Fréttablaðið - 29.07.2020, Qupperneq 4
Sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu eru sex
talsins. Mestur stuðningur
við einhvers konar sam-
einingu er meðal Reykvík-
inga.
Þrír létust í eldsvoða á
Bræðraborgarstíg 25. júní og
einn liggur enn þungt
haldinn á gjörgæsludeild.
Já Nei
n Reykjavík 81,2% 18,8%
n Kópavogur 73,7% 26,3%
n Hafnarfjörður 57,6% 42,4%
n Garðabær 50,1% 49,9%
n Mosfellsbær 32,4% 67,6%
n Seltjarnarnes 35,2% 64,8%
Landsbyggðin 80,5% 19,5%
✿ Styðja einhverja sameiningu (búseta)
Það sem þátttakendur uppskera:
• Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu
• Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum
• Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti og
styrkja sambönd
• Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri
og hafa áhrif
• Betra skipulag og skýrari markmið
• Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun
Næstu námskeið:
10-12 ára – 5. ágúst kl 9-13, 8 virka daga í röð - Uppselt
10-12 ára – 12. ágúst kl 10-14, 8 virka daga í röð
10-12 ára – 26. september kl 10-13, 8 laugardaga í röð
13-15 ára – 5. ágúst kl 13.00 til 16.30, 8 virka daga í röð
13-15 ára – 22. september kl 17-20.30, 1x í viku í 8 vikur
16-19 ára örnámskeið – Kickstartaðu haustinu! 17.-18. ágúst kl 13-16
16-19 ára – 10. ágúst kl 18-22, 8 skipti á 4 vikum
16-19 ára – 23. sept kl 18-22, 1x í viku í 8 vikur
20-25 ára – 4. ágúst kl. 18-22, tvisvar í viku – Örfá sæti laus
20-25 ára – 24. september kl. 18-22, einu sinni í viku
18-25 ára – 9.-11. október kl 8.30-17, 3 dagar í röð
Kynntu þér málið á dale.is eða í síma 5557080
98% þátttakenda segjast þora meira að vera þau sjálf
LÖGREGLUMÁL Á þriðja tug vitna
hefur verið yf irheyrður vegna
húsbrunans við Bræðraborgar-
stíg 1, þann 25. júní síðastliðinn,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Meðal þeirra eru bæði fórnarlömb
brunans og íbúar hússins, auk ann-
arra vitna sem voru í námunda við
brunann.
Bruninn er rannsakaður sem
manndráp af ásetningi. Auk þess er
hinn grunaði sakaður um íkveikju
sem olli almannahættu, um að hafa
stefnt lífi fólks í hættu og að hafa
brotið gegn valdstjórninni.
Hinn grunaði var þann 15. júlí
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6.
ágúst. Ekki er víst hvort ákæra verði
gefin út fyrir þann tíma.
Yfirheyrslur yfir manninum eru
hafnar, en ekki var hægt að ræða
við hann í að minnsta kosti þrjár
vikur í kjölfar brunans vegna and-
legs ástands.
Vettvangsrannsókn að Bræðra-
borgarstíg er lokið af hálfu lög-
reglunnar. Áður en ákæra verður
gefin út er nú beðið niðurstöðu
rannsókna á sýnum sem tekin
voru á staðnum. Hvort óskað verði
framlengingar á gæsluvarðhaldi 6.
ágúst, ræðst þó fyrst og fremst af því
hvernig lögreglu sækist að kynna
hinum grunaða gögn málsins og
yfirheyra um málsatvik. Enginn
annar en umræddur maður hefur
stöðu grunaðs.
Alls létust þrír í brunanum við
Bræðraborgarstíg. Fjórir lögðust
inn á spítala, þar af tveir á gjör-
gæslu. Þrír af þeim sem þurftu að
leggjast inn á spítala hafa nú verið
útskrifaðir, en sá fjórði er enn þungt
haldinn. – thg
Á þriðja tug vitna yfirheyrð vegna brunans á Bræðraborgarstíg
Frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SVEITARSTJÓRNARMÁL Mikill meiri-
hluti þeirra sem tekur afstöðu í
nýrri könnun sem Zenter rann-
sóknir unnu fyrir Fréttablaðið,
er spenntur fyrir því að einhver
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
verði sameinuð.
Ef aðeins er litið til íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu telja rúm 72 prósent
að sameina megi einhver sveitar-
félög á svæðinu, en tæp 28 prósent
eru því ósammála.
