Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 13

Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 13
Vorið 1992 lauk eg prófi frá Leiðsöguskóla Íslands. Þetta var stutt en mjög áhugavert nám á háskólastigi veturinn 1991- 1992 sem að miklu leyti var mjög góð og þörf upprifjun á mennta- skólanáminu tveimur áratugum fyrr. Auk þess var góð yfirferð um það nýjasta í jarðfræði Íslands sem þáverandi skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur og dokt- or í Esjunni sá um. Þá var auðvitað farið yfir landið þar sem lögð var áhersla á staðfræðilega þekkingu og reynslu í ferðalögum undir leið- sögn Kristbjargar Þórhallsdóttur og Birnu G. Bjarnleifsdóttur skóla- stjóra Leiðsöguskólans. Auðvitað voru ýmsir fleiri sem komu að nám- inu en þetta voru eftirminnilegustu kennararnir sem báru af. Öll sumrin síðan hefi eg starfað sem leiðsögumaður utan sumarið 2016 en þá varð eg að draga stórlega í land vegna alvarlegra veikinda en þá átti eg í baráttu við krabbamein. Eg hefi ætíð síðan borið mikla virð- ingu fyrir heilbrigðisþjónustunni okkar sem eg tel standa sig mjög vel þrátt fyrir allt. Eg hafði leiðsögn að hlutastarfi fram að bankahruni en eftir það hefur það verið að mestu megin- starf mitt. Í byrjun þessa árs var eg ráðinn í nálægt 60 dagsverk í ferða- þjónustunni. Með kórónafaraldr- inum sem geisað hefur um heims- byggðina hafa öll þessi fyrirhuguðu dagsverk mín fram að þessu verið af bókuð. Ef eg ekki nyti eftirlauna þá væri eg nánast tekjulaus þetta árið. En eftirlaunin mín eru rétt til að skrimta af. Hefi eg um kvart- milljón eftir skatta og eiginkonan mín áþekka fjárhæð. Þar sem við erum skuldlaus bæði við guð og menn sem og banka, þá hefur það dugað okkur enda berumst við ekki mikið á. En sjálfsagt þætti mörgum það vera fremur kotungs- leg eftirlaun eftir að hafa tekið þátt í atvinnulífi landsmanna í 40-50 ár. En svona er nú það og stjórnmála- mennirnir í stjórnarráðinu sem öllu ráða um hverjum lífsreglum lands- menn eigi að fara eftir, þeir væru líklega ekki sáttir ef þeir þyrftu að bera jafn lítið út býtum eins og venjulegt fólk. Stjórnvöld mættu taka ákvarðan- ir til að greiða betur veg ferðaþjón- ustunnar og starfsmanna hennar. Við sem fengist höfum lengi við leiðsögu eftir lögum og reglum um atvinnuleysisbætur erum gjörsam- lega réttlaus nema við höfum haft einhverjar tekjur af starfa okkar næsta hálfa árið. Ferðaþjónustan er einna mest yfir sumartímann og eru þá mestu uppgripin meðal ann- ars með þýskumælandi ferðamenn sem eg hefi sinnt í nær 30 ár. Í áratugi hafa leiðsögumenn farið fram á löggildingu starfs okkar þar sem engum yrði heimilt að nefna sig leiðsögumann nema með þar tilskilinni menntun og reynslu sem viðkomandi hafi af lað sér. Í dag mega ferðaskrifstofur ráða nánast hvern sem er án nokkurrar mennt- unar eða reynslu og ráða sem leið- sögumann á sínum vegum. Einkennileg stefna Ráðherra ferðamála hefur eytt stórfé til að auglýsa Ísland sem ferðamannaland og þá sérstakan vettvang fyrir þá sem eru orðnir vanstilltir vegna kórónaveirunnar. Er settur upp einhvers konar útbún- aður til þess! Það þykir einkennilegt þegar nægt fé er fyrir hendi í svona lagað en í áratugi hefur skort á nægt fé til að reka aðstöðu fyrir ferðafólk eins og salerni. Hvað kemur ráð- herranum til þessa? Í hugum ótalmargra ferðamanna sem