Fréttablaðið - 24.07.2020, Side 8

Fréttablaðið - 24.07.2020, Side 8
Það var ekkert sem kallaði á þetta Ted Wheeler, borgarstjóri Portland Afgreiðslutímar á www.kronan.is Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar SNILLD Á G RI LL IÐ JALAP EÑO Jalapeño ... lauflétt trix en algjör LEIKBREYTIR Á GRILLIÐ! BANDARÍKIN Donald Trump Banda- ríkjaforseti hefur sent 200 alríkislög- reglumenn til Chic ago í Illinois og 36 til Albuquerque í Nýju-Mexíkó til að kveða niður mótmæli. Einn- ig verða sendir menn til Baltimore í Maryland. Aðgerðir Trumps eru í óþökk yfirvalda í þessum borgum og ríkjum. Alríkissveitirnar eru þegar í Port- land í Oregon. Skutu þær táragasi á mótmælendur á þriðjudagskvöld. Meðal þeirra sem varð fyrir tára- gasinu var Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, sem stóð fyrir utan alríkis- dómshúsið þegar sveitirnar skutu á hann. Samkvæmt AFP-fréttastof- unni er óvíst hvort sveitirnar vissu að hann væri í hópnum. Sagðist hann hafa mætt á mótmælin til að sýna samstöðu gegn veru sveitanna, sem hann líkti við hernám. Hafa mótmæli í borginni einnig beinst að honum og aðgerðum lögreglu áður en alríkissveitirnar komu. Sveitirnar eru ekki á vegum Alrík- islögreglunnar, FBI, heldur eru þetta lögreglumenn úr öðrum borgum og ríkjum sem starfa á vegum heima- varnarráðuneytis Bandaríkjanna, en Trump skipaði sveitunum nýver- ið að gæta að styttum sem hafa verið skemmdar af mótmælendum. Mikil ólga hefur verið í Banda- ríkjunum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis í Minnesota þann 25. maí. Hefur reiði mótmælenda beinst að hörku lögreglu, sérstaklega í garð svartra, og gegn minnisvörðum um þá sem stóðu að þrælahaldi og misrétti. Skotárásum hefur víða fjölgað í borgum, þar á meðal New York- borg, Fíladelfíu í Pennsylvaníu, Los Angeles í Kaliforníu og Milwaukee í Wisconsin. Alríkissveitirnar í Portland hafa verið sakaðar um að handtaka fólk að óþörfu og nota ómerkta bíla til að grípa fólk af götunum. Sveitirnar hafa svarað því þannig að mótmælendurnir hafi verið að reyna að brjótast inn í dómshúsið. Wheeler sagði við New York Times að aðgerðir sveitanna hefðu verið úr öllu samræmi við mótmælin. „Það var ekkert sem kallaði á þetta,“ sagði Wheeler. Hann sagði viðbjóðslegt að fá á sig táragas. „Það er erfitt að anda, erfiðara en ég hélt.“ Aðgerðirnar eru kenndar við LeG- end Taliferro, fjögurra ára dreng sem var skotinn í Kansas-borg í Missouri í júní. Móðir drengsins var viðstödd blaðamannafund Trumps í gær. „Þessi hrina ofbeldis misbýður sam- visku þjóðarinnar,“ sagði Trump. „Síðustu vikur hefur skotið upp koll- inum öfgafull hreyfing sem miðar að því að leysa upp lögregluna.“ Það hafi leitt til þessa of beldis. Stjórnmálaskýrendur telja að aðgerðir Trumps séu liður í kosn- ingabaráttu hans. Hefur Trump dregið upp þá mynd að frjálslyndir demókratar sýni linkind þegar kemur að glæpum og því einblíni hann á borgir undir þeirra stjórn. arib@frettabladid.is Sendir sveitir inn í borgirnar Bandaríkjaforseti hefur sent alríkissveitir inn í nokkrar borgir í óþökk heimamanna. Markmið forset- ans er að kveða niður mótmæli og ofbeldi. Stjórnmálaskýrendur telja þetta lið í kosningabaráttu hans. Alríkissveitir hafa verið sakaðar um að handtaka fólk að óþörfu í Portland og nota við það ómerkta bíla. MYND/AFP ÞÝSKALAND Níutíu og þriggja ára fyrrverandi fangavörður nasista hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga hlut í dauða fimm þúsund fanga, f lestra gyðinga. Bruno Dey var 17 ára þegar hann starfaði í nokkra mánuði í Stutt- hof-útrýmingarbúðunum, sem eru nálægt Gdansk í Póllandi. Dómurinn féll í unglingadómstól Hamborgar í gær þar sem Dey var ekki orðinn sjálfráða þegar glæp- irnir voru framdir. Er talið að þetta verði eitt af síðustu réttarhöldunum yfir fyrrverandi nasista í heiminum, en allir sem taldir eru bera höfuð- ábyrgð á helförinni eru látnir. Dey vísaði því á bug að hafa tekið þátt í manndrápum, hann hafi aðeins staðið vaktina í varðturni. Þá bað hann eftirlifendur afsök- unar. Viðurkenndi hann að hafa haft vitneskju um gasklefana sem notaðir voru í búðunum. Sagnfræðingur sem bar vitni fyrir dómnum benti á að Dey hefði ekki þurft að gegna þessu starfi né að ganga í SS-sveitirnar. Það hafi hann gert sjálfviljugur – ab Fyrrverandi fangavörður í tveggja ára fangelsi Dey við réttarhöldin. MYND/EPA BRETLAND Forsvarsmenn frétta- miðilsins The Day hafa fallist á greiðslu bóta til rithöfundarins JK Rowling, vegna umfjöllunar um meintan skaða transfólks af athugasemdum hennar um kyn. Miðillinn, sem er ætlaður bresk- um skólabörnum og opinberlega studdur af breskum yfirvöldum, átti yfir höfði sér málsókn vegna greinar með yfirskriftinni „Potter- aðdáendur hafna Rowling eftir trans-tíst“. Í greininni er fullyrt að Rowling hafi neitað að vísa til „fólks sem fer á túr“ í staðinn fyrir að nota orðið kona. Þá voru börn beðin að velta því fyrir sér hvort hægt væri að njóta góðra lista eftir fráhrindandi listamenn og voru Pablo Picasso og Richard Wagner teknir sem dæmi. Ábyrgðarmenn blaðsins hafa viðurkennt að í umfjölluninni væri gefið í skyn að tíst rithöfundarins hefðu bæði skaðað og sært trans- fólk og lesendur hvattir til að snið- ganga verk hennar og hvetja hana með því til að bæta framkomu sína. „Markmið okkar var að hvetja til rökræðu um f lókið málefni,“ segir í yfirlýsingu miðilsins og er rit- höfundurinn beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Það var ekki ætlunin að halda því fram að JK Rowling væri for- dómafull eða að sniðganga ætti verk hennar. Við viðurkennum að það var klaufalegt, ærumeiðandi og rangt að bera hana saman við Picasso, sem lofsöng kynferðisof- beldi, og Wagner sem hylltur var af nasistum,“ segir í yfirlýsingunni. – aá Greiða bætur til Rowling Gustað hefur um skapara Harry Potters að undanförnu. MYND/GETTY 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.