Íbúar á landsbyggðinni eru enn
frekar á því að sameina megi ein-
hver þessara sveitarfélaga. Þar telja
tæp 81 prósent að sameina megi
einhver þeirra.
Hlutfallslega f lestir íbúar í
Reykjavík eru á því að sameina
megi einhver sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu. Rúmt 81 prósent
er á þeirri skoðun, en hlutfallið er
rúm 73 prósent í Kópavogi, tæp 58
prósent í Hafnarfirði og rétt rúmur
helmingur í Garðabæ.
Áhuginn er öllu minni í Mos-
fellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem
um tveir af hverjum þremur vilja
ekki sameiningu á höfuðborgar-
svæðinu.
Ef aðeins er litið til íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu reynast karlar held-
ur spenntari fyrir sameiningu en
konur. Rúm 77 prósent karla telja að
sameina megi einhver sveitarfélög,
en rúm 66 prósent kvenna.
Þá er eldra fólk nokkuð áhuga-
samara um sameiningu sveitar-
félaga en yngra fólk.
Þannig eru á bilinu 77 til 81 pró-
sent þeirra sem eru eldri en 45 ára
á því að sameina megi einhver
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Hlutfallið er hins vegar 55 prósent
Margir vilja sameina öll sveitarfélögin
Flestir þeirra sem telja að sameina megi einhver sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mestur
áhugi á einhvers konar sameiningu er meðal Reykvíkinga og íbúa á landsbyggðinni. Karlar eru hlynntari sameiningu en konur.
hjá þeim sem eru 18-24 ára. Í aldurs-
hópnum 35-44 ára eru 70 prósent
hlynntir einhverri sameiningu, og
litlu færri hjá 25-34 ára.
Hið sama gildir um tekjuhærri
hópa sem eru líklegri til að styðja
sameiningu en tekjulægri hópar.
Rúm 79 prósent þeirra sem hafa
600 þúsund krónur í tekjur á mán-
uði telja að sameina megi einhver
sveitarfélögin. Hlutfallið er um
það bil tveir þriðju hjá þeim sem
hafa lægri tekjur en 600 þúsund á
mánuði.
Þeir sem svöruðu því að sameina
mætti einhver sveitarfélaganna,
voru einnig spurðir um það hvaða
sameiningu þeir vildu helst sjá.
Svarendur gátu þar merkt við fleiri
en einn valmöguleika.
Af íbúum á höfuðborgarsvæðinu
svöruðu flestir, eða tæpur helming-
Samanlagður íbúa-
fjöldi tæp 235 þúsund
Þann 1. júlí síðastliðinn var
samanlagður fjöldi íbúa sveitar-
félaganna sex 234.703, sam-
kvæmt tölum frá Þjóðskrá.
Í Reykjavík bjuggu 132.421,
Kópavogsbúar voru 38.156,
Hafnfirðingar 29.873, Garðbæ-
ingar 17.322, í Mosfellsbæ voru
íbúar 12.231 og á Seltjarnarnesi
voru þeir 4.700.
ur því, að sameina mætti öll sveitar-
félögin á svæðinu í eitt sveitarfélag.
Næstf lestir nefndu sameiningu
Reykjavíkur og Seltjarnarness, eða
rúm 44 prósent.
Rúm 27 prósent svöruðu að sam-
eina mætti Kópavog, Hafnarfjörð
og Garðabæ og tæp 22 prósent að
sameina mætti Reykjavík og Mos-
fellsbæ.
Þá nefndu rúm 15 prósent sam-
einingu Hafnarfjarðar og Garða-
bæjar, tæp tíu prósent sameiningu
Kópavogs og Garðabæjar og rúm
átta prósent sameiningu Reykja-
víkur og Kópavogs.
Ef svör íbúa á landsbyggðinni
eru skoðuð, kemur í ljós að tveir af
hverjum þremur sem vilja sjá ein-
hverja sameiningu nefna samein-
ingu allra sveitarfélaganna.
Könnunin sem var send á könn-
unarhóp Zenter, var framkvæmd 16.
til 28. júlí. Í úrtaki voru 2.600 manns
18 ára og eldri, en svarhlutfall var
rúm 55 prósent. Gögnin voru greind
eftir kyni, aldri og búsetu.
sighvatur@frettabladid.is
2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð