Fréttablaðið - 28.07.2020, Síða 4
Verð á gulli hefur
hækkað um 27 prósent á
árinu. Talið er að verðið
muni hækka enn meira á
næstu mánuðum.
Makrílveiðar innan
íslensku lögsögunnar hafi
verið með þeim hætti að
ekki var heima setið mikið
lengur og stefnan tekin út
fyrir landhelgina.
MATVÆLI Skyrvörur Mjólkursam-
sölunnar fást nú í yfir 50 þúsund
matvöruverslunum í Japan að sögn
forstjórans, Ara Edwald. „Við sjáum
Japan sem okkar mikilvægasta
markað á næstu misserum,“ segir
Ari.
MS skrifaði undir framleiðslu- og
vörumerkjasamning á Ísey skyri við
japanska mjólkurvörufyrirtækið
Nippon Luna í maí 2018. Dreifing
hófst í lok mars á þessu ári. „Þetta
var auðvitað óheppilegur tími til að
byrja en fór engu að síður mjög vel
af stað og varan hefur náð mikilli
útbreiðslu mjög hratt,“ segir Ari.
Markaður fyrir jógúrtvörur í
Japan er afar stór og veltir um 700
milljörðum króna á ári hverju.
Í Japan búa 127 milljónir manna
og samkvæmt upplýsingum frá MS
eru þar um 70 þúsund matvöru-
verslanir. Því er ljóst að Ísey skyr
hefur nú þegar náð dreifingu í stór-
an hluta allra verslana þar í landi.
Nippon Luna framleiðir skyrið
í Japan með japanskri mjólk en
nýtir framleiðsluaðferðir og skyr-
gerla MS.
Af koma MS á árinu 2019 batnaði
talsvert milli ára, en 167 milljóna
króna hagnaður varð á starfsemi
félagsins samkvæmt nýbirtum árs-
reikningi fyrir 2019.
Til samanburðar var 272 millj-
óna tap á árinu 2018. Rekstraraf-
gangur fyrir skatta, fjármagnsliði
og einskiptisliði var hins vegar
stöðugur í 483 milljónum.
Skýringin á bættri af komu síð-
asta árs hjá MS er að á árinu 2018
var gjaldfærð 440 milljóna króna
stjórnvaldssekt sem Samkeppnis-
eftirlitsið lagði á fyrirtækið og
hafði þá verið staðfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur, en MS hefur áfrýjað
þeirri niðurstöðu til Landsréttar.
– thg
Vörur Mjólkursamsölunnar komnar í 50 þúsund verslanir í Japan
Japansmarkaður er MS mikilvægur að sögn Ara Edwald. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
JEEP® GRAND CHEROKEE
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR.
• 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• 570 NM TOG
• HÁTT OG LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI
• LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN
• HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU
• BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI
• RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA
• ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
• FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• BLINDHORNSVÖRN
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
FERÐASTU UM ÍSLANDALLT
BÍLL Á MYND: JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK 35” BREYTTUR
ÚTVEGUR Fjör færðist í makrílver-
tíðina um helgina þegar Aðalsteinn
Jónsson, sem gerður er út frá Eski-
firði, fékk 420 tonn af makríl í einu
holi í Smugunni. Skipið var í gær á
leið til hafnar með 920 tonn eftir
úthald helgarinnar. Nánast allur
f loti íslenskra skipa sem gerir út á
makríl er nú við veiðar í Smugunni,
en af labrögð innan íslensku lög-
sögunnar hafa valdið nokkrum
vonbrigðum það sem af er vertíðar.
Eftir fjörugan föstudag í Smug-
unni datt veiðin niður yfir helgina
þó að eitthvað hafi áfram fengist, að
sögn Baldurs Einarssonar, útgerðar-
stjóra Eskju sem gerir út tvö skip á
makríl: „Það var mokveiði á föstu-
dag en svo var þetta ekki mjög
merkilegt eftir það,“ segir Baldur.
