Fréttablaðið - 25.07.2020, Síða 18
ÞESSI NÓTT VAR ERFIÐ
EN ÞETTA ER AÐ FÁ
MJÖG FARSÆLAN ENDI,
EN ÞAÐ VAR SVOLÍTIÐ
ERFIÐ FÆÐING AÐ KOMA
ÞESSARI GREIN ÚT.
Sigurgeir
Bríet Dögg
Bjarkadóttir og
Sigurgeir Ólafs-
son eru ekki
svar vísindanna
við Júlíu og
Rómeó þótt þau
stundi doktors-
nám við Oxford
annars vegar og
Cambridge hins
vegar. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Vísindatímaritið Cell birti fyrr í vikunni grein eftir vísinda-menn við Sanger-stofnunina og Cam-bridge-háskóla, þar
sem sýnt er fram á að sómatískar
stökkbreytingar í ristli eru tvö-
falt algengari í sáraristilbólgu en í
venjulegum ristli, sem eykur lík-
urnar á breytingum sem valdið geta
krabbameini.
Sigurgeir Ólafsson, doktorsnemi í
erfðavísindum við Sanger Institute
og háskólann í Cambridge, leiddi
vinnu hópsins og er fyrsti höfundur
greinarinnar sem byggir á annarri
grein sem birtist í Nature í fyrra.
„Saga þessarar greinar er nokkuð
stíf og þetta var svolítill rússíbani,
vegna þess að ég heyrði fyrst af því
í september að tveir japanskir hópar
væru að vinna í mjög svipuðum
hlut,“ segir Sigurgeir, sem var einn
23 höfunda fyrri greinarinnar en
leiddi alla vinnuna að þessu sinni.
„Og þá gáfum við allt í botn. Sett-
um allt á fullt og maður var bara að
vinna í sextán, átján tíma á dag. Alla
daga. Helgar og allt saman,“ segir
Sigurgeir um ofurkappið sem lagt
var á að saxa á forskot Japananna.
„Bríet kom einmitt til mín ein-
hvern tímann um helgi og eldaði
bara fullt af mat fyrir mig og setti
í frysti til að ég gæti bara haldið
áfram að vinna á fullu og þyrfti
ekki að eyða tíma í að elda eða neitt
svoleiðis.“
„Þú vilt alltaf vera fyrstur til að
birta,“ skýtur Bríet inn í og bætir við
að kærastinn megi vel vera ánægð-
ur með sig, nú þegar greinin hefur
loksins fengist birt eftir mikla vinnu
og taugastríð. „Þetta eru tímamót
hjá honum.“
Skúbb er skúbb
Sigurgeir bendir á að það er ekki
síður mikilvægt að „skúbba“ í
fræðaheiminum en fjölmiðlum.
„Við sendum greinina upprunalega
inn til Nature. Það gerist svo daginn
sem ég var að koma heim í jólafrí, að
þeir birtu hinar tvær greinarnar og
höfnuðu minni. Ég var á leiðinni út
á f lugvöll þegar rútan bilaði, þann-
ig að ég missti af f luginu mínu svo
að það var leiðinleg nótt sem ég sat
þarna einn á einhverju f lugvallar-
hóteli og las hinar greinarnar,“ segir
Sigurgeir og rifjar upp þegar drama-
tíkin náði hámarki í desember.
„Bara til þess að sjá að þar var
verið að finna alveg sömu hluti,“
segir hann um japönsku greinarn-
ar tvær sem fjölluðu um mjög líka
hluti. Þessi nótt var erfið en þetta er
að fá mjög farsælan endi, en það var
svolítið erfið fæðing að koma þess-
ari grein út.“
Sigurgeir segir að í slíkri tilfinn-
ingasúpu kraumi persónulegur
metnaður og akademískur, auk
mikilvægis þess fyrir orðsporið í
fræðunum, að vera fyrstur að kynna
tímamótaniðurstöður. „Og við
óttuðumst að enginn myndi vilja
greinina eftir þetta og við fengum
nokkrar neitanir, en Cell voru sam-
mála okkur, að okkar grein sýndi
ýmislegt sem hinar gerðu ekki og
væri mikilvæg þess utan,“ segir Sig-
urgeir sem ætlar að leyfa sér að vera
dálítið ánægður með sjálfan sig.
„Þetta var mikill léttir og maður
getur hálfhlegið að þessum vand-
ræðum núna.“ Sigurgeir bendir
einnig á að þegar allt kemur til alls
megi líka fagna því að samhljómur
sé með greinunum þremur.
„Greinarnar frá Japan hafa fundið
svolítið það sama og það er náttúr-
lega bömmer að þær skúbba svolítið
að hluta til. Maður vill vera fyrstur
með fréttirnar einhvern veginn. En
á sama tíma þá er líka gott að finna
bara að þetta er rétt. Ég get þá verið
alveg viss um að ég klúðraði engu
í þessu, þegar algerlega ótengdir
hópar, einhvers staðar í Japan, finna
alveg sama hlutinn. Það er náttúrlega
líka svakalega gott fyrir vísindin, og
þess vegna fyrir sjúklingana, að sjá
að þetta sé svona pottþétt dæmi.“
Fjarsamband milli
Oxbridge-skólanna
Bríet Dögg Bjarkadóttir og Sigurgeir Ólafsson eru í fjarbúð á meðan
þau stunda doktorsnám í Oxford og Cambridge. Hún rannsakar
áhrif krabbameinslyfja á frjósemi, en hann var að birta vísinda-
grein um stökkbreytingar sem geta valdið ristilkrabbameini.
Krabbamein og frjósemi
Á meðan Sigurgeir rannsakar
frumubreytingar í ristli í Cam-
bridge, sér Bríet fyrir endann á
doktorsnámi sínu í læknavísindum
við Oxford þar sem hún fæst við
frjósemis- og æxlunarlíffræði.
„Ég er að skoða áhrif krabba-
meinslyfja á frjósemi hjá ungum
stúlkum,“ segir Bríet. „Krabba-
meinsmeðferðir geta valdið ófrjó-
semi í körlum og konum, og konur
sem fá krabbamein geta látið frysta
úr sér egg eða fósturvísa og notað
þá seinna til þess að verða óléttar,“
heldur Bríet áfram og bendir á að
þessar ráðstafanir varðveiti í raun-
inni ekki eðlilega frjósemi eða tíða-
hring, heldur gefi aðeins tækifæri á
getnaði seinna meir.
„En það er líka hægt að frysta
eggjastokkinn sjálfan og græða
hann síðan í aftur síðar. Það endur-
ræsir þá hormónakerfið í konunni,
en það sem ég vildi skoða uppruna-
lega í doktorsverkefninu var hvort
það væri hægt að varðveita frjó-
semi með minna inngripi, með því
að gefa inn lyf með krabbameins-
lyfjunum sem myndi vernda eggja-
stokkana fyrir áhrifum þeirra.“
Bríet segist síðan hafa rekist á að
enn eigi eftir að fylla inn í ýmsar
eyður í vísindunum áður en þessi
leið verði fær þannig að fókusinn
í rannsóknum hennar hafi færst
meira á áhrif krabbameinslyfjanna
á eggjastokkana. Það megi því
segja að þau Sigurgeir fáist bæði við
krabbamein á óbeinan hátt.
Ekki þarf að fjölyrða um að
Oxford og Cambridge eru skólar í
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn@frettabladid.is
Framhald á síðu 20
2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð