Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 54

Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 54
VIÐ VILJUM AÐ TÓNLEIKAR OKKAR SÉU AFSLAPPAÐIR OG BLÖNDUM SAMAN ALLS KONAR FORMUM. ÞAÐ HEFUR SKILAÐ SÉR Í BREIÐUM ÁHEYRENDAHÓPI. BAKARÍIÐ FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00 Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið alla laugardagsmorgna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Kammersveitin Elja heldur í tónleika-ferðalag um landið 30. júlí til 7. ágúst. Stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason, sem er einn af stofnendum Elju. „Þetta verður í fyrsta sinn sem við spilum annars staðar en í Reykjavík. Okkur hefur langað til að fara í tón- leikaferðalag síðan við stofnuðum sveitina,“ segir Björg Brjánsdóttir sem er f lautuleikari í Elju. Fy rstu tónleikar Elju vor u haldnir í desember 2017 en sveitin var stofnuð ári fyrr. Þar er um 25 manna kjarni ungs tónlistarfólks. „Okkur vantaði vettvang til að spila tónlist í stærra formi en bara í litlum kammerhópum. Við viljum að tónleikar okkar séu afslappaðir og blöndum saman alls konar form- um. Það hefur skilað sér í breiðum áheyrendahópi,“ segir Björg. „Við vinnum á annan hátt en margar hefðbundnar sveitir, skiptumst á að leiða deildirnar og allir meðlimir geta komið að tillögum að verkum og verkefnum.“ Frumflytja harmonikkukonsert „Við leggjum áherslu á að spila verk sem eru ekki oft spiluð, bæði gömul klassísk verk og mikið af nýjum verkum. Í tónleikaferðinni frum- f lytjum við harmonikkukonsert eftir Finn Karlsson og þar er ein- leikari Jón Ásgeir Ásgeirsson. Það er ekki mikið til af harmonikkukons- ertum og í verki sínu vísar Finnur í gamla harmonikkutónlistarform- ið,“ segir Steinunn Vala Pálsdóttir, sem er, eins og Björg, f lautuleikari í sveitinni. Tónleikaferðin stendur í viku. „Við byrjum í æf ingabúðum á Hólum í Hjaltadal og höldum síðan fyrstu tónleikana í Miðgarði í Skagafirði. Við tökum síðan þátt í Berjadögum á Ólafsfirði, höldum þar eigin tónleika og spilum einn- ig á Óperugala. Þaðan förum við á Vopnafjörð og síðustu tónleikarnir úti á landi verða á Kirkjubæjar- klaustri. Við endum svo í Háteigs- kirkju,“ segir Björg. Konfektkassa-efnisskrá Efnisskráin er f jölbreytt. „Við lögðum áherslu á að vera ekki með erfiða tónlist áheyrnar. Þetta er konfektkassa-efnisskrá, mjög kraft- mikil,“ segir Steinunn. Auk frumf lutnings á harmon- ikkukonserti Finns verður flutt verk eftir Caroline Shaw, Entrácte. „Þetta er strengjaverk frá árinu 2011 eftir spennandi tónskáld, mjög áheyri- legt og strengjaleikararnir í hljóm- sveitinni völdu það til f lutnings. Við flytjum einnig verk eftir Strav- insky, Dumbarton Oaks, sem er mjög rytmískt og hressilegt verk og síðan hina orkumiklu Ítölsku sin- fóníu Mendelssohns,“ segir Björg. Blanda saman alls kyns formum Kammersveitin Elja heldur í tónleika- ferðlag um landið í næstu viku. Frum- flytur nýjan harmonikkukonsert. Björg og Stein- unn, báðar eru flautuleikarar í Elju. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.