Fréttablaðið - 24.07.2020, Qupperneq 15
Framhald á síðu 2 ➛
F Ö S T U DAG U R 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0
Augun okkar
Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir hefur langa reynslu á sviði laser-augnlækninga. Hann hefur breytt lífi meira en 15 þúsund Íslendinga og losað þá við hjálpartæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stöðug þróun í lasertækni
Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir hjá Augljósi Laser augnlækningum, hefur gert laser
aðgerðir á meira en 15 þúsund Íslendingum. Fólk er gríðarlega ánægt að losna við gleraugun.
Jóhannes Kári er fróðleiksbrunnur þegar kemur að sjónlagsaðgerðum. Hann
var fyrst spurður hvenær þær
hófust á Íslandi. „Þegar rússn
eski augnlæknirinn Fyodorov
hóf að framkvæma nærsýn
isaðgerðir með hefðbundnum
skurðáhöldum um miðjan áttunda
áratug síðustu aldar, varð áhugi og
aðsókn að aðgerðunum fljótt svo
mikill að hann fór að framkvæma
aðgerðirnar á raunverulegum
færiböndum. Þessar aðgerðir
voru aldrei framkvæmdar hér en
nokkrir Íslendingar fóru í þessa
aðgerð hjá honum og einstaka aðili
til annarra aðila sem framkvæmdu
slíkar aðgerðir, til dæmis í Banda
ríkjunum,“ útskýrir Jóhannes Kári
og svarar hér ýmsum spurningum
sem gjarnan vakna hjá fólki sem
hefur áhuga á að losna við gler
augun.
„Árið 1990 urðu straumhvörf
þegar lasertæknin hóf innreið
sína með nýrri tækni, sem kölluð
var PRK (photorefractive keratec
tomy). Nokkrum árum síðar kom
LASIKaðgerðartæknin fram á
sjónarsviðið og þá má segja að
allur heimurinn hafi verið undir
lagður á nokkrum árum þar til
LASIKaðgerðin varð algengasta
aðgerðin á mannslíkamanum í
kringum aldamótin síðustu, og tók
þar við af augasteinsaðgerðinni.
Um líkt leyti var fyrsta LASIK
aðgerðin framkvæmd hér á landi,
af félögunum Eiríki Þorgeirssyni
og Þórði Sverrissyni í Lasersjón.
Strax skapaðist mikill áhugi fyrir
aðgerðunum, enda hátt hlutfall
landsmanna með hjálpartæki á
borð við gleraugu og snertilinsur
og margir sem höfðu beðið eftir
þessari tækni í langan tíma þegar
farið var loks að bjóða upp á hana.
Ég kom síðan ári síðar til landsins
úr augnlæknasérnámi þar sem ég
hafði meðal annars þessar nýju
aðgerðir sem undirsérgrein,“ segir
hann.
Var fólk strax óhrætt við
að prófa þessa nýjung?
„Hræðsla við augnaðgerðir er afar
eðlileg þar sem augun eru það dýr
mætasta sem við eigum. Mörgum
finnst þó snertilinsur og gleraugu
það hamlandi í daglegu lífi að fólk
er tilbúið að taka þá áhættu að fara
í aðgerð. Sem betur fer er áhættan
lítil og fer minnkandi. Ég fór sjálfur
í aðgerðirnar árið 2003 með mína
miklu nærsýni og tók þar vissa
áhættu. Ég vissi þó sem var að það
er áhætta við allt sem við gerum,
bíltúrinn út í búð og hjólatúrinn
upp í Heiðmörk. Áhættan við
linsunotkun er til dæmis mun
meiri en áhættan við að fara í
laseraðgerð.“
Hvers vegna velur fólk að
fara í sjónlagsaðgerð?
„Þetta er frábær spurning og
ástæðurnar eru mýmargar. Við
erum með stórt skilti á stofunni
okkar þar sem fólk greinir frá
ótrúlega margvíslegum ástæðum,
mörgum mjög persónulegum. Ég
Stór þáttur er
vitanlega upplifun
fólks eftir aðgerðirnar og
leggjum við mikið upp
úr því að það sé ánægt
með árangurinn. Það er
ávallt gaman þegar fólk
lýsir ánægju sinni og
mjög algengt að fólk segi
okkur að þetta sé besta
ákvörðun sem það hafi
tekið á ævi sinni.
KYNNINGARBLAÐ