Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
hef sjálfur talað fólk ofan af því að
fara í aðgerð ef mér finnst viðkom-
andi ekki hafa nægilega mikinn
áhuga, er til dæmis að fara vegna
þrýstings frá öðru fólki. Sumir
einstaklingar nánast verða að fara
í aðgerðirnar, til dæmis pípulagn-
ingamenn, smiðir, sjómenn og
fleiri, þar sem það er bókstaflega
hættulegt að vera með gleraugu
eða snertilinsur. Aðrir eru á kafi
í íþróttum og eiga erfitt með að
nota gleraugu við þær. Margir
koma einmitt í kjölfar linsuóþols,
fyrirbæris sem gerist yfirleitt fyrr
eða síðar hjá þeim sem nota linsur.
Enn aðrir eru haldnir vissri fóbíu
fyrir að vera með gleraugu, til
dæmis keyra um með 10–20% sjón
vegna þess að gleraugu trufla þá
á hátt sem þeir eiga erfitt með að
skýra út.“
Hvern telur þú vera helsta
kost sjónlagsaðgerða?
„Þetta er líka frábær spurning, því
ég sjálfur til dæmis uppgötvaði
ekki hver hann var fyrr en ég hafði
sjálfur farið í aðgerðirnar. Áður
en það gerðist sá ég fyrir mér hin
augljósu þægindi að losna við gler-
augun, snertilinsurnar, vesenið og
fyrirhöfnina í kringum það allt.
Þegar ég hafði svo sjálfur upplifað
þetta sá ég hlutina í öðru ljósi. Það
var allt í einu ekkert á milli mín og
umheimsins og ég var bara góður
eins og ég var. Ég hafði losnað við
fötlun sem olli því að ég þurfti
hjálpartæki til að geta sinnt dag-
legum verkum. Það var mjög öflug
tilfinning.“
Hverjir sækja helst
í aðgerðirnar?
„Það er engin sérstök manngerð
sem sækir í aðgerðirnar. Meðal-
aldur hefur aðeins farið lækkandi,
er kominn úr 40 ár í 35 ár, en fólk
frá 18–60 ára hefur notfært sér
þennan möguleika. Konur eru
enn sem komið er um 60% þeirra.
Alþjóðlegt aldurstakmark er 18
ár, en fremur fáir fara svo ungir
í laseraðgerðir. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að á þessum tíma er
sjónlagið oft ekki orðið nægilega
stöðugt til að leyfa aðgerð, sérstak-
lega hjá nærsýnum.“
Er hægt að fara í sjónlagsað-
gerð þegar sjónin breytist
eftir miðjan aldur?
„Við miðjan aldur kemur upp
svokölluð aldursbundin fjarsýni
vegna hörðnunar á augasteininum.
Við hættum að geta lesið án gler-
augna og því fást lesgleraugu mjög
víða, jafnvel á bensínstöðvum og
apótekum. Við getum oft beitt
svokallaðri Presbymax lasertækni
í þessum tilvikum, þar sem við
útbúum lespunkt á annað augað
– það auga verður því „lesauga“ á
meðan hitt augað sér um fjar-
lægðarsjón. Þetta gengur oft mjög
vel og margir geta losnað bæði við
gleraugu til að sjá frá sér og þurfa
heldur engin lesgleraugu.“
Ræðir fólk um upplifun
sína eftir aðgerð við þig?
„Við fylgjum fólki eftir aðgerðirnar
í að minnsta kosti 6 mánuði. Að
þeim tíma liðnum mælum við sjón
og metum árangurinn. Stór þáttur
er vitanlega upplifun fólks eftir
aðgerðirnar og leggjum við mikið
upp úr því að það sé ánægt með
árangurinn. Það er ávallt gaman
þegar fólk lýsir ánægju sinni og
mjög algengt að fólk segi okkur
að þetta sé besta ákvörðun sem
það hafi tekið á ævi sinni. Komi
eitthvað upp á gerum við okkar
besta til að lagfæra það og í um 5%
tilvika gerum við viðbótaraðgerð.
