Fréttablaðið - 24.07.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 24.07.2020, Síða 12
Meginástæða erfiðs fjárstreymis er aðstöðuleysi síðustu ár og seinagangur við frágang samninga tengdum eigna- skiptum í Kaplakrika. Valdimar Svavars- son, formaður knattspyrnu- deildar FH FÓTBOLTI Fram kom á fundi eftir- litsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga hjá Hafnar- fjarðarbæ, sem haldinn var 20. maí síðastliðinn, að nefndin hefði fengið staðfest frá Viðari Halldórs- syni, formanni aðalstjórnar FH, að fimm milljóna króna millifærsla frá barna- og unglingaráði knatt- spy r nudeildar Fimleikafélags Hafnarfjarðar til reksturs meistara- f lokks karla hjá sömu deild hafi verið hlutdeild í kostnaði en ekki lán. Staðarmiðillinn í Hafnarfirði, fjarðarfrettir.is, greindi fyrst frá. Þar segir enn fremur að í stuttu svari til nefndarinnar hafi Viðar útskýrt að um hafi verið að ræða hlutdeild barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildarinnar í sam- eiginlegum stjórnunarkostnaði við rekstur deildarinnar eins og fram kemur í ársreikningi knattspyrnu- deildar. Sami háttur verði hafður á hér eftir hjá knattspyrnudeild FH. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, ritar í ársskýrslu félagsins um þennan gjörning en barna- og ungling- aráð deildarinnar sagði af sér eftir ágreining og skoðanamun um fram- kvæmd lánveitinga sem fóru annars vegar til aðalstjórnar og hins vegar til knattspyrnudeildarinnar, eins og hann kemst sjálfur að orði. „Það var mjög leiðinlegt að það skyldi koma upp en við höfum átt góð samtöl og samstarf við þá ein- staklinga sem sögðu sig úr störfum fyrir félagið í framhaldinu, sem hafa leitt til þess að verið er að taka tillit til beggja sjónarmiða og f lestar af þeim ábendingum sem komið hafa frá því góða fólki hafa farið inn í starfið og mun vonandi leiða til þess að í það minnsta ein- hverjir þeirra komi aftur til starfa fyrir deildina,“ skrifar formaður- inn. Hann ítrekar að ábyrgðin liggi hjá stjórn samkvæmt lögum félagsins og fjárhagur barna- og unglingastarfsins og knattspyrnu- deildarinnar sé og verði aðgreindur í bókum deildarinnar. Þá segir hann að fjármálin verði tekin föstum tökum. „Meginástæða erfiðs fjárstreymis er aðstöðuleysi síðustu ára, kostn- aður vegna þess og seinagangur við frágang samninga tengdum eigna- skiptum í Kaplakrika,“ skrifar Valdimar. Hann bendir á að FH hafi tekið tapið að komast ekki í Evrópukeppnina á kassann. Viðar bætir við í ársskýrslu félagsins að gróusögur hafi ein- kennt umræðuna um fjármál knatt- spyrnudeildar FH. „Gróa á Leiti hefur verið mikil vinkona þeirra sem vilja láta kalla sig íþróttafrétta- menn (sérfræðinga), ýkjur þeirra verið miklar en rétt er að á bratt- ann hefur verið að sækja í þessari stóru deild.“ Hann segir að hægt hefði verið að laga hluta vandans með skipulagsbreytingum á síð- ustu árum en þær séu nú í vinnslu. Knattspyrnudeild FH tapaði 23,7 milljónum síðasta ár og er þyngsti baggi á taprekstri félagsins í heild. Eiginfjárstaða félagsins sé þó góð, segir Viðar, formaður félagsins. benediktboas@frettabladid.is Tilfærsla peninga var ekki lán heldur hlutdeild í kostnaði Eftirlitsnefnd um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga í Hafnarfirði fékk Viðar Halldórsson, formann FH, til að útskýra þann gjörning að peningar voru færðir frá reikningi barna- og unglingaráðs yfir í rekstur meist- araflokks hjá knattspyrnudeild félagsins. Lög FH segja að rekstur þessara eininga skuli vera aðskilinn. FH tók þátt í Evrópukeppni árið 2018 en liðinu tókst ekki að komast þangað árið 2019. Ákveðið var að tekjutapið yrði tekið á kassann eins og formaður knattspyrnudeildar FH segir í ársskýrslu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN ÓLYMPÍULEIKAR Til stóð að Ólymp- íuleikar myndu hefjast  í Tókíó í dag en þeim var frestað um ár vegna kórónaveirufaraldursins. Mikill kostnaður mun koma til vegna frestunar leikanna en sam- kvæmt rannsókn Háskólans í Kansai í Japan mun sá kostnaður hljóða upp á um það bil 817 millj- arða íslenskra króna. F r a m k e m u r í t i l k y n n - ingu alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) að aðstæður og umgjörð við leikana verði á næsta ári á sama hátt og lagt var upp með í ár. Það er að keppt verði á sömu 43 leikvöngum og upphaf lega var áætlað og dag- skráin eins. Thomas Bach, forseti IOC, segir að mikil vinna sé fram undan við að endurskipuleggja leikana og skipu- leggja viðburði þar sem íþrótta- menn geta tryggt sér farseðil á leikana að ári. