Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 8

Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Hagfræði- deild Lands- bankans metur fjárhagslegt tjón meðal- launþega við að missa vinnuna upp á um 326 þúsund krónur á mánuði. Það eru ekki aðstæður sem fólk velur sér. Lögleysa í margvís- legum skilningi á sér öflugan málsvara í Samtökum atvinnulífs- ins. Refsileysi fyrir þjófnað á launum verkafólks er stóra skömmin á íslenskum vinnumarkaði. Árlega eru þúsundir verkafólks á Íslandi hlunnfarnar um laun, sem þau ýmist sjá aldrei eða þurfa að fá aðstoð stéttarfélaga við að innheimta. Meðalupphæð launakrafna sem Efling vann fyrir sitt félagsfólk árið 2019 var 492 þúsund krónur. Slíkar kröfur skipta hundruðum ár hvert. Við gerð hinna svokölluðu Lífskjarasamninga skuldbatt ríkið sig til að hreinsa loksins þennan skammarblett. Lofað var að heimila sektir fyrir brot gegn lágmarkskjörum verkafólks (sjá lið 22 í skjalinu „Stuðningur stjórnvalda við Lífskjarasamningana“). Vinna fór af stað á vegum Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra þar sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands áttu að gera tillögur um lagabreytingar. ASÍ hefur þar lagt fram vel útfærðar og sanngjarnar lausnir. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar lagst gegn öllum tillögum og stöðvað framgang málsins. Með því er ráðist gegn einni af mikilvægustu forsendum gildandi kjarasamnings. Reyndin virðist vera sú að SA er ekki treystandi til að starfa samkvæmt lögum og á grunni þess samkomulags sem þau sjálf hafa fallist á. Í stað þess að standa vörð um eigin kjarasamninga standa þau vörð um þá sem brjóta þá. Lögleysa í margvíslegum skilningi á sér öflugan málsvara í Samtökum atvinnulífsins. Þar fara fremstir Sjálfstæðismenn af nýrri kynslóð, skólaðir í taumleysi góðærisáranna og skyndigróða ferða- þjónustubólunnar. Í huga þeirra virðast venjur og lágmarksheilindi við samningagerð engu máli skipta. En verkafólk á Íslandi á sér líka öfluga hreyfingu og sterk vopn. Atvinnurekendur fengu vorið 2019 langan kjarasamning þar sem þeim var veittur friður til nóvember 2022. Gildi samningsins er hins vegar háð því að hann og forsendur hans séu virtar. Gerist það ekki mun félagsfólk í Eflingu knýja fram efndir með öðrum leiðum. Stóra skömmin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar Botnlaus bröns Allt ætlaði um koll að keyra í netheimum um helgina þegar myndir birtust af ráðherra að gera sér glaðan dag með vinkonum sínum án þess að virða tveggja metra regluna. Verður það nú vandræðalegt ef sami ráðherra stígur fram í náinni framtíð til að brýna borgara til sóttvarna. Hefur þetta af hjúpað gjá milli þeirra sem halda í tveggja metra fjar- lægð frá öllum utan heimilis og þeirra sem reyna að halda sig í tveggja metra fjarlægð frá óheppilegheitum. Gjáin var hins vegar f ljótt fyllt af pólitískum keilum. Eina sem upp úr stendur er löngun í botnlausan bröns. Lukashenko-blokkin Húsa- og híbýlamálaráð Reykja- víkur fór yfir tillögur um tilnefningar til fegrunarviður- kenningar fyrir árið 2020. Þar voru opinberaðar hugmyndir um hvaða lóðir fjölbýlishúsa og stofnana geta unnið, en verð- launin ná einnig til endurbóta á eldri húsum. Athygli vekur að málið var skráð í trúnaðarmála- bók ráðsins og því fær fegurðin ekki að njóta sín opinberlega heldur einungis bak við luktar dyr. Grænfingraðir lóðareig- endur hljóta að vera að íhuga að kalla til kosningaeftirlit ÖSE svo verðlaunin endi ekki hjá ein- hverri Lukashenko-blokk. arib@frettabladid.is Það liggur því miður fyrir að atvinnu-leysi muni fara vaxandi í haust. Þá fer áhrifa þeirra fjölmörgu hópuppsagna sem gripið var til í vor og snemma í sumar að gæta. Þar fyrir utan er hætt við því að enn fleiri störf tapist vegna hertra sóttvarnaaðgerða við landamærin. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun var almennt atvinnuleysi tæp átta prósent í júlímán- uði. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi muni nálgast níu prósent í ágúst og september. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan í ársbyrjun 2010 þegar afleiðinga efnahagshrunsins gætti enn. Undanfarna daga hefur sprottið upp umræða um hvort hækka eigi atvinnuleysisbætur eða ekki. Raunar hefur verkalýðshreyfingin og hluti stjórnarandstöðunnar allt frá því í vor talað fyrir því að hækka eigi bæturnar. Samtök atvinnu- lífsins vara hins vegar við slíkum hækkunum og benda á að háar atvinnuleysisbætur dragi úr hvata til atvinnuleitar og leiði þannig til aukins atvinnuleysis. Slíkar hagfræðikenningar geta auð- vitað haft eitthvert gildi við ákveðnar aðstæður og einhvers staðar liggja mörk þess hve háar atvinnuleysisbætur mega vera. Þessar kenningar geta hins vegar ekki átt við þær aðstæður sem nú eru uppi á íslenskum vinnumarkaði. Grunnatvinnuleysisbætur eru nú tæpar 290 þúsund krónur á mánuði. Það verður að teljast afar lítill fælingarmáttur á atvinnuleit þeirra hópa sem misst hafa vinnuna að undanförnu. Hagfræðideild Landsbankans metur fjárhagslegt tjón meðallaunþega við að missa vinnuna upp á um 326 þúsund krónur á mánuði. Það eru ekki aðstæður sem fólk velur sér. Í málflutningi Samtaka atvinnulífsins er meðal annars bent á að erfitt hafi reynst að fá fólk í vinnu í sumar á tilteknum ferðamannastöðum þrátt fyrir atvinnuleysi á þeim svæðum. Af sam- henginu má skilja sem svo að háum atvinnuleysis- bótum sé þar um að kenna. Fróðlegt væri að vita hvaða launakjör og vinnutími hafi verið í boði í umræddum störfum. Ef fyrirtæki geta ekki boðið umtalsvert betri kjör en sem nemur atvinnu- leysisbótum hlýtur að mega efast um rekstrar- grundvöllinn. Alþingi mun koma saman til framhaldsfunda í lok mánaðarins. Þá á meðal annars að taka fyrir fjármálastefnu og breytingar á fjármálaáætlun vegna gerbreyttrar stöðu í ríkisfjármálunum. Nú þegar hefur verið ráðist í umfangsmiklar og fjárfrekar aðgerðir til að draga úr neikvæðum efnahagsáhrifum heimsfaraldursins. Eðli máls samkvæmt eru slíkar aðgerðir og þörfin fyrir þær í stöðugri endurskoðun eftir því hvernig mál þró- ast. Nú hlýtur að vera komið að þeim tímapunkti að hækkun atvinnuleysisbóta fari á dagskrá. Hækkum bæturnar 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.