Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ekki aðeins hefur þessi réttur verið afnuminn, heldur eru mótmæli beinlínis bönnuð hér á landi. Í þessu felast tækifæri fyrir vöru- merki sem telja sig sannarlega vera sjálf- bær og samfélags- lega ábyrg. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Vörumerkjavísitala brandr mælir þær tengingar sem skipta mestu máli í huga hins almenna neytanda. Gagnagrunnur vísitölunnar hefur farið ört vaxandi og þessi hafsjór af upplýsingum veitt okkur tækifæri til að skilja hvernig íslenskir neytendur skynja vörumerki. Ein af fjórum víddum vísitölunnar er sjálf bærni og umhverfi, sem mælir þætti sem snúa að sjálf bærni, umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð í nærumhverfi. Það vekur helst athygli í niðurstöðum þessara greininga að sjálf bærni- og umhverfisvíddin hefur lítil sem engin áhrif á það hvort viðskiptavinir séu tilbúnir til þess að mæla með íslenskum vöru- merkjum. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar í ljósi umræðu um sjálf bærni og samfélagslega ábyrgð vörumerkja, sem hefur átt sér stað í samfélaginu síðustu ár. Þess ber að geta að almennt eiga viðskiptavinir erfitt með að svara spurningum sem varða sjálf bærni og umhverfi, vegna skorts á upplýsingum frá fyrir- tækjum. Því er stór hluti viðskiptavina sem tekur ekki afstöðu gagnvart þáttum sem mæla þessar tengingar. Aðspurðir telja hins vegar viðskiptavinir íslenskra vörumerkja að umhverfisstefna vörumerkja sé þeim mikilvæg. Það vekur því upp spurninguna hvort að vörumerki séu almennt ekki að standast kröfur neytenda þegar kemur að sjálf bærni og samfélagslegri ábyrgð, eða hvort þau séu einfaldlega ekki að miðla því nógu vel til viðskiptavina sinna. Það eru vissulega til vörumerki á Íslandi sem standa sig mjög vel þegar kemur að þessum málaflokkum og verja tíma og fjármunum í að uppfylla ýmis skilyrði, hvort sem að það eru markmið Sameinuðu þjóðanna eða ESG viðmið Nasdaq. Í þessu felast tækifæri fyrir vörumerki sem telja sig sannarlega vera sjálf bær og samfélagslega ábyrg. Tækifærin felast í því að innleiða þessa þætti í staðfærslu vörumerkja, sem samsvarar raunverulegum aðgerðum fyrirtækja, og miðla því til neytenda á einfaldan og skilvirkan hátt. Nánari útlistun og greiningar á gagnasafni brandr vísitölunnar má finna á samfélagsmiðlum brandr. Skiptir sjálfbærni máli? Kristján Már Sigurbjörnsson rannsakandi hjá brandr Heitustu grillin! weber.is Kolagrill Gasgrill Rafmagns grill Tveir ungir menn voru ákærðir fyrir óhlýðni fyrr í vor. Verði þeir sakfelldir bætast þeir í hóp tuga annarra sem hafa nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að tjá óánægju sína opinberlega og hlotið refsingu fyrir. Ungu mennirnir höfðu sest í anddyri dómsmálaráðuneytisins og óskað eftir áheyrn ráðherra: Vildu ræða við hana aðbúnað flóttafólks. Ráðherra tók ekki á móti þeim en hringdi á lögreglu. Þeir voru handteknir, sakaðir um húsbrot og nú ári síðar ákærðir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa umrædda, opinbera byggingu. Líkt og í f lestum frjálsum lýðræðisríkjum hafa íslenskir borgarar reglulega séð ástæðu til að tjá óánægju sína með innlend eða erlend stjórnvöld á grundvelli stjórnarskrárvarins réttar. Fram undir lok síðustu aldar taldi lögregla sig þó hafa „venjuhelgaða“ heimild til að handtaka fólk og fjarlægja af almanna- færi til að halda uppi friði og allsherjarreglu. En þegar á reyndi dugðu þær