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sitt sæti inn á Ólymp- íuleikana í Tókíó en það er sund- maðurinn Anton Sveinn McKee. Fjölmargir íslenskir íþróttamenn munu næstu mánuðina freista þess að slást í hópinn með Antoni Sveini. „Undanfarnir mánuðir hafa verið sérstakir hvað varðar undir- búning fyrir Ólympíuleika. Við að fresta leikunum um eitt ár breytist margt í umhverfi íþróttafólksins og þurfa allir að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það má samt hafa í huga að þótt síðustu vikur og mánuðir hafi verið erfið fyrir íþróttaiðkun þá felast einnig tækifæri í þeim áskorunum. Ég er viss um að við komum öll sterkari út úr þessu ástandi og afreksíþróttafólkið mun sýna hvað í því býr og fleiri aðilar munu vinna sér þátttökurétt á leikana. Það verður þannig spennandi að sjá hvernig íslenskt afreksíþrótta- fólk mun standa sig í samanburði við erlenda keppinauta á næstu misserum, en ég er viss um að það mun ná góðum árangri, enda er það einkenni Íslendinga að koma sterkir til leiks þrátt fyrir erfiðleika. Hvað varðar undirbúning ÍSÍ fyrir þessa leika þá er hann á áætlun og hefur ekki orðið fyrir miklum breytingum þótt að leik- unum hafi verið seinkað um eitt ár,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, sem verður aðalfararstjóri á Ólympíu- leikunum í Tókíó. – hó Gríðarlegur kostnaður við að fresta leikunum  Anton Sveinn er, eins og sakir standa, eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókíó á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI  Knattspyrnumaðurinn Jason Daði Svanþórsson mun ganga til liðs við Breiðablik eftir lok núver- andi tímabils þegar samningi hans við Aftureldingu lýkur í haust. Þetta kom fram í frétt á heimasíðu Breiða- bliks. Jason Daði, sem leikur sem fram- herji, er fæddur árið 1999 og verður því 21 árs gamall á þessu ári. Hann er uppalinn í Aftureldingu og hefur leikið allan sinn meistara- f lokksferil þar. Jason Daði hefur leikið 59 deildaleiki með Aftur- eldingu og skorað 21 mark. Hann á að auki að baki 32 leiki í öðrum keppnum. Á yfirstandandi leiktíð hefur Jason Daði skorað fjögur mörk í sjö leikjum fyrir Aftureldingu sem situr í sjöunda sæti næstefstu deildar með 10 stig. – hó Blikar semja við sóknarmann FÓTBOLTI Jón Guðni Fjóluson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið frá rússneska úrvalsdeildar- liðinu Krasnodar. Þetta kom fram í yfirlýsingu rússneska félagsins. Jón Guðni hefur leikið með Krasn odar síðan árið 2018. Hann kom til liðsins frá sænska liðinu Norrköping. Áður hafði þessi öflugi varnarmaður leikið með belgíska liðinu Beerschot og sænska liðinu Sundsvall á atvinnumannaferl- inum. Þessi 31 árs gamli leikmaður átti eitt ár eftir af samningi sínum við Krasnodar en ákveðið var að halda ekki áfram samstarfi aðilanna. Krasnodar hafði í sínum röðum 12 erlenda leikmenn en má einungis hafa átta útlendinga í sínum röðum.  Mag nús Ag nar Mag nússon, umboðsmaður Jóns Guðna, sagði í samtali við Fotbollskanalen  að ekki lægi  annað fyrir  hvað fram- haldið varðar hjá Jóni Guðna en að hann kæmi til Íslands í sumarfrí. Það kæmi í ljós f ljótlega hvað fram- tíðin bæri í skauti sér. – hó Jón Guðni mun færa sig um set Jón Guðni Fjóluson mun leika með nýju liði á næsta keppnistímabili. KÖRFUBOLTI Ein birtingarmynd vinsælda heimildarmyndarinnar „The Last Dance“, sem fjallar um feril Michael Jordan, er gríðarlegur áhugi á uppboði á strigaskóm sem körfuboltagoðsögnin notaði í upp- hafi ferils síns. Það er uppboðshaldarinn Christ- ie's sem sér um uppboðið á striga- skónum, sem eru af gerðinni Nike Air og Jordan notaði árið 1984. Talið er að skórnir muni seljast á um það bil 70 milljónir króna. Þetta er verðmætasti hluturinn á  uppboðinu en fyrr á þessu ári seldust Nike Air Jordan-skór, sem Jordan notaði árið 1985, á um það bil 76 milljónir íslenskar krónur. – hó Nike Air-skór 70 milljóna virði  2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.