Fréttablaðið - 28.07.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 8 . J Ú L Í 2 0 2 0
50%
25%
✿ Afstaða til Borgarlínu
Mjög eða
frekar
hlynnt(ur)
Hvorki né Mjög eða
frekar
andvíg(ur)
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)
ert þú Borgarlínunni?
n 27.7.2020
n 14.10.2019
ú t s a l a
27.07 – 16.08
sjáðu
öll tilboðin
á elko.is
SAMGÖNGUMÁL Tæpur helmingur
þeirra sem taka afstöðu er hlynntur
Borgarlínu, en þrír af hverjum tíu
eru andvígir. Þetta sýna niður-
stöður nýrrar könnunar sem Zenter
rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið.
„Í stuttu máli er ég bara mjög
ánægður með þennan sterka stuðn-
ing. Þetta er mikilvægt veganesti
inn í næsta tímabil Borgarlínunnar
sem er framkvæmdatímabil,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
um niðurstöðurnar.
Stuðningur við Borgarlínu dregst
aðeins saman frá því í október á síð-
asta ári þegar einnig var spurt um
viðhorf til verkefnisins. Þá var rétt
rúmur helmingur hlynntur Borgar-
línu en um fjórðungur andvígur.
Konur eru hlynntari Borgarlínu
en karlar og stuðningurinn er meiri
meðal yngra fólks en eldra. Þá er
mun meiri stuðningur hjá þeim sem
hafa lokið háskólanámi en öðrum.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru
einnig mun hlynntari Borgarlínu en
íbúar á landsbyggðinni.
„Það kemur kannski ekki á óvart
að stuðningurinn sé sterkastur þar
sem framkvæmdirnar varða fólk
mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir
Dagur.
Ef horft er til einstakra sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu
reynist stuðningur við Borgarlínu
mestur meðal Reykvíkinga. Rúm 57
prósent þeirra eru hlynnt Borgar-
línu en tæp 29 prósent andvíg.
Næstmestur stuðningur er í
Kópavogi en þar er rétt rúmur
helmingur hlynntur en rúmur
fimmtungur andvígur. Í Hafnar-
firði er tæpur helmingur hlynntur
og tæpur fjórðungur andvígur.
Í Mosfellsbæ er u skoðanir
skiptari, en rúm 38 prósent þar
eru hlynnt Borgarlínu og tæp 35
prósent andvíg. Tæpur þriðjungur
Garðbæinga er hlynntur Borgar-
línu en tæpur helmingur andvígur.
Á Seltjarnarnesi eru 39 prósent
hlynnt en 61 prósent andvígt.
Könnunin sem send var á könn-
unarhóp Zenter var framkvæmd
16. til 27. júlí. Í úrtaki voru 2.300
manns 18 ára og eldri en svarhlut-
fall var rúmt 61 prósent. Gögnin
voru greind eftir kyni, aldri og
búsetu. – sar
Ánægður með
stuðninginn
við Borgarlínu
Töluvert fleiri eru hlynntir Borgarlínu en andvígir.
Þó dregur aðeins úr stuðningi við verkefnið frá því
síðastliðið haust. Borgarstjóri segir niðurstöðurnar
mikilvægt veganesti inn í framkvæmdatímabilið.
NEY TE NDUR „Það er heilmikil
handavinna í kringum þetta,“
segir Skarphéðinn Berg Steinars-
son ferðamálastjóri um stöðuna á
Ferðaábyrgðasjóði.
Áætlað er að Ferðaábyrgðasjóð-
ur þurfi allt að 4,5 milljörðum króna
en frá því opnað var fyrir umsóknir
um lán í sjóðnum í síðustu viku hafa
aðeins borist umsóknir um tvö- til
þrjú hundruð milljónir króna að
sögn ferðamálastjóra. – gar / sjá síðu 6
Fáar umsóknir í
ábyrgðasjóðinn
SJÁVARÚTVEGUR Veiði á makríl
innan íslensku lögsögunnar hefur
valdið vonbrigðum það sem af er
vertíðar og nú er nánast allur f loti
íslenskra skipa sem gerir út á makríl
við veiðar í Smugunni.
Eftir fjörugan föstudag í Smug-
unni datt veiðin niður yfir helgina
þó að eitthvað hafi áfram fengist, að
sögn Baldurs Einarssonar, útgerðar-
stjóra Eskju sem gerir út tvö skip á
makríl. – thg / sjá síðu 4
Íslenski flotinn
fór í Smuguna
Fjölmenni var í gær í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal og nutu háir sem lágir góða veðursins og
lystisemda garðsins. Við tjörnina, ekki fjarri hringekjunni, stóð Costco-fíllinn á sínum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI