Fréttablaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 22
Kona sem ég þekki samdi tónlist fyrir bíómynd. Í myndinni var danssena á brú, en tónlist konunnar átti að vera leikin þar undir. Þegar hún sá myndina skömmu fyrir frumsýningu, upp- götvaði hún að búið var að klippa tónlistina án hennar leyfis; hún hafði verið stytt um helming. Í ljós kom að brúin, sem var sérstaklega smíðuð fyrir myndina, hafði ekki verið eins löng og upphaf lega var planað. Það vantaði víst timbur, sem kom niður á tónlistinni, án þess að tónskáldið væri haft með í ráðum. Þetta er nokkuð lýsandi fyrir stöðu kvikmyndatónskálda. Tónlist í bíómyndum þarf að vera löguð að kvikmyndinni, ekki öfugt. Og tón- listin er talin góð, ef áhorfandinn verður ekki var við hana. Hún er yfirleitt í þriðja eða fjórða sæti þegar best lætur. Góður, vondur og ljótur Vissulega eru til undantekningar. Þar á meðal er mynd Sergios Leone, The Good, the Bad and the Ugly, meðal annars með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Myndin er frá árinu 1966. Ennio Morricone samdi tón- listina, en hann lést í byrjun þessa mánaðar. Tónlistin er óvanalega veigamikil, og hefur sterkan kar- akter. Meginstefið er frægt, en það hljómar eins og væl í sléttuúlfi. Það samanstendur að mestu af tveimur nótum með hreinni ferund á milli. Myndin fjallar um átök þriggja byssumanna. Stefið táknar þá alla, en er leikið á mismunandi hljóð- færi, eða sungið, eftir því hver á í hlut. Morricone var frumlegur þegar hann valdi hljóðfæri, og not- aði líka skothvelli, jóðl og f laut í tónlistinni. Þessi víði hljóðheimur er eitt af hans helstu höfundarein- kennum. The Good, the Bad and the Ugly var sérkennileg að því leyti að hún var klippt eftir tónlistinni, en ekki öfugt. Enginn skortur var á timbri þar! Á vissan hátt er myndin eins og ópera, þar sem merkingarþrungnar nærmyndir af svip þess aðalleikara sem á í hlut, koma í staðinn fyrir einsöng. Og svo er drynjandi hljóð- færatónlist undir. Tónlist sem mun lifa um ókomna tíð Jónas Sen skrifar um tónskáldið Ennio Morricone, sem samdi tónlist við um 400 myndir. Spagettívestrarnir eru þekktastir, en snilli hans kom við flest svið tilverunnar. Ennio Morricone er eitt djarfasta, frumlegasta og afkastamesta tónskáld kvikmyndasögulegra tíma og hefur sig í raun langt yfir allar greinar og geira í tónlist yfirleitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Clint Eastwood með vindil og vafinn í teppi, tengist tónlist og sléttuúlfavæli Morricones órjúfanlegum böndum, gegnum sígilda spagettívestrana. Löng og gjöful starfsævi Ennios Morricone Ennio Morricone var 91 árs þegar hann lést í Lazio á Ítalíu þann 6. júlí, en þar fæddist hann 10. nóv- ember 1928, en svo vanafast var tilraunagjarna kvikmyndatón- skáldið að hann sá ekki ástæðu til þess að flytja frá Ítalíu, jafnvel þótt Hollywood og heims- frægðin kallaði. Morricone hlaut heiðursverð- laun Óskarsverðlaunaakademí- unnar 2007, fyrir stórkostlegt og fjölbreytt framlag til kvik- myndatónlistar, en þrátt fyrir sjö tilnefningar til verðlaunanna sjálfra hlaut hann þau ekki nema einu sinni, 2015 fyrir tónlistina í Tarantino vestranum The Hateful Eight. Þekktastur verður hann sjálfsagt alla tíð fyrir afrakstur samstarfs hans og bekkjabróður hans, leikstjórans Sergio Leone, í spagettívestrunum svokölluðu, en þótt nafn tónskáldsins tengist villta vestrinu órjúfanlegum böndum kom hann miklu víðar við og snerti á flestum sviðum og tilfinningum mannlegrar tilveru, til dæmis í myndum eins og Once Upon a Time in America, The Mis- sion, The Untouchables, Malèna, að ógleymdri stórfenglegri tón- listinni í Cinema Paradiso. Í TENGSLUM VIÐ PÁFANN, ÞÁ SAGÐIST MORRICONE BARA HAFA GRÁTIÐ TVISVAR Á ÆVINNI. ÞAÐ VAR ÞEGAR HANN SÁ THE MISSION FYRST OG ÞEGAR HANN HITTI FRANS PÁFA. Jónas Sen Geimvera og Jesúíti Morricone samdi tónlistina við um 400 myndir. Þær eru ekki allar snilldarverk, eins og til dæmis frekar slappar hryllingsmyndir á borð við The Exorcist 2. The Thing er þó mögnuð, ekki síst fyrir tón- listina, sem er gædd áhrifamikilli dómsdagsstemningu. Myndin ger- ist á Suðurskautinu, en geimvera herjar á vísindamenn sem eru þar við rannsóknir, með hroðalegum afleiðingum. Fleiri myndir sem nutu hæfi- leika Morricones eru til dæmis The Untouchables, In the Line of Fire og The Mission. Sú síðastnefnda verðskuldar sérstaka athygli. Hún fjallar um tilraunir Jesúíta til að forða frumbyggjum frá því að vera hnepptir í þrældóm í Suður-Amer- íku á 18. öld. Jesúítar eru regla innan kaþólsku kirkjunnar. Margslungin og grípandi tónlistin er einstaklega kraftmikil, og lyftir myndinni upp í hæstu hæðir. Tónlistin fékk þó ekki Óskarsverðlaunin, og sumir halda því fram að það sé eitt mesta hneyksli kvikmyndasögunnar. Grét bara tvisvar á ævinni Morricone bjó ætíð á Ítalíu, hann vildi ekki flytja til Hollywood þegar hann sló í gegn. Hann var heittrú- aður kaþólikki. Þegar Jesúítareglan hélt upp á að tvö hundruð ár væru frá því að hún fór í gegnum mikil- vægar endurbætur, samdi hann stórt tónverk í messuformi. Hann tileinkaði það Frans páfa, sem er fyrsti Jesúítinn til að gegna því embætti. Í tengslum við páfann, þá sagðist Morricone bara hafa grátið tvisvar á ævinni. Það var þegar hann sá The Mission fyrst og þegar hann hitti Frans páfa. Margir gráta nú fráfall meistarans, sem var ekki bara með mestu kvikmyndatónskáldum sög- unnar, heldur eitt mesta tónskáldið í hvaða geira sem er. Minning hans mun lifa um ókomna tíð. 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.