Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun 2018, Qupperneq 7

Neytendablaðið - jun 2018, Qupperneq 7
Neytendablaðið // Júní 2018 7 hvort ókeypis eða gjaldskyld. Það er því algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sem hentaði vel á þeim tíma sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum. Þá getur oft verið erfitt að skilja flókna fjar- skiptareikninga sem væri efni í aðra grein. Gagnamagni breytt án samþykkis Neytendasamtökin fengu inn á sitt borð mál þar sem félagsmað- ur hafði verið í viðskiptum við fjarskiptafélag til margra ára og greiddi upphaflega 890 krónur á mánuði. Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn“ hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við. Nú hafði því hins vegar aftur verið breytt og væri því betra fyrir félagsmanninn að láta færa sig í minni pakka aftur. Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma. Upphaflega hafnaði fjarskiptafélagið kröfum samtakanna um endurgreiðslu á ofgreiddu fé en eftir nánari samskipti samþykkti það að endurgreiða níu mánuði, þ.e. frá því tímamarki þegar nýjasti og minnsti pakkinn var settur á fót. Þannig viðurkenndi fjarskiptafélagið að það hefði átt að færa viðskiptavininn aftur niður í þann pakka þegar sá pakki leit dagsins ljós, enda ljóst að viðskiptavinurinn borgaði töluverðar fjárhæðir fyrir nákvæmlega ekki neina þjónustu í hinum pakkanum. Villandi skilmálar líkamsræktarstöðva Mörg mál snúa að skilmálum líkamsræktarstöðva og standa neytendur oft uppi með bindisamning sem þeir vissu ekki að þeir hefðu samþykkt eða mögulega samþykktu aldrei. Þegar keypt er líkamsræktarkort til eins árs í senn er eðlilegt að það sé neytandinn sem þurfi að endurnýja slíkt kort að ári liðnu en sumar líkamsræktarstöðvar virðast endurnýja kortin sjálfkrafa og vísa þá oft til skilmála sinna eða til einhvers konar venju. Neytendasamtökin vinna nú í máli fyrir félagsmann vegna kaupa á árskorti hjá Rebook Fitness sem breyttist í mánaðaráskrift, ári eftir kaupin, án þess að félagsmaður hefði vitað af því. Illa hefur gengið að fá svör frá fyrirtækinu og hafa Neytendasamtökin því sent erindi til Neytendastofu til að fá úr því skorið hvort slíkir viðskiptahættir séu villandi. HMG

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.