Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 27
Kubbaeiningar
SG-húsa fást í
ýmsum gerðum
og stærðum,
eru smíðaðar
inni við góðar
aðstæður og
hífðar út í heilu
lagi.
Kubbaeiningar
SG-húsa eru fram-
leiddar fyrir hagkvæm-
ar, vistvænar og ending-
argóðar húsbyggingar úr
timbri sem standast
íslenskar kröfur.
Við hönnum, reisum og byggj-um góð, traust og vönduð hús,“ segir Baldur Pálsson,
framkvæmdastjóri SG-húsa.
SG hús hafa verið starfrækt á
Selfossi frá árinu 1966 og frá upp-
hafi hefur meginstef SG-húsa verið
bygging timburhúsa af ýmsum
gerðum og stærðum.
„Það er mikill áhugi á eininga-
húsum úr timbri,“ segir Baldur.
„Mér finnst hafa orðið vakning
í samfélaginu gagnvart timbur-
húsum og eftirspurnin er alltaf að
aukast. Einingahús eru enda mun
ódýrari kostur en steinsteypt hús,
að minnsta kosti þessi einföldu,“
segir Baldur.
Ný gerð kubbaeiningahúsa
SG-hús bjóða upp á margvíslega
hönnun, stærð og lögun húsa. Þau
eru fyllilega samkeppnishæf við
innflutt einingahús úr timbri og að
mörgu leyti hentugri þar sem þau
eru unnin frá grunni hér á landi.
„Það er komin löng og góð
reynsla af húsunum okkar,“ segir
Baldur. „Í dag má segja að SG-hús
framleiði og setji upp þrjár gerðir
af timburhúsum sem nýtast sem
íbúðarhúsnæði, sumarbústaðir,
skrifstofubyggingar, ferða-
þjónustuhús, leikskólar og fleira,
en auk þess framleiðum við
þaksperrur, gólf bita, utanhúss-
klæðningar og veggeiningar fyrir
aðra verktaka og húsbyggjendur,“
upplýsir Baldur.
Hjá SG-húsum starfa 50 starfs-
menn og margir lykilstarfsmenn
hjá fyrirtækinu eiga langan starfs-
feril að baki við timburhúsagerð.
„Elsta og þekktasta framleiðsla
SG-húsa eru SG-einingahúsin svo-
kölluðu sem byggð eru upp með
1,2 metra breiðum veggeiningum.
Þau eru landsmönnum vel kunn og
hafa í gegnum tíðina verið reist um
allt land,“ segir Baldur.
Önnur gerð SG-húsa eru hefð-
bundin timburhús sem byggð eru
upp með stærri veggeiningum og
oft eftir teikningum frá verkkaupa.
„Þriðja og nýjasta gerð SG-
húsa eru kubbaeiningar sem eru
þróaðar af tæknideild okkar og við
höfum hafið framleiðslu á. Kubba-
einingar, eða módulbyggingar
eins og þær eru oft kallaðar, hafa
fram að þessu verið fluttar inn til
landsins frá Norðurlöndunum og
Eystrasaltslöndunum,“ upplýsir
Baldur.
Á næstunni afhenda SG-hús
Bjargi íbúðafélagi tólf íbúða fjöl-
býlishús í Þorlákshöfn sem er
byggt með þessari aðferð.
„Þar er haft að markmiði að
framleiða hagkvæmar, vistvænar
og endingargóðar hágæða timbur-
húsabyggingar sem standast
íslenskar kröfur.“
Vistvæn framleiðsla
Möguleikar í SG-einingahúsum
eru nánast óþrjótandi.
„Við reynum ávallt að aðlaga
húsin óskum viðskiptavinarins
þar sem tekið er tillit til stað-
setningar, sólaráttar, útsýnis og
fleiri þátta. Við höldum úti eigin
hönnunardeild sem vinnur allar
arkitekta- og verkfræðiteikningar
og þær eru innifaldar í verðinu
okkar, sem og raflagnateikningar,“
upplýsir Baldur.
