Fréttablaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 6
Veltan er í raun á pari við það sem hún var í fyrra. Það eru engar rauðar tölur. Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jóm- frúarinnar Frestað hefur verið að setja nýjustu kvikmyndir Walt Disney: Star Wars, Avatar og Mulan í sýningu. Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu Grafarvogi Reykjavík Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.  522 5700 Pantið skoðun í síma 771 5500 og eða sendið beiðni um gögn og upplýsinar á netföngin sveinn@eir.is / tinna@eir.is Tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík. • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í nágrenninu. VIÐSKIPTI Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar, hefur keypt helmingshlut Birgis Þórs Bieltvedt í veitingastaðnum. Jakob Einar átti helmingshlut á móti Birgi og er því orðinn eini eigandi Jóm- frúarinnar. „Það er búið að samþykkja kaup- tilboð og búið að ryðja fyrirvara um fjármögnun úr vegi. Þannig að þetta er allt klárt,“ segir Jakob Einar í sam- tali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann að kaupverðið sé trúnaðarmál. Jakob Einar og Birgir keyptu Jóm- frúna sumarið 2015 af stofnendun- um Jakobi Jakobssyni og Guðmundi Guðjónssyni sem stofnuðu veitinga- staðinn. Jakob Einar, sem er sonur Jakobs eldri, var þá með minnihluta á móti Birgi. „Síðan þá hef ég verið að stækka við hlutinn og það er rúmt ár síðan að ég var kominn upp í 50 prósent. Mér fannst kaupin vera eðlilegt framhald,“ segir Jakob Einar. Við- skiptin hafi verið gerð að hans frum- kvæði, en ákvörðunin hafi þó átt sér nokkurn aðdraganda. „Mér varð ljóst í COVID-ástand- inu hversu sterkar stoðir Jómfrúin hefur á markaðinum. Viðskiptavinir höfðu það á orði að þeir vildu versla og styðja við okkur. Það var þá sem ég ákvað að hefja þessar viðræður,“ segir Jakob Einar. Jómfrúin, sem er staðsett við Lækjargötu 4 og hefur starfað óslitið í rétt tæp 25 ár, býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinav- íska aðalrétti. Jakob Einar hefur veitt staðnum forstöðu frá árinu 2015 og verið viðloðandi reksturinn með hléum frá árinu 2003. „Þetta verður áfram sama Jóm- frúin. Hins vegar höfum við náð að byggja upp reksturinn á síðustu árum. Á þeim tíma sem við Biggi höfum átt staðinn saman hefur veltan aukist um 100 prósent og afkoman batnað,“ segir Jakob Einar og tekur fram að samstarf hans og Birgis hafi verið gott. Viðskiptin hafi verið gerð í sátt og samlyndi. Spurður um veitingareksturinn segir Jakob Einar að velta Jóm- frúarinnar hafi tekið við sér eftir að fjöldatakmarkanir voru rýmkaðar í byrjun maí. „Síðan þá hefur rekst- urinn gengið mjög vel og veltan er í raun á pari við það sem hún var í fyrra. Það eru engar rauðar tölur,“ segir Jakob Einar, en bætir við að árið 2020 sé ekki uppbyggingarár, heldur ár þar sem vörn er besta sóknin. „Ég hlakka til að leiða Jómfrúna áfram með Óla bróður mínum þegar aðstæður og ytra umhverfi fer að skýrast betur á nýju ári. Við höfum unnið saman í þessu í fimm ár með frábæru samverkafólki.“ thorsteinn@frettabladid.is Jakob kaupir Birgi út úr Jómfrúnni Jakob Einar Jakobsson, sem átti helmingshlut í Jómfrúnni, hefur keypt hinn helminginn af Birgi Þór Bieltvedt. Keyptu staðinn fyrir fimm árum og hafa tvöfaldað tekjurnar. Frúin hefur sterka stöðu á markaðinum. Veltan komin í sama horf og hún var í fyrra. Jómfrúin hefur starfað óslitið í rétt tæp 25 ár og þjónað fjölda fastakúnna og öðrum gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. ÖLFUS Hænsnabóndi í Þorlákshöfn fær að halda sex hænum í garð- inum sínum, en hann vildi hafa þær tíu. Skipulags- og umhverfis- nefnd Ölfuss benti hænsnabónd- anum á síðasta fundi sínum á, að lausaganga hænsna sé með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hann sé að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og beri að koma í veg fyrir að hænsna- haldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar, eins og segir í fundargerð nefndarinnar. Þá ber hænsnabóndanum að sjá til þess að hænsnahaldið laði ekki að meindýr. Íbúinn sótti um að halda tíu hænur í garði sínum við Egilsbraut 12. Áður hefur verið veitt leyfi fyrir tíu fermetra smáhýsi í garðinum sem hænurnar dveljast nú í. Sam- kvæmt upplýsingum eiganda til nefndarinnar er lóðin afgirt, en einföld leit á ja.is og google sýnir annað. „Borist hafa kvartanir vegna hænanna og umhverfisstjóri hefur margsinnis haft afskipti af þessu öllu saman, meðal annars vegna hana sem þau voru með,“ segir í fundargerðinni. – bb Fær sex hænur í stað tíu Hænsnabóndinn er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að þær valdi ónæði í umhverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BÍÓ Kvikmyndafyrirtækið Walt Dis- ney hefur ákveðið að fresta því að setja þrjár stórmyndir í sýningu, vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta  er mikill skellur fyrir kvik- myndabransann sem berst í bökk- um sökum áhrifa sem faraldurinn hefur haft.   Um er að ræða nýjustu myndirnar í röðinni í kvikmyndaröðununum Star Wars, Avatar og Mulan. Avatar hefur verið sett á dagskrá í desemb- er árið 2022 og áætlað er núna að næsta  Star Wars-mynd  fari í sýn- ingu fyrir jólin árið 2023.     Mulan-myndin hefur verið sett á ís ótímabundið, en til stóð að sýna hana í kvikmyndahúsum í ágúst næstkomandi. Sú staðreynd að smit- um fjölgar enn í Bandaríkjunum, varð til þess að ekki þótti skynsam- legt að setja nýja mynd í bíó. „Það er mikil óvissa með fram- haldið í kvikmyndaheiminum en við erum að freista þess að setja fram einhverja áætlun fyrir næstu misseri í bransanum," segir tals- maður Disney um stöðu mála. – hó Disney frestar sýningum 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.