Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 18
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
ÚTSALA
Kringlunni og Spönginni
Labradorhundurinn Lubbi kom frá Svíþjóð árið 2018 með tveimur bræðrum sínum
eftir að hafa útskrifast úr þjálfun
fyrir leiðsöguhunda. Elín Ýr hafði
þá sótt um leiðsöguhund og segist
hafa verið heppin að Lubbi þótti
eiga vel við hana og öfugt.
„Eftir að ég fékk Lubba tók
við þjálfun og fyrsta árið okkar
vorum við að læra hvort á annað,“
segir Elín.
„Það munar miklu meiru fyrir
mig að hafa leiðsöguhund en ég
áttaði mig á. Áður en ég ákvað að
fá mér leiðsöguhund þá tók ég
prufu með leiðsöguhundi sem var
hér og ég fann strax mun. En þegar
ég fékk Lubba í aðlögun þá var ég
að fara leið sem ég hafði áður farið
ein, það var rosalega mikill snjór
og ég er fullkomlega snjóblind.
Þegar ég fór með Lubba þessa leið
var ég tvöfalt f ljótari en áður svo
það munaði miklu að hafa hann.
Ég er miklu öruggari með honum,
svo er bara næs að vera alltaf með
ferðafélaga.“
Elín segir að Lubbi sé yndislegur
karakter.
„Ég veit að allir hundaeigendur
segja það en mér finnst hann bara
fullkominn, líka þegar hann er
þrjóskur og vitlaus,“ segir Elín
hlæjandi.
Hún vill þó minna á það að leið-
söguhundar eru vinnuhundar og
þótt þeir séu sætir og æðislegir þá
verði fólk að láta þá í friði þegar
þeir eru í vinnunni.
„Það er margt fólk sem vill
gjarnan heilsa upp á þessa knús-
bolta og þegar þeir eru í fríi þá
knúsa þeir fólk endalaust. En
fólk þarf að standast freistinguna
þegar þeir eru í vinnunni. Börnin
eru best í þessu. Þau spyrja fyrst
og segja jafnvel við foreldra sína
að það megi ekki trufla hundinn
því hann sé í vinnunni.“
Þrátt fyrir að njóta aðstoðar
Lubba segist Elín yfirleitt alltaf
vera með hvíta stafinn, sem hún
notar sem bendingartæki fyrir
hann. Hún segir Lubba þjálfaðan
til að vera um það bil tvo metra
á breidd og hæð og hann lætur
hana vita ef eitthvað er í nærum-
hverfinu sem gæti hindrað hana á
ferðum sínum.
„Hann lætur vita af trjágreinum
sem standa út á gangstétt, ef að bíll
hefur lagt á stéttinni eða ef það
eru vegaframkvæmdir eða eitt-
hvað slíkt. Þá bið ég hann að finna
leið framhjá þeim. Hann er alveg
magnaður í að komast fram hjá
hindrunum og halda svo áfram
sínu striki. Hann gefur merki með
því að stoppa eða hægja á sér. Ég er
búin að vera með hann í næstum
tvö ár, svo núna þegar ég held í
beislið hans þá er ég farin að nema
ef það er eitthvað. Undanfarið
erum við farin að finna okkar
eigin leiðir til samskipta. Ef það er
hindrun sem hann þarf að fara í
kringum, þá byrjar hann að labba
til hliðar. Ef það er hindrun þar
sem ég þarf að láta hann vita hvað
ég ætla að gera, þá stoppar hann,“
útskýrir Elín.
Elín segir Lubba ótrúlega minn-
ugan og leggi á minnið alla staði
sem hún hefur farið á. Ef hún segir
honum að nú ætli þau í búðina þá
veit hann hvaða leið á að fara.
„En hann kemur líka upp um
mig því hann stoppar alltaf við
alla staði sem við höfum kannski
bara komið á einu sinni. Þannig
að allar búðir í Kringlunni eða á
Laugavegi sem ég hef einu sinni
farið í, þar stoppar hann til að
tékka hvort ég vilji fara inn. Það er
þess vegna hægt að rekja versl-
unarferðir mínar,“ segir Elín og
hlær.
Áður en Elín fékk Lubba fannst
henni óþægilegt að ganga úti í
myrkri þar sem hún hefur verið
náttblind lengi. En hún er með rör-
sjón og getur séð afmarkað svæði
fyrir framan sig.
„En núna get ég í raun lokað aug-
unum þegar ég fer út. Það er þetta
traust á milli okkar. Í staðinn fyrir
að fikra mig áfram á dimmum
stöðum eða þar sem eru tröppur
þá ég er miklu öruggari en áður. Ég
er bara miklu öruggari alls staðar.“
Miklu öruggari alls staðar
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir er lögblind og hefur notið aðstoðar leiðsöguhundsins Lubba í tæp tvö ár.
Hún segir það hafa komið á óvart hve miklu það breytti fyrir hana þegar Lubbi kom inn í líf hennar.
Elín Ýr og hundur-
inn Lubbi hafa
myndað sérstakt
samband.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hann kemur líka
upp um mig því
hann stoppar alltaf við
alla staði sem við höfum
kannski bara komið á
einu sinni.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RAUGUN OKKAR