Fréttablaðið - 25.07.2020, Page 40
Ljóðasamkeppni
Hinsegin daga er
eini vettvangurinn af
þessu tagi sem er sér-
staklega hugsaður fyrir
hinsegin fólk.
Bjarndís Helga Tómasdóttir
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Síðustu ár hefur dagskráin á Hýrum húslestrum verið sérlega fjörug og áhugaverð.
„Við höfum fengið alls konar fólk,
skáld og þýðendur til að lesa úr
verkum sínum. Það var sérstaklega
gaman þegar Lilja Sigurðardóttir
las í fyrsta sinn úr óútkominni
skáldsögu sinni, Netinu. Þá hafa
verið ljóðagjörningar og tónlist-
aratriði. Dagskráin í ár er enn í
mótun, en nú þegar hafa nokkur
skáld staðfest þátttöku sína, sum
mjög þekkt og sum minna. Það
er aldrei að vita hvað gerist og
óvissuþátturinn er skemmtilegur.
Maður gerir ekki endilega ráð fyrir
því að bókmenntaviðburður sé
fjörlegur, en það er samt þannig á
Hýrum húslestrum. Í fyrra leystust
húslestrarnir til dæmis upp í
karnivalíska stemningu þar sem
blómvendir f lugu um salinn og
ljóðalesturinn ætlaði engan endi
að taka. Svo verð ég að nefna að
við Elísabet erum að vinna að nýju
leyniverkefni sem við kynnum lík-
legast á Hýrum húslestrum,“ segir
Bjarndís Helga Tómasdóttir sem
sér um ljóðasamkeppnina ásamt
Elísabetu Thoroddsen.
Nafnleysið gefur öruggt rými
Ljóðasamkeppni Hinsegin daga
er vettvangur fyrir hinsegin fólk
til að koma skáldskap sínum á
framfæri. „Það er auðvitað hvers
og eins að skilgreina sig og við
höfum aldrei farið fram á neinar
sérstakar sannanir á hinseginleika
þátttakenda. En við gerum þó ráð
fyrir því að þau sem skilgreina sig
ekki sem hinsegin, láti það vera
að senda inn í keppnina. Hlutverk
okkar Elísabetar er taka við ljóð-
unum sem berast og koma þeim
nafnlaust áfram til dómnefndar.
Mikilvægur vettvangur fyrir
hinsegin skáld að koma fram
Sigurvegarar Ljóðasamkeppni Hinsegin daga verða tilkynntir á Hýrum húslestrum þann 7.
ág úst í Tjarnarbíói. Að sögn Bjarndísar, annars umsjónarmanns keppninnar, kom hugmyndin að
keppninni fram þegar hún var að leita að hinsegin efni fyrir bókmenntaviðburð, en greip í tómt.
Bjarndís og Elísabet hafa séð um Ljóðasamkeppni Hinsegin daga síðan 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR.
Það er mjög mikilvægt að ferlið
sé þannig, enda er samfélagið á
Íslandi ekki svo stórt. Nafnleysið
gefur mörgum öruggt rými til
þess að taka þátt og við hvetjum
auðvitað sem flest til að láta slag
standa. Eingöngu vinningsljóðin
koma fyrir sjónir almennings og
eru kynnt undir nafni skáldsins.
Þá eru úrslitin tilkynnt á Hýrum
húslestrum, bókmenntaviðburði
Hinsegin daga.“
Keppnin er sérstaklega hugsuð
fyrir ljóð en einnig má senda inn
örsögur, enda ekki alltaf ljóst hvað
er ljóð og hvað örsaga. „Í fyrra
vann reyndar frekar langt ljóð,
sem var næstum því smásaga,
„Tartufo Nero,“ eftir Önnu Gyðu
Sigurgeirsdóttur.“ Mörkin eru því
frekar loðin.
Engin skilyrði gilda um yrkis-
efnið. Þó segir Bjarndís það kost
ef ljóðið lýsi hinsegin veruleika að
einhverju leyti. „Þetta er náttúru-
lega hinsegin ljóðakeppni.“ Tungu-
málið er opið en ekki er hægt að
ábyrgjast að dómnefndin skilji
önnur tungumál en íslensku og
ensku. „Ég held að öll vinningsljóð
keppninnar nema eitt hafi verið á
íslensku. Það er gott fyrir skáldin
að hafa í huga að velja úr sín bestu
ljóð, kannski eitt til þrjú.“
Mikilvæg keppni
Bjarndís vill meina að ljóðakeppni
af þessu tagi hafi mikið gildi fyrir
hinsegin samfélagið á Íslandi.
