Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 44

Fréttablaðið - 25.07.2020, Side 44
Frægir á ferð og fljúga í ókyrrð Fræga og ríka fólkið reynir að halda stefnunni gegnum heimsfaraldurinn. Breska konungsfjölskyldan stofnaði sjóð, sú spænska fór út að borða en Hollywood-leikarar fóru út á galeiðuna og ljósmyndarar Getty fylgdust með. Réttarhöldin halda áfram Johnny Depp heldur áfram að reyna að hreinsa nafn sitt gegn The Sun, sem sagði að hann væri ofbeldisfullur, þegar blaðið fjallaði um skilnað hans við Amber Heard. Depp hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og er tilbúinn að gera hvað sem er til að hreinsa nafn sitt. Konungsfjölskyldan styrkir Vilhjálmur og Katrín hittu nokkrar framlínuhetjur í vikunni þegar breska konungsfjölskyld- an tilkynnti um rúmlega tveggja milljóna punda styrk til handa framlínufólki í Bretlandi. Gott að heimsækja Ítalíu Matt Dillon skellti sér til Ítalíu á Sardegna kvikmyndahátíðina í Cagliari, þar sem hann er heiðursforseti. Tók hann kærustu sína, Robertu Mastromichele, með sér. Hátíðin er eðlilega mun minni í sniðum en áður vegna heimsfaraldurs kórónaveirunar, en gleðin er þó við völd. Lofthrædd við loftbrú Karl Bretaprins heimsótti Middlemoor slökkviliðstöðina í Exeter, ásamt Kamillu konu sinni. Hjónin eru á ferð og flugi um Corn- wall-hérað. Þar opnuðu þau meðal annars brú sem stendur í 190 feta hæð. Viðurkenndu þau að lítill áhugi væri á að horfa niður. Viðraði hundinn og Jake í LA Scout Willis, dóttir Bruce Willis og Demi Moore, viðraði hundinn á með Jake Miller um Los Angeles. 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.