hingað koma bíður einstakt tækifæri að kynnast algjörri þögn náttúrunnar. Eg minnist þess hvernig konan mín upplifði nátt- úruna á Íslandi en hún kom hingað fyrst fyrir rúmum 40 árum. Eitt sinn vorum við á göngu á Mosfells- heiðinni og mærði hún þögnina sem unnt var að njóta við hvert skref. Fyrstu viðbrögð mín voru að eg skildi hana ekki því það sem við eigum nóg af skynjum við ekki. Eg held að það sé mjög illa farið með skattfé landsmanna að ráða breska auglýsingastofu til að aug- lýsa fagra og friðsæla landið okkar sem áfangastað þar sem tækifæri er að haga sér sem vitstola einstakl- ingur sem veit ekki hvað hann eigi að gera af sér annað en að öskra. Mætti biðja um þögnina en hún er okkur öllum nauðsynleg. Að kunna að þegja er einstakur hæfileiki þegar það á við. Ráðherra ferðamála þarf að setja sig betur inn í störf okkar leiðsögu- manna en ekki vera staðinn að því að sólunda opinberu fé í einhverja vitleysu sem einhverri erlendri auglýsingastofu hefur dottið í hug, kannski meira í gríni en alvöru. Ritað á 68. afmælisdegi mínum þann 24. júlí 2020. Þörf á góðri leiðsögu Göngugatan í Mjódd býður upp á ótal möguleika. Sölu-básar hafa verið í göngu- götunni sem gert hafa mikið fyrir hana. Hægt væri að blása enn meira lífi í göngugötuna með litlum til- kostnaði. Endrum og sinnum hafa verið þar viðburðir skipulagðir af Reykjavíkurborg en að jafnaði er ekkert við að vera í göngugötunni. Úr göngugötunni er aðkoma í margar verslanir. Yfirbyggð gata eins og göngugatan í Mjódd og litlu torgin við innganga til norðurs og suðurs bjóða upp á ýmis tækifæri. Vel mætti vinna markvisst að því að þetta svæði yrði að helsta kjarna Breiðholtsins. Á borgarráðsfundi í júlí lagði Flokkur fólksins fram þrjár tillögur sem snúa að göngu- götunni í Mjódd og umhverf i hennar. Tillaga um aukið og viðvarandi líf og fjör Lagt er til að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar leggi sitt af mörkum til að ef la starfsemi í Mjódd til dæmis með því að glæða göngugötuna þar lífi. Svo virðist sem engin sérstök stefna ríki um svæðið í Mjódd. Með því að glæða götuna lífi mun það auka aðsóknina og breikka hóp viðskiptavina. Tak- ist vel til myndu fleiri fyrirtæki og verslanir vilja vera á svæðinu sem er sérstaklega vel staðsett því aðkoma er góð úr mörgum áttum. Gera ætti göngugötuna í Mjódd að af þrey- ingarmiðaðri göngugötu og er þá átt við göngugötu sem fólk á öllum aldri heimsækir ýmist til að versla, fá sér kaffi en ekki síst til að upplifa alls kyns viðburði og skemmtun. Göngugatan í Mjódd hentar mjög vel fyrir þá sem langar að hitta aðra eða sjá skemmtilega hluti. Verslun í bland við veitingasölu, uppákomur, gjörningar og styttri viðburðir svo sem uppistand, stuttir leikþættir, dans-, tónlistar- og söngatriði og f leira í þeim dúr er eitthvað sem laðar að. Til að gera götuna meira aðlaðandi mætti skreyta götuna meira með listaverkum, mála hana með glaðlegum litum, setja upp f leiri lítil leiktæki og aðra af þrey- ingu sem þarna myndi passa inn. Tillögur um endurgerð bíla- stæða og að umhverfið verði fært í nútímalegra horf Til ársloka 2018 var í gangi samn- ingur milli Reykjavíkur og Svæðis- félags vegna göngugötu í Mjódd. Sá samningur er fallinn úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. Viðræður ganga hægt og endur- gerð bílastæðanna á