar og eyða öllum
grunsemdum um skuggastjórnun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
segir að bankinn muni beita sér
fyrir að lífeyrissjóðir fari eftir til-
mælum Fjármálaeftirlitsins frá
síðasta ári um endurskoðun á sam-
þykktum sjóðanna sem tryggi góða
stjórnarhætti. Þá muni bankinn
einnig kalla eftir lagabreytingum
þess efnis. Lögin þurfi að kveða
skýrar á um sjálfstæði stjórnar-
manna og fjármálaeftirlit Seðla-
bankans þurfi auknar heimildir til
að fylgja þeim eftir.
„Að mínu áliti þarf að stíga miklu
fastar til jarðar í því að tryggja sjálf-
stæði sjóðanna. Ég tel að regluum-
hverfi þeirra sé allt of veikt og að
Fjármálaeftirlitið þurfi öf lugri
heimildir til inngripa,“ segir Ásgeir
í samtali við Fréttablaðið.
Stjórn VR sendi frá sér yfirlýsingu
17. júlí síðastliðinn vegna málefna
Icelandair. Þar var þeim tilmælum
beint til stjórnarmanna sem VR
skipar í stjórn lífeyrissjóðsins að
sniðganga eða greiða atkvæði gegn
þátttöku í væntanlegu hlutafjárút-
boði Icelandair. Var það gert vegna
óánægju stjórnar VR með það
hvernig Icelandair hefði staðið að
kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag
Íslands.
Þá sagði Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR, í viðtali við
Fréttablaðið sama dag að stjórnar-
mönnum VR í sjóðnum, sem ekki
færu eftir tilmælum VR, yrði skipt
út. Hann tilkynnti síðar að hann
hyggðist leggja það til við stjórn VR
að tilmælin yrðu dreg in til baka.
Ásgeir segir að tilmæli stjórnar
VR séu þörf áminning um mikil-
vægi þess að þétta varnir í kringum
sjálfstæða ákvarðanatöku innan
lífeyrissjóða.
„Í gegnum tíðina hafa ýmsir utan-
aðkomandi aðilar reynt að hafa
áhrif á fjárfestingar lífeyrissjóð-
anna. Stjórnmálamenn hafa reynt
að nota sjóðina í pólitísk verkefni,
atvinnurekendur til þess að styðja
einstök fyrirtæki og atvinnugreinar
og verkalýðsfélög hafa reynt að nota
þá í kjarabaráttu. Þetta er ekki nýtt
vandamál og það mun dúkka upp
aftur og aftur,“ segir Ásgeir.
„Þess vegna skiptir miklu máli
að efla regluverkið þannig að sjálf-
stæði stjórnarmanna sé tryggt til
frambúðar svo að ákvarðanir verði
alltaf teknar með hagsmuni sjóðs-
félaga í fyrirrúmi.“
Fulltrúaráð VR afturkallaði
umboð stjórnarmanna VR í stjórn
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna,
LIVE, sumarið 2019 og setti nýja
stjórnarmenn til bráðabirgða. Var
það gert vegna ákvörðunar um
breytilega vexti verðtryggðra sjóð-
félagalána sem stjórn og fulltrúaráð
VR voru ósammála um.
Á þeim tíma beindi Fjármálaeftir-
litið þeim tilmælum til Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna að endurskoða
samþykktir sjóðsins sérstaklega
með það í huga hvort og við hvaða
aðstæður hægt væri að skipta út
stjórnarmönnum. Voru öðrum líf-
eyrissjóðum í kjölfarið send sömu
tilmæli. Aðspurður segist Ásgeir
vilja fylgja eftir þessum tilmælum
með afdráttarlausum hætti og krefj-
ast svara um það hvernig sjóðirnir
ætli að koma í veg fyrir að umboð
stjórnarmanna geti verið aftur-
kallað fyrirvaralaust. Umgjörðin
er í dag of frjálsleg að mati Ásgeirs.
