Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2020, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 25.07.2020, Qupperneq 50
„Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð og hermdi e ir áhyggjurödd Konráðs. „Ég er búin að heyra þetta væl alveg nógu o og nenni ekki að heyra það einu sinni í viðbót,“ bætti hún við. „En okkur liggur á,“ sagði Konráð biðjandi og bar sig aumlega. „Það gerir ekkert til að vera of sein,“ sagði Kata. „En það er gaman að reyna að komast í gegnum völundarhús,“ bætti hún við og bretti upp ermarnar. „Koma svo, inn með ykkur og reynið nú að týnast ekki. Ég ƒnn réttu leiðina, sannið þið til,“ sagði Kata roggin um leið og hún arkaði inn í dimm göng völundarhússins. Konráð á ferð og ugi og félagar 413 Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið?? ? ? ? Siglf irðingurinn Óliver Jökull Brynjarsson var staddur á Rey- Cup fótboltamótinu í Laugardaln- um. Ætlaði samt ekki sjálfur að spila heldur að fylgjast með. En þú ert í f lottum búningi. Í hvaða liði ert þú? Ég er í KF, það er Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Ég kom suður með ömmu og afa til að horfa á bróður minn spila. Hann er þrettán ára og á heima hér í Reykja- vík. Er lið Fjallabyggðar að spila á mót- inu? Já, en það á eftir að spila. Hefur þú mikinn áhuga á fótbolta? Já, ég er búinn að hafa áhuga lengi en bara búinn að æfa í aðeins meira en ár. Við æfum inni á veturna og svo úti á sumrin og erum til skiptis á Siglufirði og Ólafsfirði. Ertu dálítið góður í boltanum? Ég veit það ekki en ég hef að minnsta kosti oft skorað mark. Mig langar að verða góður í fótbolta. Svo æfi ég líka fleiri íþróttir. Nú, hvaða íþróttir eru það? Ég er að æfa badminton og blak, en það er bara æft á veturna, ekki á sumrin. Ertu ekki eitthvað í fjallinu líka? skýtur afi hans að honum. Jú, ég er líka á skíðum. Var mikill snjór fyrir norðan í vetur? Já, já, ég fór oft í fjallið þangað til lyftunum var lokað út af COVID. En pabbi minn á snjó- sleða og hann dró okkur upp í fjall og við renndum okkur niður. Áður en COVID byrjaði var ég líka búinn að fara til Austurríkis á skíði. Við fórum í byrjun janúar. Öll fjöl- skyldan mín er á skíðum. En ert þú sá eini í fjölskyldunni í fótbolta fyrir norðan? Nei, systir mín er líka, hún er átta ára. Hvað ert þú gamall? Ég er sjö ára síðan 12. júlí. Ég var í 1. bekk í skól- anum síðasta vetur. Þú ert  með mynstur í hárinu öðrum megin? Hvernig fékkstu það? Amma mín bjó þetta til. Bróðir minn er líka með svona skreytingu. Langar að verða góður í fótbolta Óliver Jökull æfir margar greinar íþrótta í Fjallabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lestrarhestur vikunnar Joana Rúna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bókabeitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar Joana? Mér þykir skemmtilegt að lesa ævintýrabækur eins og Þín eigin saga. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? / Hvaða bók var síðast lesin fyrir þig? Síðast las ég Bangsi litli í sumarsól fyrir litla bróður minn. Hún var um bangsa litla og pabba hans. Bangsapabbi er að leita að bangsa litla, sem hvarf þegar þeir voru sofandi inni í óperu- húsi. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Ég ætla að lesa bókina Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjallara (og lenti í sápufólki og smáninjum). Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Ég myndi skrifa um ferðalögin mín til Portúgal þar sem amma, afi og frænd- fólk mitt á heima. Ef þú mættir velja þér persónu úr bók til að ferðast um Ísland með, hver væri hún? Lísa, ofur- hetjan. Hvernig mynduð þið ferðast? Við myndum fljúga! Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Já! Lubbi finnur málbein. Pabbi las hana fyrir mig milljón sinnum! Ferðu oft á bókasafnið? Já. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég elska að dansa og hlusta á tónlist. Í hvaða skóla ertu? Ég er að fara í Smáraskóla og var í Hjalla- stefnunni. ÉG ER BÚINN AÐ HAFA ÁHUGA LENGI EN BARA BÚINN AÐ ÆFA Í AÐEINS MEIRA EN ÁR. VIÐ ÆFUM INNI Á VETURNA OG SVO ÚTI Á SUMRIN OG ERUM TIL SKIPTIS Á SIGLU- FIRÐI OG ÓLAFSFIRÐI. 2 5 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.