svæðinu er orðið afar brýnt mál. Borgarfull- trúi Flokks fólksins hefur lagt til að gengið verði sem fyrst til samninga aftur með hagsmuni Mjóddar að leiðarljósi. Endurgerð bílastæðanna er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja aðgengis- og öryggismál gesta og viðskiptavina sem leggja leið sína í Mjódd. Flokkur fólksins hefur einnig lagt til að skipulagsyfirvöld horfi til endurnýjunar á svæðinu umhverfis Mjódd og að það verði fært í nútíma- legra horf. Endurgera þarf grænu svæðin í kringum Mjódd og snyrta þau. Einnig að hlutast verði til um uppsetningu hjólastæða fyrir raf- hjól og hefðbundin hjól, settar verði upp hleðslustöðvar fyrir bíla og því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu komið í notkun. Það er mikilvægt að skipulagsyf- irvöld hugi jafnt að öllum hverfum borgarinnar og nýti möguleikana sem hver hverfiskjarni hefur upp á að bjóða. Markmiðið og tilgang- urinn með þessum tillögum er að hvetja borgaryfirvöld tul að gefa göngugötunni í Mjódd og umhverfi hennar meiri gaum. Það standa til ákveðnar framkvæmdir utan- dyra í Mjódd sem er af hinu góða en þarna er fjölmargt meira sem kallar á markvissa skipulagningu og endurgerð. Meira líf í Mjódd Sláandi var frásögn Ríkisút-varpsins af nýsettum lögum um landakaup. Þar sagði meðal annars: „Veigamestu breytingarnar, en jafnframt þær umdeildustu, felast í að landbúnaðarráðherra fær heimild til að setja hömlur á jarðakaup. Þannig getur fasteigna- kaupandi ekki eignast land ef hann eða tengdir aðilar eiga fyrir land sem er samanlagt 10 þúsund hektarar að stærð nema með sér- stakri undanþágu frá ráðherra.“ Það er vissulega rétt að auðmenn sem vilja kaupa upp allt land á stórum svæðum, nánast landshluta, vilja engar hömlur, jafnvel þær sem eru aðeins að formi til, það er líka rétt að ósvífnustu og stórtækustu braskararnir tefla fram málaliðum sem segja af og frá að stjórnarskrá Íslands eigi að gilda en í 72. grein hennar segir að „með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi … hér á landi.“ Undanhald Ríkisstjórn og Alþingi höfðu því miður ekki dug í sér til að standa á þessum rétti okkar, hvað þá láta reyna á þá túlkun stjórnlagasér- fræðinga að EES samningurinn taki ekki til landakaupa, enda hefði fjármagnsf læði yfir landa- mæri (frjálst f læði fjármagns) jafn- an átt að skoðast í ljósi samspils við aðra þætti „fjórfrelsisins“, það er hvort það þjónaði markmiðum hins innri markaðar um frelsi til fólksf lutninga, staðfesturéttar og viðskipta með vörur og þjónustu. Þarna er um að ræða undanhald frá markaðri stefnu, sem birtist í reglugerð og lagafrumvarpi frá þáverandi ríkisstjórn, árið 2013. Þar var sett sem skilyrði fyrir eign á landi (umfram spildu undir bústað) að kaupandi væri íslenskur ríkis- borgari og að aldrei mætti fram- selja eignarhald á landi út fyrir landsteinana þannig að vatns- og veiðiréttindi fylgdu. Hvers vegna ekki allt land? Það jákvæða við nýsett lög er að nú skal gerð gangskör að skráningu landareigna og jafnframt fengið samþykki fyrir aðilaskiptum. En viti menn, því aðeins er slíkt skylt að menn eigi fyrir fimm lögbýli eða fleiri, eða samanlagt 1.500 hektara lands. Hvers vegna þessi mörk í ljósi þess að einu skilyrðin fyrir leyfis- veitingu á þessu stigi eru að farið sé að lögum og reglum sem gilda um skipulag og nýtingu á landi? Að