Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 6
Við flytjum sorpið til þriggja staða – Rotterdam og Osló og svo til Álaborgar í Danmörku. Jón Þórir Frantz- son, forstjóri Íslenska gáma- félagins UMHVE RFISM ÁL Einsýnt er að útf lutningur á almennu sorpi muni aukast á næstu misserum, segja viðmælendur Fréttablaðsins. Útf lutningur á vegum einkaaðila hefur aukist mikið síðastliðið ár og nú hefur Sorpa það til skoðunar að gera slíkt hið sama, en samkvæmt nýlega samþykktum viðauka eig- endastefnu fyrirtækisins verður hætt að urða sorp í Álfsnesi fyrir árslok 2023. Sorpið sem flutt er út, einkum til Danmerkur, er brennt til orkuframleiðslu þegar það er komið á áfangastað. Íslenska gámafélagið f lytur um 1.500 tonn af almennu sorpi út í hverjum mánuði til orkufram- leiðslu, að sögn Jóns Þóris Frantz- sonar, forstjóra fyrirtækisins. Á ársgrundvelli eru það um 18 þús- und tonn, en Jón Þórir segir að á næsta ári verði stefnt að því að tvö- falda magnið, enda sé eftirspurnin mikil erlendis. „Ég er alltaf að leita að meira efni til að f lytja út,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Við f lytjum sorpið til þriggja staða – Rotterdam og Osló og svo til Álaborgar í Danmörku,“ segir Jón Þórir, en um þriðjungur alls raf- magns sem Álaborg og nærliggjandi sveitarfélög nota, er framleiddur með brennslu á sorpi. Samkvæmt upphaflegri eigenda- stefnu Sorpu frá árinu 2013 átti að hætta að urða sorp í Álfsnesi í lok þessa árs, en því hefur nú verið frestað til ársloka 2023. Sorpa hefur ekki ráðist í útf lutning á sorpi til orkubrennslu enn sem komið er, en líklegt er að slíkar hreyfingar fari af stað snemma á næsta ári, að sögn Helga Þórs Ingasonar, fram- kvæmdastjóra Sorpu. Helgi Þór áætlar að allt að 60 til 70 þúsund tonn af sorpi sem ann- ars hefði farið til urðunar á Íslandi, gætu endað í erlendri orkuvinnslu. Raunar sé það eini möguleikinn í stöðunni á meðan engin sorp- brennsla er til staðar á Íslandi eftir að hætt verður að urða í Álfsnesi. Sorpa hefur leyfi til að urða 120 þúsund tonn á ári af almennu sorpi í Álfsnesi en hefur ítrekað farið yfir þau mörk. Til að mynda voru 147 þúsund tonn urðuð árið 2018. Lík- legt er talið að nokkuð svipuð staða verði upp á teningnum á árinu 2019. Eftir að Sorpa fór svo langt yfir urðunarheimild sína á árinu 2018, þurfti félagið að skila inn úrbótaáætlun til samþykktar hjá Umhverfisstofnun. Sorpu hefur enn ekki verið veitt áminning frá Umhverfisstofnun vegna þessa, en ekki er hægt að beita dagsektum vegna brota á urðunarheimildum nema að undangenginni áminn- ingu. Dagsektir geta numið allt að 500 þúsund krónum, samkvæmt lögum. thg@frettabladid.is Útflutningur á almennu sorpi til Danmerkur færist í aukana Um það bil 1500 tonn af sorpi eru flutt úr landi í hverjum mánuði og þar er það brennt til orkufram- leiðslu. Einsýnt er að útflutningurinn muni aukast. Sorpa hefur ekki enn hafið útflutning á sorpi, en allar líkur eru á fyrirtækið geri það á næsta ári. Sorpa mun hætta urðun sorps í Álfsnesi fyrir árslok 2023. Samkvæmt nýrri eigendastefnu Sorpu verður hætt að urða sorp í Álfsnesi fyrir árslok 2023. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG Galdradrengurinn Harry Potter er ein dáðasta skáldsagna- persóna allra tíma. Kemur fram í bókum J. K. Rowling að Potter er fæddur 31. júlí 1980. Hann fagnar því fertugsafmæli. Því verður fagn- að í Borgarbókasafninu í Kringl- unni næstu daga. Í tilkynningu frá Borgarbóka- safninu segir að hugdjarfir geti leit- að helkrossa, forvitnir geta komist að því í hvaða vist þeir eru eða tekið myndir af nýsloppnum Azkaban- föngum. Hægt er að föndra öskrara fyrir þá sem þurfa orð í eyra eða hjálpa Harry að föndra Hedwig og ferðatösku svo hann komist í skólann. Fögnuðurinn nær svo hámarki frá klukkan 13-14 á föstudaginn er slegið verður upp kökuboði. – bþ Fertugsafmæli Harry Potter fagnað ákaft LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru gegn fertugum Reykvíkingi fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis- og vímuefna. Ekki tókst að birta manninum ákæruna sem var því birt í Lögbirtingablaðinu. Manninum er gefið að sök að hafa ekið alls átta sinum á 18 mánaða tímabili undir áhrifum. Í öllum tilvikum var hann undir áhrifum kannabisefna og í helmingi tilvika einnig undir áhrifum áfengis. – bþ Ítrekað gripinn undir áhrifum Harry Potter and the Goblet of Fire. Sekkjapípur ómuðu Þau Barbara, Constantin og Lothar frá Þýskalandi, blésu í sekkjapípur af miklum þrótti við Bernhöftstorfu á mánudaginn. Þessi þýska fjölskylda sem tilheyrir sautján manna áhugahópnum The Castle Pipers, kvaðst eiga sumarhús hér á landi og dvelja þar í fríum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNSÝSLA Áslaug Arna Sigur- björns dóttir dóms mála ráð herra hefur til kynnt Ólafi Helga Kjartans- syni, lög reglu stjóra á Suður nesjum, um flutning hans til em bættis lög- reglunnar í Vest manna eyjum. Í form legu bréfi er tilkynnt að flutningur Ólafs Helga til Eyja taki gildi strax um mánaða mótin, fallist hann á flutninginn. Hefur hann því skamman tíma til að taka af stöðu til þessara breytinga. Hafni Ólafur breytingunum, kann að vera ein- faldara fyrir ráð herra að gera við hann starfs loka samning. Ólafur Helgi verður 67 ára í septem ber og er því kominn á leyfi legan eftir- launa aldur. „Ég tjái mig ekki um það,“ sagði Ólafur Helgi í gær, inntur eftir upp lýsingum um fyrir hugaðan flutning. Ás laug Arna Sigur björns- dóttir dóms mála ráð herra svaraði ekki fyrir spurnum Frétta blaðsins um málið, sem nánar er fjallað um á frettabladid.is. – aá Tilkynnti Ólafi flutning til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðar flutning. 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.