Fréttablaðið - 18.08.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 18.08.2020, Síða 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ „Þetta mun vissulega valda óþægindum fyrir íbúana og fyrirtækin,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar. Lokað er fyrir rennsli á heitu vatni í Hafnarfirði, hluta Garða- bæjar, efri byggðum Kópavogs og í Norðlingaholti til klukkan 9 á morgun, miðvikudag. Alls nær lok- unin til um 50 þúsund manns. Tilgangurinn er að fjölga heimil- um sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Þá þurfi minna að sækja af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Til að þetta megi tak- ast þarf nýja tengingu við Suðuræð, eina af meginflutningsæðum hita- veitunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Eðli málsins samkvæmt eru engar sundlaugar opnar. Óneitan- lega mun þetta hafa áhrif og valda óþægindum hjá mörgum fyrirtækj- um, má þar nefna hárgreiðslustofur, veitingastaði og fleiri sem reiða sig á heitt vatn í starfsemi sinni,“ segir Rósa. Hún segir lokunina fyrst og fremst vera óþægilega. „Fólk sýnir þessu skilning og lokunin var til- kynnt með góðum fyrirvara. Fram- kvæmdin snýr fyrst og fremst að því að tryggja heita vatnið til fram- tíðar til stækkandi hóps notenda. Varðandi hreinlæti og sóttvarnir, þá höfum við fengið upplýsingar frá sóttvarnayfirvöldum um það að áherslan sé á að nota sápu og það skipti minna máli hvort vatnið sé heitt eða kalt.“ Hafnarfjarðarbær kom ekki að því að ákveða dagsetningu lokun- arinnar en Rósa segir þennan tíma betri valkost en marga aðra. „Þetta gerist áður en skólarnir byrja og það er hlýtt úti. Svo getur maður gantast með það að væntanlega verði flestir Hafnfirðingar búnir að fara í bað áður en til þessa kemur þar sem lok- unin hefur verið auglýst ágætlega.“ Lokunin nær til nokkurra sund- lauga og eru það Ásvallalaug í Hafn- arfirði, Sundhöll Hafnarfjarðar, Salalaug í Kópavogi og Álftaneslaug í Garðabæ. Suðurbæjarlaug hefur verið lokuð síðustu vikur vegna framkvæmda. Mælt er með því að eiga ekki við hitaveitukrana heima fyrir og hafa glugga lokaða. Meðal fyrirtækja sem verða fyrir áhrifum lokunarinnar er Orku- húsið, sem flutti nýverið starfsemi sína frá Suðurlandsbraut til Vatns- enda í Kópavogi. „Við getum ekki framkvæmt aðgerðir báða dagana, þetta mun því bætast við aðrar tafir,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Orkuhússins. „Við skiljum ástæðurnar mjög vel, það eru mörg önnur fyrirtæki að lenda í þessu sama, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni er þetta ein stærsta lokun frá upphafi þannig að það er ekkert sem við getum maldað í móinn.“ Í Orkuhúsinu eru fjórar skurð- stofur, að meðaltali eru gerðar átta aðgerðir í hverri stofu á degi hverjum. „Þetta eru nokkrir tugir aðgerða sem þarf að endurskipu- leggja og setja á aðra daga. Við erum að skoða að gera aðgerðir á laugar- degi til að bæta þetta upp,“ segir Dagný. arib@frettabladid.is Fyrst og fremst óþægilegt en talin nauðsynleg framkvæmd Lokað er fyrir heitt vatn á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins til morguns. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir lokunina fyrst og fremst óþægilega. Lokunin nær til fjölda fyrirtækja og fresta þarf aðgerðum í Orkuhúsinu. Talinn heppilegur tími því að skólar hafa ekki hafið starfsemi og sumarblíða er í kortunum. ÚTLENDINGAMÁL Útlendingastofn- un hefur ákveðið að 124 umsóknir um alþjóðlega vernd, sem önnur Evrópuríki báru ábyrgð á á grund- velli Dyf linnar-reglugerðarinnar eða höfðu þegar verið afgreiddar með veitingu verndar í öðrum löndum, skuli fá efnislega meðferð. Ástæðan er útbreiðsla kóróna- veirufaraldursins sem hefur haft mikil áhrif á málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hérlendis. Miklar ferðatakmarkanir hafa verið við lýði í Evrópu síðan faraldurinn hófst og þá hafa mörg ríki lokað tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Í ljósi ástandsins ákvað Útlend- ingastofnun fyrr á árinu að aðlaga tímabundið mat sitt á því hvaða mál væru tekin til efnismeðferðar. Í 61 máli hafði ákvörðun verið tekin um brottvísun en þær voru afturkallaðar. Spurð segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, að þeir sem um ræðir séu enn á landinu en mis- jafnt sé hvort ákvörðunin hafi verið komin í ferli hjá kærunefnd útlend- ingamála. „Við hefðum ekki getað afturkallað mál sem þegar hafði verið úrskurðað í,“ segir Þórhildur. Af þessum 124 umsóknum hafa 35 verið afgreiddar í efnislega. Átta fengu dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum, 24 var veitt vernd eða viðbótarvernd en þremur synjað. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölda umsókna um alþjóðlega vernd síðustu mánuði. Fyrstu tvo mánuði ársins bárust 88 umsóknir hvorn mánuð. Í mars voru þær 58 talsins en síðan hrundi fjöldinn þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. Umsóknirnar voru aðeins 5 í apríl, 4 í maí en síðan 19 í júní. Í júlí, þegar f lugsamgöngur jukust, voru umsóknirnar 116 talsins. – bþ Afturkalla ákvarðanir um brottvísun og heimila efnislega meðferð Fjaran í Þorlákshöfn býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika. ÞORLÁKSHÖFN Á fundi hafna- og framk væmdanefndar Ölfuss í vikunni var farið í gerð fjárhags- áætlunar og undirbúning verk- legra framkvæmda á komandi ári. Í Þorlákshöfn á að koma sundlaug- inni í betra horf. Skoða á kostnað við uppsetningu á nýrri vatns- rennibraut og kaup á fjölbreyttari leiktækjum við sundlaugina. Skoða á aðgengi að fjörunni, meðal annars frá bílaplani golf- vallarins, og þá leggur nefndin til að finna þurfi æfingasvæði fyrir fjallahjólreiðar. Áhugahópur um fjallahjólreiðar sendi nefndinni bréf og tók hún vel í það erindi. Vill hún skoða hvort hægt sé að koma upp þrautum nærri skóla fyrir yngri áhugamenn um fjallahjóla- mennsku. – bb Skoða aðstöðu hjólreiðamanna Þá leggur nefndin til að finna þurfi æfingasvæði fyrir fjallahjólreiðar. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölda um- sókna um alþjóðlega vernd síðustu mánuði. Þetta gerist áður en skólarnir byrja og það er hlýtt úti. Svo getur maður gantast með það að væntanlega verði flestir Hafnfirðingar búnir að fara í bað áður en til þessa kemur. Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.