Einfalt einingahús getur orðið
fokhelt á aðeins fimm dögum.
„Við forsmíðum húsin á
verkstæði en það fer eftir vali á
klæðningu hvort við setjum hana
upp á verkstæðinu eða þar sem
húsið er reist. Í dag eru einbýlishús
af meðalstærð algengust og hafa
verið pöntuð víðs vegar um landið.
Einnig höfum við byggt raðhús
og fjögurra íbúða fjölbýlishús
sem hafa komið vel út. Það eru
ódýrar litlar íbúðir úr timbri sem
er nýjung á Íslandi og höfum við
smíðað nokkur slík á Selfossi.“
Hjá SG-húsum er lögð rík áhersla
á vistvæna framleiðslu.
„Á undanförnum árum hefur
orðið vitundarvakning á Íslandi
varðandi mikilvægi umhverfis-
verndar en húsbyggingar úr
timbri hafa til dæmis mun minna
kolefnisspor en steinsteypt hús.
Timbur er vistvænt og við leggjum
okkar af mörkum til umhverfis-
verndar með því að kaupa ein-
göngu timbur sem unnið er úr
sjálf bærum skógum,“ segir Baldur.
Timbrið hefur einnig marg-
víslega aðra eiginleika að sögn
Baldurs.
„Timbur er auðvinnanlegt,
sterkt miðað við þyngd, það hefur
gott einangrunargildi og er fallegt
byggingarefni sem hentar vel þar
sem burðarvirki og aðrir bygg-
ingarhlutar eru sýnilegir.“
Í gegnum árin hafa SG-hús
unnið markvisst að því að auka við
gæði framleiðslunnar og er vinna
við CE-merkingu húsanna langt
komin.
„Til að öðlast CE-merkingu þarf
félagið að gangast undir mikinn
sjálfsaga þar sem allt framleiðslu-
ferlið er nákvæmlega skilgreint.
Unnið er eftir virku gæðaeftirliti
þar sem gerðar eru reglulegar
prófanir á hinum ýmsu húshlutum
auk þess sem allar byggingarvörur
sem við kaupum inn og notum til
framleiðslunnar þurfa að uppfylla
ákveðna gæðastaðla,“ útskýrir
Baldur.
SG-hús hafa frá fyrstu tíð lagt
áherslu á að þjónusta allt landið.
„Við reisum og klárum bygg-
ingar um land allt og erum í dag
að reisa hús í Vestmannaeyjum, á
Höfn í Hornafirði, á Sauðárkróki, í
Þorlákshöfn og auðvitað á Selfossi
og höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Baldur.
Á heimasíðunni sghus.is má
skoða teikningar af húsum og fá
ýmsar upplýsingar um starfsemi
SG-húsa. Þá má hafa samband
í gegnum tölvupóst sghus@
sghus. is eða í síma 578 3344.
Nýjungar
í smíði
einingahúsa
Í rúma hálfa öld hafa SG-hús boðið
upp á sterk og falleg einingahús sem
henta íslenskum aðstæðum vel.
Ný gerð kubbaeininga gefur nýja og
spennandi möguleika í byggingum.
Baldur Pálsson, framkvæmdastjóri
SG-húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Grunnurinn steyptur og fyrsta hæð kubbaeiningahúsanna komin upp.
Þaksperrur settar á nýtt fjölbýlishús Bjargs í Þorlákshöfn.
Fjölbýlishús Bjargs í Þorlákshöfn var reist á aðeins átján klukkustundum.
Glæsilegt fjölbýlishús úr timbureiningum frá SG-húsum. Arkitekt að húsinu er Svava Jónsdóttir.
SG-hús bjóða upp á fjölbreytta möguleika þegar kemur að húsbyggingum.
KYNNINGARBLAÐ 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 8 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 EININGAHÚS