Baldur áætlar að íslenski f lotinn
hafi veitt á bilinu sjö til tíu þúsund
tonn yfir helgina. Á föstudag síðast-
liðinn höfðu íslensk skip landað um
34 þúsund tonnum af makríl í heild-
ina, samkvæmt gögnum Fiskistofu.
Síldar vinnslan (SV N) er að
jafnaði með fjögur skip að veiðum
á makrílvertíð, en af la þeirra er
svo safnað saman í eitt skip sem
svo skilar honum til hafnar. Gunn-
þór Ingvason, framkvæmdastjóri
SVN, sagði að eitt skipa fyrirtæk-
isins væri á leið til lands með um
þúsund tonn af makríl, en saman-
lagður afli skipa SVN hafi verið um
tvö þúsund tonn yfir helgina.
Íslenski f lotinn er ekki einn
um hituna í Smugunni um þessar
mundir, en upp undir fimmtán rúss-
nesk skip og fimm frá Grænlandi
eru þar einnig að veiðum. Í heildina
mátti telja yfir 40 skip í Smugunni á
eftirmiðdegi mánudags.
Íslenski f lotinn hefur á síðustu
árum klárað makrílveiðar í Smug-
unni í seinni hluta ágúst og sept-
ember, en eru nú töluvert fyrr á
ferðinni á því veiðisvæði. Eyþór
Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags-
ins í Vestmannaeyjum, segir að
þeir hafi ákveðið að gefast upp á
íslensku lögsögunni í bili og halda
norðaustur á bóginn. „Þetta var
orðið steindautt hér við Eyjar og
suðaustur af landinu,“ segir hann.
Eyþór segir að skip Ísfélagins
hafi ekki komið í Smuguna fyrr en
snemma á sunnudag og hafi fiskað
um 500 tonn síðan þá.
Baldur Einarsson segir að á síð-
ustu árum hafi skip Eskju ekki hald-
ið í Smuguna fyrr en upp úr miðjum
ágúst. Veiðar innan íslensku lög-
sögunnar hafi hins vegar verið með
þeim hætti að ekki var heima setið
mikið lengur og stefnan tekin út
fyrir landhelgina.
Heildarmagn makríls sem veiða
má á yfirstandandi vertíð er um 166
þúsund tonn. Að meðtöldum afla
helgarinnar má ætla að um fjórðung-
ur þess, eða allt að 45 þúsund tonn,
hafi þegar veiðst. thg@frettabladid.is
Íslenski flotinn allur mættur
í Smuguna í von um makríl
Eftir döpur aflabrögð mestallan júlímánuð freista íslensk fiskiskip á makrílvertíð þess nú að leita í
Smugunni. Tugir skipa frá Íslandi, Rússlandi og Grænlandi eru nú að veiðum þar. Íslensku skipin eru að
minnsta kosti mánuði fyrr á ferðinni á svæðinu en vanalega, en göngur makrílsins virðast breyttar.
Aflabrögð makríls innan lögsögu Íslands hafa verið döpur í júlí að sögn útgerðarmanna. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
VIÐSKIPTI Metverð fæst nú fyrir
gull, en fjárfestar leita um þessar
mundir í örugga höfn með fé sitt í
skugga heimsfaraldursins og mögu-
legra áhrifa hans á efnahag heims-
ins.
Verðið á únsu af gulli hefur hækk-
að um 27 prósent á árinu en hún fór
í 1.944 dollara í gær og var þar með
slegið fyrra met frá árinu 2011 þegar
únsan fór í 1.912 dollara.
Verð á silfri hefur líka hækkað.
Á fimmtudaginn fór únsa af silfri
á 23,24 dollara og hafði ekki verið
hærra í sjö ár. Verðið hefur hins
vegar haldið áfram að hækka og
fór í 24,21 dollara í gær, sem er sex
prósenta hækkun frá fimmtudags-
metinu.
Fyrr í vor var því spáð að gullverð
næði 1.800 dollurum fyrir árslok en
nú er því spáð að verðið haldi áfram
að hækka og fari yfir 200 dollara á
únsuna. – aá
Metverð fyrir
silfur og gull
Metverð fæst fyrir gull. MYND/GETTY
2 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð