Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 20
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ég er líka með þrjá staði á land- inu sem ég flétta saman í þessari lokaviðureign minni við söguna því hluti hennar gerist í Horna- firði, annar í Reykjavík og sá þriðji við hæsta foss landsins, Glym í Hvalfjarðarbotni. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Hulda Guðmundsdóttir (Dúnna) frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, sem lést á Grund, 19. júlí 2020, verður jarðsungin frá Digraneskirkju, 31. júlí, kl. 13.00. Sigurbjörg Lundholm Þórir Ólafsson Ísidór Hermannsson Ingibjörg Júlíusdóttir Steinn Lundholm Erla Elva Möller og afkomendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir Ljósheimum, Selfossi, lést föstudaginn 24. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jakob Skúlason Jóhanna Hallgrímsdóttir Þórmundur Skúlason Vilberg Skúlason Guðlaug Skúladóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Regína Pétursdóttir til heimilis að Skarðshlíð 30b, Akureyri, lést 14. júlí síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Bergur Ingólfsson Rannveig Friðþjófsdóttir Aðalheiður Sigurjónsdóttir Ísak Halldórsson Magnús Sigurjónsson Elísabet Hjálmarsdóttir Lilja Hrönn Bergsdóttir Grétar Þorsteinsson Sævar Bergsson Eygló Bergsdóttir Sigurður Jóhannsson ömmubörn og langömmubörn. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýju, við fráfall og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Arnheiðar Árnadóttur Theódór Óskarsson Guðrún Theodórsdóttir Kristján Georg Björnsson Óskar Theódórsson Katla Sveinbjörnsdóttir Bryndís Theódórsdóttir Gísli Kristján Birgisson Guðni G. og Arna María Kristjánsbörn Theódór, Arnheiður Rós, Pétur og Pálmi Óskarsbörn Hildur Sif, Theódóra og Hinrik Hjaltabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir Mag nú s Þór Sig mu ndsson, Monika Abendroth, Þórarinn Sigurbergsson, Berta Ómars- dóttir, Svanur Vilbergsson, Kómedíu- leikhúsið og f leiri góðir gestir koma fram á listahátíð í Selárdal í Arnarfirði um verslunarmannahelgina. Auk dagskrár í höndum þessa lista- fólks verður myndlistarsýning í Lista- safni Samúels og listasmiðja fyrir fjöl- skylduna. Einnig verður gönguferð í boði um Selárdal, matur úr héraðinu, kaffi og meðlæti og brennusöngur. Karina Hanney Marrero sér um jóga á morgnana. Loks mun Kómedíuleikhúsið f lytja leikrit um Samúel og sýnd verður kvik- myndin Steyptir draumar í kirkjunni. Hátíðarpassi kostar 9000 krónur frá föstudegi til sunnudags. Miðar eru til sölu á tix.is. – gun Listahátíð við safn Samúels í Selárdal Það sem mér hefur alltaf þótt heillandi við spennusögu-formið er þegar höfund-inum tekst að færa hana nær skáldsögunni með sterkri persónusköpun. Ég vil hafa bakgrunn í persónunum sem kemur ekki endilega glæpnum við – eða öðru því sem fjallað er um sem spennuefni. Þetta hef ég verið að kljást við og snýst einkum um eina persónu í bókunum mínum, hann Kára og örlög hans, segir Stefán Sturla Sigurjónsson, rithöfundur og leikari með meiru. Tilefnið er nýút- komin bók hans, Flækjurof. Hún er sú þriðja á fáum árum. Hann vinnur með stóra F-ið í titlunum, því áður komu út Fuglaskoðarinn og Fléttubönd. Stefán Sturla svarar símanum í sumarblíðu heima hjá sér í Finnlandi, en síðustu þrjú ár hefur hann dvalið hluta ársins á Höfn við uppbyggingu lista-og menningarsviðs hjá framhalds- skólanum þar. Hann upplýsir að sögu- svið Flækjurofs sé að einhverju leyti á Hornafirði. „Ég tek mér skáldaleyfi og nefni enga staði beint en þeir sem þekkja til sjá fyrir sér einhverjar aðstæður sem þeir kannast við,“ segir hann og heldur áfram. „Flækjurof er ekki beint fram- hald af fyrri bókunum en viss þráður er spunninn gegnum þær allar, eins og tíðkast í þríleik. Í þessari nýjustu er ég að hnýta þær saman þó þær séu sjálf- stæðar. Ég er líka með þrjá staði á landinu sem ég f létta saman í þess- ari lokaviður- eign minni við s ö g u n a þv í hluti hennar gerist í Horna- f irði, a nna r í Reyk jav í k og sá þriðji við hæsta foss landsins, Glym í Hvalfjarðar- botni. Svo maður gerist svolítið djúpur þá eru þessir staðir ekki valdir „af því bara“, heldur hafa þeir merkingu fyrir efnið.“ Stefán Sturla kveðst gefa frásögninni ákveðinn ljóðrænan blæ. „Í ljóði er sett saman hugsun sem mótast í fáum orðum í ákveðnum ryþma og gefur lesandanum möguleika á myndrænni upplifun af tilfinningu, viðburði eða sýn á tilveruna. Þess vegna er ljóðið svo sterkt form og skiptir miklu máli fyrir ritlistina yfir höfuð; í Flækjurofum tek ég enn dýpra í árinni til að finna leiðina í ljóðrænu formi frásagnarlistarinnar.“ Sjálfur kveðst Stefán Sturla alltaf hafa verið mikið fyrir spennusögur. „Þær eru auðvitað misjafnar en sérstaklega finnst mér þær góðar ef höfundar nálgast form- ið út frá skáldsögunni, en hafa spennuna eða glæpinn sem eitthvert „twist“ að leika sér að. Frekar en það sé öfugt, að spennan sé aðalatriðið en persónurnar litlar aukaverur sem leita lausna á því sem fjallað er um.“ gun@frettabladid.is Flækjurof lokar þríleik Stefán Sturla Sigurjónsson var að senda frá sér nýja spennubók, Flækjurof. Það er síðasta bókin í þríleik sem hófst með Fuglaskoðaranum 2017. Fléttubönd kom á milli. Rithöfundurinn Stefán Sturla hugsandi við tölvuna í glímu sinni við söguefnið. Listasafnið er í þessu tignarlega húsi. Auk þess eru kirkja og íveruhús á staðnum. 1907 Friðrik VIII. Danakonungur kemur í heimsókn til Ís- lands og ferðast víða um land. 1977 Eftirlýstur þýskur bankaræningi er handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk. 1981 Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer ganga í það heilaga og athöfnin er sýnd í beinni útsendingu um allan heim. 2011 Stjórnlagaráð afhendir Alþingi formlega frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá. 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.