„Hvernig getur stjórnarmaður
verið sjálfstæður þegar hægt er að
skipta honum út hvenær sem er –
vegna þess að tilnefningaraðilanum
líkar ekki við ákvarðanir hans?“
spyr Ásgeir. „Það er óþolandi ef
sjóðsfélagar, sem eru að safna fyrir
ævikvöldi sínu, geta ekki gengið að
því vísu að fjárfestingarákvarðanir
séu teknar í samræmi við hagsmuni
þeirra.“
Auk þess mun Seðlabankinn
ræða við fjármála- og efnahags-
ráðuneytið og aðrar viðeigandi
stofnanir um að fjármálaeftirlit
bankans fái frekari heimildir til
inngripa.
„Það mega ekki skapast nein
tækifæri til að stofna sjálfstæði
stjórnarmanna í hættu. Það má
ekki vera auðveldara að skipta út
stjórnarmönnum í lífeyrissjóðum
en í öðrum einingum tengdum
almannahagsmunum. Sérstaklega
í ljósi þess hve sjóðirnir eru stórir og
umsvifamiklir í íslensku atvinnu-
lífi,“ segir Ásgeir.
„Við höf um slæma rey nslu
af skuggastjórnun – afskaplega
slæma,“ bætir Ásgeir við. „Það var
tekið hart á því í stjórnun banka og
hlutafélaga í kjölfar hrunsins en líf-
eyriskerfið hefur setið eftir. Við svo
búið má ekki standa.“
Hvað varðar hlutaf járútboð
Icelandair segir Ásgeir að hægt sé
að hafa ýmsar skoðanir á því hvort
vænlegt sé að fjárfesta í félaginu.
Forystufólk hagsmunasamtaka
hafi að sjálfsögðu fullan rétt á því að
hafa sína skoðun – sem einstakling-
ar eða fulltrúar sinna samtaka. Hins
vegar sé mjög mikilvægt að lífeyris-
sjóðirnir, stærstu hluthafarnir, taki
upplýsta og sjálfstæða ákvörðun án
tillits til utanaðkomandi skoðana.
Ljóst er þó að tilmæli stjórnar VR
hafa sett stjórnarmenn í LIVE til-
nefnda af stéttarfélaginu í erfiða
stöðu.
„Ef stjórnarmennirnir hafna því
að taka þátt í útboðinu vakna strax
grunsemdir um að þeir lúti skugga-
stjórn. Þessi tilmæli draga úr trú-
verðugleika stjórnarmanna LIVE
og er mjög óheppileg að því leyti,“
segir Ásgeir. Hann vill þó taka fram
að ekkert bendi til annars en að
núverandi stjórn LIVE sé fagleg og
sjálfstæð í sínum ákvörðunum og
ekkert sé út á hana að setja.
thorsteinn@frettabladid.is
Höfum slæma reynslu af skuggastjórn
Stíga þarf fastar til jarðar til að tryggja sjálfstæði lífeyrissjóða að mati seðlabankastjóra. Bankinn muni beita sér fyrir öflugra reglu-
verki og frekari heimildum til inngripa. Segir tilmæli stjórnar VR þarfa áminningu. Þétta þurfi varnir í kringum ákvarðanatöku.
Seðlabankinn mun fylgja fyrri tilmælum eftir með afdráttarlausum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Vill sjá meira dreifræði í lífeyriskerfinu
Það að tryggja sjálfstæði stjórna
lífeyrissjóða er grundvallaratriði
til að bæta lífeyriskerfið að mati
Ásgeirs en hann telur þörf á fleiri
breytingum.
„Ég hef áhyggjur af sam
þjöppun ákvarðanatöku á fjár
málamarkaði í kjölfar þess að
skylduframlög til lífeyrissjóða
hafi verið hækkuð og sjóðirnir
stækkað. Henni fylgir áhætta og
ég hefði viljað sjá meira dreif
ræði í því hvernig lífeyrissparn
aði er ráðstafað og til dæmis að
sett verði sérstök löggjöf um
séreignasparnað,“ segir Ásgeir.