„Hugmyndin vaknaði skömmu
fyrir Hinsegin daga árið 2016.
Ég hafði tekið að mér að sjá um
Hýra húslestra og var að leita að
skáldum til þess að lesa upp úr
nýlegum, eða óbirtum verkum.
Það var mjög erfitt að finna
nokkurn til þess að lesa upp og
mér fannst það virkilega leiðinlegt
og eiginlega bara frekar skrýtið,
að það væri ekki allt morandi í
íslensku hinsegin efni. Keppnin
er því eins konar viðbragð við
skorti. Við áttuðum okkur ekki
strax á því hvað þessi keppni er í
raun og veru dýrmæt. Skáldverk
eru alltaf afurð þess samfélags
sem þau spretta úr og við lifum í
samfélagi þar sem gagnkynhneigð
er normið. Á sama tíma lærir man
hvernig man á að vera til í gegnum
skáldverk, og lærir um tilfinn-
ingar í gegnum ljóð. Þannig verður
þetta að óendanlegri lykkju þar
sem lítið rými gefst fyrir allt það
sem fellur utan almennra gagn-
kynhneigðra staðla. Það er samt
allt á réttri leið og hinseginleikinn
verður sífellt meira áberandi í
bókum. Við þurfum samt að halda
áfram að skapa rými fyrir raddir
hinsegin fólks. Ljóðasamkeppni
Hinsegin daga er eini vettvangur-
inn af þessu tagi sem er sérstaklega
hugsaður fyrir hinsegin fólk og
það er vissulega þörf á því. Sumir
sem taka þátt hafa jafnvel aldrei
deilt verkum sínum með öðrum,
en gera það hér, vitandi að þetta er
öruggt rými. Við sjáum það best á
því hve mörg ljóð berast ár hvert.“
Ljóðasamkeppnin var fyrst
haldin árið 2016 og í ár fer hún
fram í fimmta sinn. Bjarndís hefur
séð um keppnina frá upphafi og
fékk Elísabetu til liðs við sig árið
eftir. „Við erum góðar vinkonur og
vinnum mjög vel saman. Við sjáum
líka saman um Hýra húslestra,
bókmenntaviðburð Hinsegin
daga.“ Bókaforlagið Sæmundur
hefur veitt vegleg bókaverðlaun
til þriggja efstu sætanna auk þess
sem Hinsegin dagar hafa gefið
vinningshöfum góðan glaðning.
„Hvað það verður í ár á eftir að
koma í ljós. Og svo hljóta skáldin
að sjálfsögðu vegsemd og virðingu,
það má ekki gleyma því.“
Hin heilaga raddfagra
dómaraþrenning
Fyrsta árið sátu skáldkonurnar
Fríða Ísberg og Elísabet Jökuls-
dóttir í dómnefnd, ásamt Viðari
Eggertssyni. Viðar hefur þá verið í
dómnefnd öll árin. Í ár sitja skáld-
konurnar Harpa Rún Kristjáns-
dóttir og Gerður Kristný í dóm-
nefnd ásamt Viðari. „Við höfum
alltaf verið mjög ánægðar með
störf dómnefndar og hrifnar af
vali hennar, þó það sé samt alltaf
smekksatriði hvaða ljóð sé best.
Það er hefð fyrir því að dómnefnd
lesi vinningsljóðin fyrir gesti
Hýrra húslestra. Viðar er auðvitað
með svo geggjaða rödd í ljóða-
lestur, við reynum þess vegna
alltaf að fá bara fólk með fallegar
raddir til þess að sitja í dómnefnd.
Við bindum mjög miklar vonir við
Gerði í ár, að hún skili góðum per-
formans.“
Hinsegin skúffuskáld eru hvött
til þess að draga fram stílabækur,
Word-skjöl, kassakvittanir og
hvað annað sem verk þeirra kunna
að leynast á og senda á netfangið
huslestrar@gmail.com fyrir mánu-
daginn 27. júlí.
Já!
Persónulegar athafnir
fyrir alls konar fólk
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R