Fréttablaðið - 25.07.2020, Síða 21
að erfðafræði finnst manni nú Cam-
bridge hafa vinninginn.“
Vísindaleg fjarbúð
„Svo hittumst við alltaf um helgar,“
heldur Bríet áfram. „Sem er nú alveg
svolítið þreytandi lífsstíll,“ bætir
Sigurgeir við. „En á sama tíma gæti
það nú verið verra.“
Í því sambandi bendir Bríet síðan
á að það hafi sína kosti að geta
unnið langt fram á kvöld, án þess að
hafa áhyggjur af því að verða of sein
í mat og annað slíkt. „Við tökum
okkur svo bara almennilegt frí um
helgar og þá aðskilur maður svolítið
vinnu og frítíma.“
Bríet og Sigurgeir byggja á sama
grunni, en þau kynntust þegar þau
lærðu lífefna- og sameindalíffræði
við Háskóla Íslands. Þau segja hins
vegar fræðilegar leiðir hafa skilið
nokkuð fljótt, þannig að þegar vís-
indaparið hittist er það ekki á bóla-
kafi fræðanna.
„Aðferðirnar sem við notum núna
eru svolítið svipaðar,“ segir Bríet
og Sigurgeir bætir við að vissulega
vinni þau bæði með vefi. „Þannig að
það er svona vefjavinnslan sem við
höfum aðeins getað talað um. En
annars er ótrúlegt hversu fljótt við
hættum að skilja hvort annað eftir
að hafa tekið sama grunnnámið.
„Sambandið okkar er búið að vera
50 prósent í fjarbúð,“ segir Bríet,
sem hélt beint til Oxford í masters-
nám á meðan Sigurgeir tók þann
hluta hjá Íslenskri erfðagreiningu.
„Þetta eru búnar að vera svo-
litlar fórnir,“ segir Sigurgeir og
hlær, um leið og hann vill ekki úti-
loka að aðskilnaður geti treyst og
styrkt sambönd. „Kannski hefur
það nefnilega gert það. Ég veit það
ekki. Við erum allaveganna ekki
orðin þreytt hvort á öðru þegar við
sjáumst um helgar.“
Frjósöm vísindi
En hvað er það sem heillar við líf-
efna- og sameindalíffræði og leiddi
ykkur út á þessa braut?
„Ég veit það ekki. Ég hef bara allt-
af haft áhuga á vísindum og líffræði
og fjölskyldan mín er öll svona frek-
ar vísindasinnuð,“ segir Bríet hugsi.
„Já sko, mér fannst lífefnafræðin
alveg geggjuð. Bara strax í mennta-
skóla,“ segir Sigurgeir. „Fannst hún
svo skemmtileg og gaman að stúd-
era þetta.“
„Mér finnst líka svo heillandi við
þessi frjósemisfræði að þau eru svo
praktísk,“ heldur Bríet áfram og
bendir á hin sterku tengsl fræða-
sviðs hennar við daglegt líf og til-
finningar fólks. „Maður getur unnið
við þetta án þess að vera bara föst
inni á rannsóknarstofu að skoða
eitthvert eitt, lítið prótein sem
enginn nema maður sjálfur veit
eitthvað , á meðan það skilja þetta
allir.“
Og þegar frjósemi er rædd á
mannamáli berst talið óhjákvæmi-
lega að máli málanna og sambandi
aldurs og frjósemi, sem Bríet telur
fólk oft gleyma þegar það fer að
huga að barneignum.
„Hjá körlum skiptir þetta svo
sem engu máli. Þeir eru bara frjóir
alla daga, alla ævi, en hjá konum
minnkar frjósemin hægt og rólega
og þá sérstaklega um og eftir 35 ára
aldur. Ég held að meðalaldur fyrir
fyrsta barn sé kominn yfir þrítugt
hjá konum í fjölmörgum löndum.“
Sigurgeir skýtur inn í að sjálfsagt
sé þessi þáttur ekkert endilega fólki
ofarlega í huga þegar það ákveður
að klára til dæmis nám og hugsi
með sér að það sé alltaf hægt að
eignast barn seinna.
„Þú getur ekki breytt þessari
líffræðilegu klukku,“ segir Bríet,
sem sér ekki fram á að vísindin
muni setja strik í þennan reikning
í náinni framtíð. „Eftir því sem
konan er eldri, þá verður líka allt
við meðgöngu erfiðara líkamlega.
Þannig er það bara.“
Menntarígur í Bretabæli
Þar sem Bríet og Sigurgeir búa hvort
í sinni borginni sáu þau fram á að
eiga á hættu að þurfa að vera aðskil-
in allan þann tíma sem COVID-19
setti samkomum og ferðafrelsi
skorður í Bretlandi. Þau sáu sér því
þann kost vænstan að forða sér
heim til Íslands og héðan flugu þau
aftur út í vikunni, eftir að hafa unað
hag sínum vel síðan í mars.
„Við erum búin að hafa það gott
og vorum við mjög fegin að koma
heim,“ segir Sigurgeir sem sér einnig
fyrir endann á fjarbúðinni þar sem
Bríet klárar í Oxford eftir áramótin.
„Hún átti að klára núna í október
en faraldurinn seinkaði því aðeins,
en þá ætlar hún að flytja til mín. Ég
klára ekki fyrr en í október á næsta
ári, en þetta er ákveðið þannig að
þá lýkur loksins þessari þriggja ára
fjarbúð,“ segir Sigurgeir og Bríet seg-
ist brosandi ætla að láta sig hafa það
að flytja á „hinn staðinn“ með vísan
til rómaðs núnings milli háskóla-
bæjanna.
„Hinn staðurinn er helst ekki
nefndur á nafn,“ segir Sigurgeir um
Oxford, þar sem lítið fer fyrir Cam-
bridge í daglegu tali. Bríet segir þau
þó síður en svo vera í harmrænum
sporum hinna forboðnu elskenda
Júlíu og Rómeós.
„Nei, þetta er bara svolítill rígur.
Svona MR-Versló og þetta er rosa-
lega algengt. Maður hittir mjög
mörg pör sem eru í svipaðri stöðu.“
ÉG HEF BARA ALLTAF
HAFT ÁHUGA Á VÍSINDUM
OG LÍFFRÆÐI OG FJÖL-
SKYLDAN MÍN ER ÖLL
SVONA FREKAR VÍSINDA-
SINNUÐ.
Bríet
Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands
og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Hvort sem þú vilt vera sóló, í hópi eða í rómans geturðu fundið þína
flugleið til Ísafjarðar þar sem Borea Adventures, Tjöruhúsið og fleiri
eðalviðkomustaðir taka þér og þínum fagnandi.
Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig
að núna er rétti tíminn til að kynnast Ísafirði upp á nýtt.
+ Bókaðu á airicelandconnect.is
Flug og gisting frá
í eina nótt á mann
29.900 kr.
Flug og bíll frá
í einn sólarhring á mann
28.900 kr.
+ Ísafjörður
+ Rúnar Karlsson
Borea Adventures á Ísafirði.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0