Fréttablaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.07.2020, Blaðsíða 54
VIÐ VILJUM AÐ TÓNLEIKAR OKKAR SÉU AFSLAPPAÐIR OG BLÖNDUM SAMAN ALLS KONAR FORMUM. ÞAÐ HEFUR SKILAÐ SÉR Í BREIÐUM ÁHEYRENDAHÓPI. BAKARÍIÐ FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00 Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið alla laugardagsmorgna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Kammersveitin Elja heldur í tónleika-ferðalag um landið 30. júlí til 7. ágúst. Stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason, sem er einn af stofnendum Elju. „Þetta verður í fyrsta sinn sem við spilum annars staðar en í Reykjavík. Okkur hefur langað til að fara í tón- leikaferðalag síðan við stofnuðum sveitina,“ segir Björg Brjánsdóttir sem er f lautuleikari í Elju. Fy rstu tónleikar Elju vor u haldnir í desember 2017 en sveitin var stofnuð ári fyrr. Þar er um 25 manna kjarni ungs tónlistarfólks. „Okkur vantaði vettvang til að spila tónlist í stærra formi en bara í litlum kammerhópum. Við viljum að tónleikar okkar séu afslappaðir og blöndum saman alls konar form- um. Það hefur skilað sér í breiðum áheyrendahópi,“ segir Björg. „Við vinnum á annan hátt en margar hefðbundnar sveitir, skiptumst á að leiða deildirnar og allir meðlimir geta komið að tillögum að verkum og verkefnum.“ Frumflytja harmonikkukonsert „Við leggjum áherslu á að spila verk sem eru ekki oft spiluð, bæði gömul klassísk verk og mikið af nýjum verkum. Í tónleikaferðinni frum- f lytjum við harmonikkukonsert eftir Finn Karlsson og þar er ein- leikari Jón Ásgeir Ásgeirsson. Það er ekki mikið til af harmonikkukons- ertum og í verki sínu vísar Finnur í gamla harmonikkutónlistarform- ið,“ segir Steinunn Vala Pálsdóttir, sem er, eins og Björg, f lautuleikari í sveitinni. Tónleikaferðin stendur í viku. „Við byrjum í æf ingabúðum á Hólum í Hjaltadal og höldum síðan fyrstu tónleikana í Miðgarði í Skagafirði. Við tökum síðan þátt í Berjadögum á Ólafsfirði, höldum þar eigin tónleika og spilum einn- ig á Óperugala. Þaðan förum við á Vopnafjörð og síðustu tónleikarnir úti á landi verða á Kirkjubæjar- klaustri. Við endum svo í Háteigs- kirkju,“ segir Björg. Konfektkassa-efnisskrá Efnisskráin er f jölbreytt. „Við lögðum áherslu á að vera ekki með erfiða tónlist áheyrnar. Þetta er konfektkassa-efnisskrá, mjög kraft- mikil,“ segir Steinunn. Auk frumf lutnings á harmon- ikkukonserti Finns verður flutt verk eftir Caroline Shaw, Entrácte. „Þetta er strengjaverk frá árinu 2011 eftir spennandi tónskáld, mjög áheyri- legt og strengjaleikararnir í hljóm- sveitinni völdu það til f lutnings. Við flytjum einnig verk eftir Strav- insky, Dumbarton Oaks, sem er mjög rytmískt og hressilegt verk og síðan hina orkumiklu Ítölsku sin- fóníu Mendelssohns,“ segir Björg. Blanda saman alls kyns formum Kammersveitin Elja heldur í tónleika- ferðlag um landið í næstu viku. Frum- flytur nýjan harmonikkukonsert. Björg og Stein- unn, báðar eru flautuleikarar í Elju. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.