Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 2

Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 2
Veður Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil væta N- og A-lands, en bjart með köflum S- og V-til. Hiti 10 til 15 stig, en 4 til 10 stig um landið N-vert. SJÁ SÍÐU 32 Sól og sen VIÐSKIPTI Fyrir tveimur vikum hófst sala á kaffidrykkjum frá bandaríska fyrirtækinu Smári Org- anics. Drykkirnir hafa verið í þróun í tvö ár og var þeim gefið heitið Smári Kaffi. Þeir koma í þremur bragðtegundum til að byrja með. Á bak við fyrirtækið er Hafnfirð- ingurinn Smári Ásmundsson, sem hefur verið búsettur ytra í þrjá ára- tugi. Hann er lærður ljósmyndari og átti farsælan feril sem slíkur í bandaríska auglýsingabransanum. Þrátt fyrir velgengni ákvað hann að breyta til og fylgja hjartanu. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtækið Smári Organics með það að mark- miði að hella sér út í matvælafram- leiðslu. „Ég byrjaði að þróa lífrænt skyr hérna úti enda saknaði ég þess að heiman. Ég kom því í verslanir og viðtökurnar voru afar góðar. Skyrið var tekið í sölu í mörg þús- und verslunum í Bandaríkjunum,“ segir Smári. Þá hafi varan, Smári Skyr, hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir bragðgæði og hollustu. En samkeppnin er hörð ytra og lítið má út af bregða þegar verið er að stækka framleiðsluna hratt með tilheyrandi kostnaði. „Við ákváðum árið 2018 að hætta fram- leiðslu á skyrinu því það svaraði ekki kostnaði. Það var þungbært en að sama skapi þá var of boðslega mikill lærdómur sem við drógum af þessu ferli sem mun nýtast vel,“ segir Smári. Það þýðir nefnilega ekki að gráta yfir sulluðu skyri. Það kann að hljóma einkennilega að fara úr skyri yfir í kaffi en í tilfelli Smára þá er það rökrétt. „Ég f lýtti oft fyrir mér á morgnana með því að hella kaffinu út í skyrið,“ segir Smári og skellihlær þegar að blaðamaður hváir. Með þá hugmynd að leiðarljósi hafi þróunarvinnan hafist. „Við ætluðum fyrst að búa til skyrkaffi- drykk en vorum ekki ánægð með útkomuna. Við breyttum því aðeins uppskriftinni og eftir stendur mjög prótínríkur og bragðgóður kaffi- drykkur, sem að við teljum að sé einn hollasti orkudrykkur sem fyrirfinnst,“ segir Smári. Aðstæður í Bandaríkjunum til þess að koma nýjum vörum á mark- að eru afar einkennilegar vegna COVID-19 faraldursins. Smári ákvað því, ásamt hinum tveimur starfsmönnunum sem starfa með honum hjá fyrirtækinu, að hefja sölu drykkjanna á Amazon. „Það er nýlega tilkomið að hægt sé að senda kælivöru um gjörvöll Bandaríkin án mikils tilkostnaðar. Fólk er að versla mikið á netinu í dag út af faraldrinum og því var þetta rökrétt leið, sem fer líka vel af stað. Þegar daglegt líf kemst aftur í fastar skorður munum við koma Smári Coffee í verslanir.“ bjornth@frettabladid.is Blandaði kaffinu við skyrið á morgnana Hafnfirðingurinn Smári Ásmundsson hefur hafið sölu á prótínríkum kaffi- drykkjum um gjörvöll Bandaríkin í gegnum Amazon. Hugmyndin varð til því Smári flýtti fyrir sér á morgnana með því að hella kaffinu út í skyrið sitt. Smári Ásmundsson, stofnandi Smári Organics. MYND/AÐSEND OPIÐ 10.00-22.00 alla daga Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn www.lyfsalinn.is BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG STJÓRNMÁL „Ég legg þessa dagsetn- ingu til þannig að við ljúkum kjör- tímabilinu hart nær, en tökum tillit til þess að veður og færð spilli ekki kosningaþátttöku,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún hefur ákveðið að kosið verði til Alþingis 25. september á næsta ári. „Ef við lítum til nágrannaríkj- anna, þá sjáum við ekki þessar koll- steypur í fjárlögum milli ára. Með breyttu fyrirkomulagi undirbún- ings fjárlaga fetum við okkur í átt að meiri langtímasýn,“ segir Katrín aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar fyrir fjárlagavinnuna. – aá Kosið til þings næsta haust Katrín hefur ákveðið kjördag. L Ö G R E G L A Hú s br u n i n n v ið Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní er rannsakaður sem manndráp af ásetningi. Þetta kemur fram í gæslu- varðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Maðurinn var handtekinn sama dag og bruninn átti sér stað. Þann 3. júlí var maðurinn úrskurðaður í vikulangt gæsluvarð- hald, en það var síðan framlengt. „Ekki hafi verið rætt við kærða sjálf- an vegna andlegra veikinda hans að undanförnu,“ segir í úrskurðinum sem er dagsettur 15. júlí. Sakborningurinn er sagður liggja undir sterkum grun um að hafa brotið gegn 211. grein almennra hegningarlaga, sem snúa að mann- drápi af ásetningi. Einnig er maður- inn grunaður um brot gegn vald- stjórninni, að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almanna- hættu og hafa stofnað lífi annarra í hættu. Í úrskurðinum kemur fram að brotin sem um ræðir geti varðað allt að ævilöngu fangelsi. „Óforsvaran- legt þyki að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot,“ segir í úrskurðinum. Alls létust þrír í brunanum við Bræðraborgarstíg. Tvær mann- eskjur fundust látnar í húsinu og ein kona lést af fallinu við að stökkva út um glugga á þriðju hæð. Fjórir ein- staklingar voru fluttir á spítala, þar af tveir alvarlega slasaðir. – thg Rannsaka bruna sem manndráp af ásetningi Borgarbúar nutu sín í góða veðrinu í gær. Meðan börnin sulluðu í sjávarmálinu á ylströndinni í Nauthólsvík, stunduðu aðrir innri íhugun og hug- leiðslu. Bjart verður að mestu framan af degi á höfuðborgarsvæðinu í dag, en gera má ráð fyrir rigningu með köf lum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ekki hafi verið rætt við kærða sjálfan vegna and- legra veikinda hans að undanförnu,” segir í úr- skurðinum sem er dagsettur 15. júlí. 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.