Við sleppum ekki af fólki hendinni
fyrr en það er orðið fullkomlega
ánægt.“
Hafa einhverjar nýjungar á
þessu sviði komið fram á
undanförnum árum?
Jóhannes Kári Kristinsson svarar hér margvíslegum spurningum sem vakna hjá þeim sem eru að hugleiða laseraðgerð á augum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Framhald af forsíðu ➛
„Það eru stöðugt nýjungar að
koma fram á þessu sviði sem öðru
í augnlæknisfræði. Grundvallarat-
riði aðgerðarinnar hafa haldist þau
sömu frá aldamótum en aðallega
eru það öryggi aðgerðarinnar og
nákvæmni sem hafa aukist síðan
þá. Ein magnaðasta framförin felst
í því að laserinn fylgir nú auganu
með svokölluðum fylgigeisla.
Sá staðsetur augað um þúsund
sinnum á sekúndu (1000 Hz) og
fylgir því algjörlega eftir. Því er
ekki mögulegt fyrir geislann að
fara á rangan hluta augans vegna
skyndilegra augnhreyfinga á
meðan aðgerð stendur.“
Er aðgerðin snertilaus?
„LASIK-aðgerðin er ekki snertilaus,
þar sem útbúa þarf flipa með sér-
stöku tæki áður en lasergeislanum
er beitt. Við í Augljósi vorum hins
vegar fyrst til að bjóða upp á PRK
sem var algjörlega snertilaus með
svokallaðri transPRK tækni. Í þeirri
aðgerð tekur laser yfirborðsþekju
hornhimnu af og mótar síðan
hornhimnuna – allt án aðkomu
hefðbundinna skurðáhalda.“
Hvernig fer forskoðun
fyrir aðgerð fram?
„Mestu máli skiptir að sá sérfræð-
ingur sem framkvæmir aðgerðina
skoði sjúkling nákvæmlega fyrir
aðgerð og fylgi sjúklingi eftir í
gegnum öll stig hennar. Við mælum
auðvitað sjón, bæði fyrir og eftir
sjáaldursútvíkkun, skoðum augu
nákvæmlega, mælum augnþrýsting,
þykkt á hornhimnu og útbúum eins
konar landakort af hornhimnunni.
Augnbotnaskoðun er framkvæmd
að því loknu og síðan eru mögu-
leikar á aðgerð ræddir. Það er afar
mikilvægt að taka góðan tíma í
þessar umræður og svara spurn-
ingum sem kunna að koma upp.“
Hvað tekur langan tíma
að jafna sig eftir aðgerð?
„Eftir LASIK-aðgerð er yfirleitt
hægt að lesa textann á sjónvarpi
kvöldið sem aðgerðin er fram-
kvæmd. Daginn eftir skoðum við
augun vel en hvetjum fólk til að
taka því rólega. Daginn þar á eftir
getur fólk farið að hlaupa, hjóla, í
ræktina og jafnvel í vinnu. Passa
þarf hins vegar upp á að nudda
ekki augun í eina viku eftir aðgerð,
ekki fara í kontaktíþróttir, eins og
boltaíþróttir, í eina viku, ekki setja
maskara á augnhár í eina viku,
ekki fara í sund í tvær vikur.“
Eru aukaverkanir?
„Augnþurrkur er algengasta auka-
verkunin og raunar svo algeng að
við hvetjum fólk til að nota gervi-
tár eftir aðgerð og gervitárahlaup.
Jafnframt er ekki óalgengt að við
setjum silicon-tappa í táragangaop
að lokinni aðgerð til að auka
táramagnið í augunum. Tárafram-
leiðsla eykst jafnt og þétt fyrstu
vikurnar og mánuði eftir aðgerð
en það fer nokkuð eftir hverjum
og einum. Margir fara einmitt í
aðgerð vegna þess að linsuóþol
er farið að gera vart við sig og það
kann að vera vegna augnþurrks.“
Eru strangar öryggiskröfur
um aðbúnað á stofunni
þar sem aðgerðin er fram-
kvæmd?