„Einnig má velta fyrir sér hvort
fjárfestingar sjóðanna þurfi í
auknum mæli að fara í gegnum
framtakssjóði þar sem ákvarð
anataka er sjálfstæð,“ bætir
hann við. Þá eru ýmis önnur mál
sem taka þarf til skoðunar, svo
sem það hvernig lífeyrissjóðir
beita sér sem eigendur hluta
félaga, og náin tengsl sumra
lífeyrissjóða við banka. Hins
vegar sé grunnurinn að öllu
þessu að stjórnarmenn í lífeyris
sjóðunum séu sjálfstæðir og
hafi ávallt hagsmuni sjóðsfélaga
í fyrirrúmi. Það sé það bjarg sem
fjárfestingar sjóðanna verði að
byggja á. Tilnefningaraðilarnir
– vinnumarkaðsfélögin – verði
jafnframt að virða þau valdmörk
sem góðir stjórnarhættir gera
kröfu um.
EFNAHAGSMÁL Helga Ingólfsdóttir,
stjórnarmaður í bæði Lífeyris-
sjóði verzlunarmanna, LIVE, og
VR, studdi ákvörðun stjórnar VR
um tilmæli til þeirra stjórnar-
manna sem VR skipar í stjórn LIVE
að greiða atkvæði gegn þátttöku í
væntanlegu hlutafjárútboði Ice-
landair. Hún styður einnig tillögu
formanns VR um að draga tilmælin
til baka.
„Ég studdi ákvörðun stjórnar
VR að mótmæla harðlega þeirri
ákvörðun sem tekin var af Ice-
landair síðastliðinn föstudag um
að segja upp kjarasamningi við
Flugfreyjufélag Íslands sem var
megintilgangur með þeirri yfir-
lýsingu sem send var frá stjórn
VR. Það er jákvætt að nú hefur sú
ákvörðun Icelandair verið tekin
til baka,“ segir Helga í samtali við
Fréttablaðið.
Bjarni Þór Sigurðsson situr einn-
ig í báðum stjórnum en hann segist
ekki hafa stutt það að senda út til-
mælin. „Það eru ákveðnar reglur
sem gilda um stjórnir í lífeyrissjóð-
um og menn eiga að vera sjálfstæðir
í störfum. Ég hef það að sjálfsögðu í
heiðri,“ segir Bjarni Þór.
Stjórn VR sendi tilmælin út 17.
júlí síðastliðinn vegna óánægju
með það hvernig Icelandair hefði
staðið að kjaraviðræðum við Flug-
freyjufélag Íslands. Þá sagði Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR, í við-
tali við Fréttablaðið sama dag að
stjórnarmönnum VR í sjóðnum
sem ekki færu eftir tilmælum VR
yrði skipt út. Ragnar Þór hefur nú
tilkynnt að hann muni draga til-
mælin til baka.
Stefán Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri VR og formaður
stjórnar LIVE, sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að stjórn sjóðs-
ins myndi meta þátttöku í útboði
Icelandair með sama hætti og
aðrar fjárfestingar. Sjóðsfélagar
gætu treyst því að stjórnarmenn
létu ekki undan utanaðkomandi
þrýstingi.
„Við metum þessa fjárfestingu
eins og aðrar fjárfestingar. Það
verður tekið tillit til ávöxtunar og
áhættu og annarra atriða eins og
vera ber,“ sagði Stefán. – þfh
Stjórnarmaður LIVE studdi stjórn VR
Það er óþolandi ef
sjóðsfélagar, sem
eru að safna fyrir ævikvöldi
sínu, geti ekki gengið að því
vísu að fjárfestingarákvarð-
anir séu teknar í samræmi
við hagsmuni þeirra
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Stjórnmálamenn
hafa reynt að nota
sjóðina í pólitísk verkefni,
atvinnurekendur til þess að
styðja við einstök fyrirtæki
og verkalýðsfélög hafa reynt
að nota þá í kjarabaráttu
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ég studdi ákvörðun
stjórnar VR að
mótmæla harðlega þeirri
ákvörðun sem tekin var af
Icelandair síðastliðinn
föstudag
Helga Ingólfsdótt
ir, stjórnarmaður í
LIVE og VR
2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð