Fréttablaðið - 25.07.2020, Qupperneq 26
Michal Ciesla
k owski frá
Póllandi rekur
skóla í heima
landi sínu og
kennir víða um
heim.
Þetta er tíunda árið sem ég held dáleiðslunámskeið á Íslandi,“ segir Ingibergur Þor-
kelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla
Íslands. „Núna í haust og vetur
verðum við fyrst með tveggja
daga námskeið í sjálfsdáleiðslu og
skýrdreymi, og síðan taka við tíu
daga grunnnámskeið í september
og tólf daga framhaldsnámskeið í
október og nóvember.
Í upphafi vorum við aðallega
með erlenda kennara en eftir að
kennslubók grunnnámsins – Listin
að dáleiða – var þýdd á íslensku
eru kennararnir f lestir íslenskir,“
segir Ingibergur.
Sjálfsdáleiðsla og skýrdreymi
„22. og 23. ágúst verður námskeið
í sjálfsdáleiðslu og skýrdreymi.
Námskeiðið er fyrir byrjendur
jafnt sem lengra komna,“ segir
Ingibergur. „Kennari er Michal
Cieslakowski frá Póllandi, sem
rekur skóla í heimalandi sínu, auk
þess að kenna víða í Evrópu og
Suður- og Norður- Ameríku.
Kenndar eru hraðvirkar aðferðir
til að ná stjórn á eigin huga í
svefni og vöku, þannig að þú
getur stjórnað eigin líðan og notið
hæfileika þinna,“ segir Ingibergur.
„Í svefni er svo hægt að stjórna
draumum sínum með ævintýra-
legum árangri.“
Grunnnámskeiðið í
meðferðardáleiðslu
„Grunnnámskeið hefst 4. septem-
ber. Þetta er mjög vandað nám-
skeið, en kennt er frá kl. 10-17 í tíu
Öflugt starf Dáleiðsluskóla Íslands
Dáleiðsluskóli Íslands býður upp á fjölbreytta dagskrá á haustönn 2020. Þar verða haldin nám-
skeið í sjálfsdáleiðslu og skýrdreymi og grunn- og framhaldsnámskeið í meðferðardáleiðslu.
Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Michał Cieślakowski
22. og 23. ágúst, 2020. . ,
Verð aðeins kr. 59.000
Upplýsingnar og skráning á dáleiðsla.is
Dáleiðsluskóli Íslands
. .
.
Námskeið fyrir alla!
Sjálfsdáleiðsla
og skírdreymi
Yfir Gullinbrú er þriðja sýn-ingin í röð fimm útisýninga sem Myndhöggvarafélagið
stendur fyrir í aðdraganda 50 ára
afmælis félagsins árið 2022, en
sýningarnar eru haldnar árlega á
sumrin í ólíkum hverfum innan
borgarinnar.
„Myndhöggvarafélagið hefur á
50 ára starfstíma haldið margar
sýningar á verkum félagsmanna
sinna, ekki síst útisýningar, enda
fást félagsmenn gjarnan við verk
sem eiga vel heima í opinberu rými
og tala þar til fólks,“ segir Birta
Guðjónsdóttir sýningarstjóri.
„Listaverk í opinberu rými eru
gjarnan unnin í þannig efni að þau
geti staðið í lengri tíma utandyra,
en nýlega er verið að sprengja það
form. Fólk er að kynnast því að
njóta listaverka utandyra, sem
eru ekki gerð úr bronsi eða steini
og eru ekki gerð til að endast að
eilífu, heldur í skemmri tíma og
breytast jafnvel á meðan á sýningu
stendur.“
Á sýningunni sýna tíu listamenn
verk sín. Allt félagsmenn í Mynd-
höggvarafélaginu, fyrir utan eina
gestalistakonu, frönsk- alsírsku
listakonuna Hanan Benammar.