ekki fyrir dómi. Ekki þá. Átta manns voru handtekin í maí 1997 við mótmæli á Austurvelli, þar sem fram fóru upptökur á banda- ríska þættinum Good Morning America. Einn hinna handteknu höfðaði síðar mál og krafðist bóta fyrir ólöglega handtöku. Lögregla vísaði til nýrra laga- ákvæða um heimild sína til að handtaka og fjarlægja fólk, og skyldu borgara til að hlýða slíkum fyrirmæl- um. Ekki var fallist á þetta með lögreglunni þar sem hin nýju lög höfðu ekki tekið gildi þegar mótmælin á Austurvelli fóru fram. Hinum handtekna voru dæmdar 50 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmæta frelsis- sviptingu. Í dóminum segir meðal annars: „Verður að telja að lögreglu hafi skort lagaheimild til handtöku stefnanda sem nýtti sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til þess að koma skoðunum sínum á framfæri.“ Að þessum dómi gengnum urðu vatnaskil í vernd réttar frjálsra borgara til friðsamlegra mótmæla. Margir muna óblíðar móttökur sem meðlimir Falun Gong fengu við komu hingað árið 2002, en tilvikin eru svo miklu fleiri. Árið 1997 voru mótmæli í raun gerð refsiverð og lögreglu ekki aðeins fengin skýr lagaheimild til að hafa afskipti af mótmælum, heldur einnig til að ákæra þá sem ekki hlýddu fyrirmælum. Dómstólarnir hafa því miður brugðist gjörsamlega og þeir borgarar sem íhuga að nýta rétt sinn og frelsi til að veita stjórnvöldum aðhald, þurfa því ekki aðeins að gera upp við sig hvort þeir hætti á að verða fjarlægðir af vettvangi, heldur eiga þeir einnig yfir höfði sér sakfell- ingu fyrir refsivert athæfi, með öllu sem því fylgir. Enginn virðist hafa haft uppi andmæli gegn þessari breytingu á sínum tíma. Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands bárust boð um að veita umsögn um frumvarpið, en engar bárust. Afnám þessara mannréttinda rann átakalaust í gegn og eftir að hin nýju lögreglulög tóku gildi um mitt ár 1997 hafa íslenskir dómstólar talið hlýðniskyldu við lögreglu æðri, bæði tjáningarfrelsinu og hinu gamal- gróna ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt manna til að safnast saman vopnlausir. Ekki aðeins hefur þessi réttur verið afnuminn, heldur eru mótmæli beinlínis bönnuð hér á landi. Til óhlýðinna Ólafsveisla Óhætt er að fullyrða að gjörvall- ar Vestmannaeyjar hafi nötrað þegar greint var frá því að dóms- málaráðherra hygðist senda hinn umdeilda lögreglustjóra, Ólaf Helga Kjartansson, til að taka við stjórn löggæslumála þar syðra. Hinn háværi minni- hluti reis upp á afturlappirnar og gjammaði á samfélagsmiðl- um eins og von var. Þeir sem völdin hafa sýndu hins vegar hvernig þeim var innanbrjósts með verkum sínum. Sama dag var samþykkt leyfi fyrir f lug- eldahátíð og veisluhöld þar sem ekkert verður til sparað. Stór brenna og áfengissala utandyra. Sem betur fer mun þó enginn græða, en ágóðinn rennur samt til ÍBV. Sameina draslið Ný skoðanakönnun Frétta- blaðsins um afstöðu Íslendinga til Borgarlínunnar vöktu athygli í vikunni. Ekki síst fyrir þær sláandi fréttir að Garðbæingar og Seltirningar eru á móti hinni meintu byltingu í almennings- samgöngum. Best færi á því ef fjölmenn nefnd félags- og sálfræðinga myndi rannsaka frekar hvers vegna í ósköpunum íbúar þessara bæjarfélaga vilja ekki eyða milljörðum í strætó á sterum. Þá voru Reykvíkingar nokkuð hlynntir áformunum, en fólk af landsbyggðinni er á móti áformunum og telur þau greinilega algjört bruðl. 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.