„Já, það eru gríðarlegar öryggis-
kröfur gerðar við þessar aðgerðir,
einkum vegna þess að um flókinn
laserbúnað er að ræða, sem þarf að
stilla mjög nákvæmlega. Lasertæk-
ið er stillt nokkrum sinnum á dag
á aðgerðardegi og auk þess kemur
sérfræðingur frá Schwind-fyrir-
tækinu í Þýskalandi einu sinni til
tvisvar á ári til að stilla og fara yfir
tækið, bæta við það, endurnýja og
aðlaga að nýjustu tækni.“
Fá allir 100% sjón
eftir laseraðgerð?
„Við höfum sífellt verið að bæta
árangur á undanförnum árum, en
þegar rannsókn var gerð á útkomu
laseraðgerða í Augljósi fyrir nokkr-
um árum fengu yfir 98% augna
sem meðhöndluð voru 1.0 (6/6)
eða betri. Við leggjum þó mesta
áherslu á að fólk sé ánægt með
sjónina, það aðlagist til dæmis vel
því að hafa skipta sjón (lessjón á
öðru auga, fjarlægðarsjón á hinu),
upplifi ekki augnþurrk eða önnur
einkenni, sjái nægilega vel í rökkri
og fleira slíkt. Það er ekki nóg að
tölurnar séu góðar, fólkið þarf að
vera ánægt með árangurinn.“
Hver er munurinn á laserað-
gerð og augasteinaskiptum?
„Linsukerfið í auganu okkar er
byggt á tveimur linsum sem brjóta
ljós, sú fremri kallast hornhimna,
sú aftari er augasteinninn okkar.
Af þessum tveimur er hornhimnan
sterkari ljósbrjótur. Í laseraðgerð er
lögun hornhimnunnar breytt til að
færa brennipunktinn inn í auganu
á þann stað sem hann þarf að fara
á til að viðkomandi sjái myndina
skýrt. Eins og nafnið bendir til þá
er skipt um augastein í augasteins-
aðgerð. Við viljum varðveita góðan
augastein þar til hann er hættur
að gagnast einstaklingnum og því
eru yfirleitt ekki framkvæmdar
augasteinsaðgerðir fyrr en eftir
sextugt. Það er nú svo merkilegt að
nú er farið að framkvæma hluta af
augasteinsaðgerðum með svo-
kölluðum femtósekúndulaser, sem
er nákvæmur laser er sker sundur
augasteininn. Því er lasertæknin
farin að færa sig inn í augasteininn,
ef svo má að orði komast, og eru
mörkin þarna á milli því óðum að
verða óskýrari með tímanum.“
Telur þú að þessar aðgerðir
muni breytast á næstu
árum?
„Án efa. Tækniframfarir halda
áfram í þessu og því nauðsyn-
legt að fylgjast vel með. Ég tel að
íslenskir augnlæknar hafi almennt
staðið vel að laseraðgerðum hér á
landi. Það er þó alveg ljóst að til að
geta boðið upp á bestu mögulegu
aðgerðir hér á landi er ekki nóg að
bjóða upp á bestu tækni sem völ
er á. Við þurfum að hlusta á fólkið,
vita hvað það vill og vera ekki
ánægð fyrr en það er ánægt. Það
getur tekið sinn tíma en við látum
einskis ófreistað við að uppfylla
drauma okkar fólks um að losna
við hjálpartækin eins vel og lengi
og hægt er,“ segir Jóhannes Kári.
Nánari upplýsingar hjá Augljós,
Álfheimum 74, sími 414 7000.
Einnig er hægt að kynna sér að-
gerðir inn á augljos.is
2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RAUGUN OKKAR