öðru leyti er leyfisveitingin formsatriði. Hvað varðar þær takmarkanir á landakaupum sem Ríkisútvarpið vitnaði til, þá koma þær fyrst til sögunnar eigi viðkomandi 10 þús- und hektara fyrir. Það er ígildi tíu Skálholtsjarða, eða 20 til 30 ágætra landbúnaðarjarða í Eyjafirði eða á Suðurlandi. Nú er hins vegar vitað að menn á borð við auðmanninn Ratcliffe eiga þegar miklu meira land en þessu nemur. Yrði hann stöðvaður með þessum lögum? Það væri hægt enda skal það „að jafnaði“ gert, eins og segir í lagatextanum. Eignaraðall og landsetar Vandinn er hins vegar sá að þegar rýnt er í lögin kemur í ljós að það sem James þessi Ratcliffe segist vera að gera, það er að halda landi í byggð, verja laxastofna í samráði við innlendar stofnanir, fara að skipu- lagsákvæðum, þá verður líklegra en ekki að honum og hans líkum yrði veitt undanþága þrátt fyrir ákvæði um höfnun „að jafnaði“. Er það þá ekki bara besta mál að auðmennirnir á norðausturhorn- inu, í Fljótunum og Tungunum eignist Ísland: Að byggðunum, lax- inum, vatninu og orkugjöfunum verði best borgið í þeirra höndum? Það þykir ekki tíu þúsund manns sem undirrituðu kröfur um hið gagnstæða sem forsvarskonan fyrir söfnuninni, Jóna Imsland, afhenti nú nýlega forsætisráðherra við tak- markaða athygli fjölmiðla, með undantekningum þó. Vilja ekki þjóðfélag húsbænda og hjúa Þetta fólk vill ekki að Ísland verði land auðmanna og leiguliða þeirra. Þetta fólk vill að afdráttarlaust bann verði sett við eignasöfnun á landi, miklum mun þrengra en undanþáguákvæðið leyfir, að lög- gjafinn taki fram fyrir hendur á framkvæmdavaldinu með afger- andi hætti þannig að pólitískir stundarhagsmunir ráði aldrei för! Ríkisútvarpið var í hópi þeirra f jölmiðla sem sý ndu þessar i söfnun undirskrifta ekki hinn minnsta áhuga. Þeim mun meira hefur fréttastofan þar á bæ horft til þess sem peningamennirnir, annað hvort þeir sjálfir eða keyptir aðstoðarmenn þeirra, segja. Þá verður líka skiljanleg tilvísun í þau „umdeildu“ ákvæði sem ekki falla að hagsmunum auðmanna. Þúsundir undirskrifta teljast ekki með þegar skilgreint er hvað telj- ist umdeilt í hinum nýju lögum. Svo einfalt er það. Eða kannski ekki. Hver verða næstu skref? Látum ríkisstjórn og Alþingi njót a va f a n s . My nd i r í k i s- stjórnin vera svo væn að upp- lýsa okkur um hvort fyrirhuguð séu frekari skref á næstunni? Varla er þessu máli lokið, lands- menn varla svo lítilþægir. Alla vega var okkur sagt að stöðva ætti eignasöfnun í landi á afgerandi hátt. Hve n æ r ve r ð u r þ a ð g e r t ? Hver verða næstu skref? Auðmenn eiga ekki að stýra landakaupaumræðunni Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráð- herra Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins Guðjón Jensson eldri borgari og leiðsögumaður Ríkisútvarpið var í hópi þeirra fjölmiðla sem sýndu þessari söfnun undirskrifta ekki hinn minnsta áhuga. Þeim mun meira hefur fréttastofan þar á bæ horft til þess sem peningamenn- irnir, annað hvort þeir sjálfir eða keyptir aðstoðar- menn þeirra, segja. Markmiðið og tilgangurinn með þessum tillögum er að hvetja borgaryfirvöld til að gefa göngugötunni í Mjódd og umhverfi hennar meiri gaum. Í hugum ótalmargra ferða- manna sem hingað koma bíður einstakt tækifæri að kynnast algjörri þögn nátt- úrunnar. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.