„Ferlið hófst þannig að félags-
menn komu með tillögur að
verkum sem þá langaði að skapa
í samtali við hverfið. Ég var svo
fengin til skjalanna sem sýningar-
stjóri og valdi úr tillögur sem mér
þóttu áhugaverðar. Eftir það hófst
samtal og nýsköpun á verkum
sem eru sérstaklega gerð fyrir
þessa sýningu og fyrir hverfið og
það félagslega samhengi og nátt-
úru sem má finna í Grafarvogi,“
útskýrir Birta.
Verkin eru á víð og dreif um
Grafarvoginn. Birta segist hafa
viljað leggja áherslu á að gestir
sýningarinnar, Grafarvogsbúar
og aðrir, færu á milli ólíkra hluta
þessa víðfeðma hverfis.
„Þetta er svo stórt svæði, maður
fer frá iðnaðarhverfi yfir í íbúðar-
hverfi yfir í garða og villta náttúru
þar sem aðeins heyrist í fuglasöng.
Á sýningunni sýna níu konur
og einn karl verk sín en Birta segir
konur vera í meirihluta starfandi
myndlistarmanna í landinu.
„Við erum samt með miklu færri
varanleg listaverk eftir konur í
borgarlandslaginu. En einhvern
veginn hefur það æxlast þannig að
á þessari sýningu eru mun fleiri
kvenkyns listamenn. Nokkrar
þeirra hafa unnið töluvert í opin-
beru rými. Þórdís Aldra Sigurðar-
dóttir og Brynhildur Þorgeirs-
dóttir eru kannski þekktastar
þeirra fyrir útiverk sín.“
Birta segir ánægjulegt að skap-
aður sé vettvangur þar sem fleiri
konur koma inn á þennan völl, og
líka að verkefni af þessu tagi geti
skapað samræðu og annars konar
upplifun af borgarlandslaginu.
Þar sem list og arkitektúr, mann-
gerð náttúra og villt náttúra spila
saman.“
Á vefsíðu sýningaraðarinnar,
www.hjolid.is má finna nánari
upplýsingar um sýninguna, um
listamennina sem taka þátt og
kort yfir staðsetningu verkanna.
Önnur upplifun af borgarlandslagi
Á sýningunni Yfir Gullinbrú sem stendur yfir í Grafarvogi má sjá verk tíu listamanna á ólíkum
stöðum í hverfinu. Grafarvogurinn, náttúra hans og menning eru þungamiðja sýningarinnar.
Birta Guðjónsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar sem stendur yfir í Grafarvogi fram á haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Verkið Þrír hringfarar eftir lista
konuna Eygló Harðardóttur.
daga, þrjá til fjóra daga í senn um
helgar og hálfur mánuður á milli
hlutanna. Íslensk kennslubók eftir
Roy Hunter og annað námsefni er
innifalið,“ segir Ingibergur. „Kenn-
arar eru Axel Bragason, íþrótta- og
sjúkraþjálfari, og Álfheiður Eva
Óladóttir, sem meðal annars
hefur lagt stund á nám í sálfræði
og stjórnun. Bæði hafa þau mikla
reynslu af kennslu og dáleiðslu-
meðferðum.“
Framhaldsnám í
meðferðardáleiðslu
„Framhaldsnámið hefst svo 23.
október og alls er kennt í tólf
daga. Námskeiðið er fjölbreytt og
kenndar eru afar öflugar aðferðir
sem henta vel í dáleiðsluástandi,
svo sem endurlitsdáleiðsla (Reg-
ression Therapy) sem Roy Hunter
kennir, EMDR-meðferð sem Dr.
Kate Beaven-Marks kennir, og
hugræn endurforritun sem ég
kenni sjálfur, en eins og kom fram
í þættinum Undir yfirborðið á
Hringbraut hef ég náð verulegum
árangri í meðferðarvinnu. Hugræn
endurforritun er meðferð sem ég
hef búið til með því að samþætta
þáttameðferð (Ego State Therapy)
og Yager-meðferð Dr. Edwins
Yager.“
Allar frekari upplýsingar og bókanir
á vef skólans: www.daleidsla.is
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R