Fréttablaðið - 18.08.2020, Síða 26
EMERALD.IS GSM 698 0330 EMERALD@EMERALD.IS
INNFLUTT HÁGÆÐA EININGAHÚS
HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
AFHENT Á BYGGINGARSTAÐ
SÉRHÆFÐ UPPSETNING
HAGSTÆTT VERÐ
YFIR 20 ÁRA REYNSLA
EINBÝLISHÚS - PARHÚS - RAÐHÚS
EININGAHÚS
HÚSIN ERU HÖNNUÐ AF ÍSLENSKUM ARKITEKT.
HÚSIN ERU FRAMLEIDD Í LETTLANDI.
3JA MÁNAÐA AFGREIÐSLUFRESTUR.
HÆGT ER AÐ KOMA MEÐ EIGIN HUGMYNDIR
OG FAGLÆRÐIR ARKITEKTAR ÚTFÆRA ÓSKIR Í
SAMRÆMI VIÐ BYGGINGASKILMÁLA.
GERUM FRÍTT VERÐMAT OG ÁÆTLANIR.
ÁRALÖNG OG FARSÆL REYNSLA Á ÍSLENSKUM
BYGGINGMARKAÐI.
HAFIÐ SAMBAND STRAX Í DAG.
D R A U M A H Ú S I Ð A Ð V E R U L E I K A
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U REININGAHÚS
Hugmyndin að einingahúsum var upphaflega sú að byggja íbúðarhúsnæði á einfaldan
og fljótlegan máta. Þá voru léttar
einingar framleiddar til húsbygg-
inga sem auðvelt væri að flytja á
milli landshluta og til að mæta
þörfum fólks sem var mikið á
hreyfingu vinnu sinnar vegna.
Upp úr 1950 voru einingahús
markaðssett sem ódýr húsa-
kostur sem fljótlegt væri að setja
upp en líka hægt að skilja eftir í
langan tíma og fleirum til gagns.
Þá var einnig hægt að flytja þau á
milli staða með tiltölulega lítilli
fyrirhöfn. Oftast voru fyrstu húsin
lítil en árið 1956 voru stærri hús
kynnt til sögunnar. Á sjöunda og
áttunda áratugnum stækkuðu
einingahúsin enn meira sem gerði
f lutning á þeim erfiðari og í dag
eru einingahús oftast nær staðsett
á lóðum til frambúðar.
Fyrstu árin var það oftar en
ekki efnalítið fólk sem settist að
í færanlegum og skjóllitlum ein-
ingahúsum og fengu þau óorð á
sig vegna þess. Vandaðri eininga-
hús seinni tíma breyttu þeirri
ímynd og nú þykja einingahús
jafn traust og glæsileg og hverjar
aðrar húsbyggingar sem uppfylla
þurfa skilyrði strangra byggingar-
reglugerða, og möguleikarnir eru
ótæmandi.
Heimili með lítilli fyrirhöfn
Húsakostur sem byggður var úr einingum kom fyrst á markað um heimsbyggðina um miðja
síðustu öld. Húsin voru hugsuð sem heimili í flýti og að hægt væri að flytja þau á milli landshluta.
Nútímalegt og sérlega glæsilegt einingahús í Lundúnum, byggt úr þykkum síberíuvið og með burðargrind sem
hleypir lofti í gegnum sig. Húsið var byggt í Slóveníu og kom til Englands í tilbúnum einingum með gluggum.
Grænt ein-
býlishús, byggt
úr kubba-
einingum,
eftir hönnun
arkitektsins
Ray Kappe í
Kaliforníu. Það
hlaut viður-
kenningu fyrir
margvíslegar
og vistvænar
lausnir við
húsagerðina,
er hitað með
sólarorku og
unnið að mestu
úr endurunnum
efnivið.
MYNDIR/GETTY
Þessi einingahús í Brandenburg, Bernau, tóna ágætlega
við götumynd gamalla og virðulegra bygginga fyrri ára.
173 einingahús úr áli voru reist í Cheltenham árið 1946
en aðeins var búið í þeim í rúma ellefu mánuði.