Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 10
10 Neytendablaðið // Júní 2018 Á ferð og flugi Íslendingar ferðast sem aldrei fyrr og eflaust mun stór hluti þjóðarinnar leggja land undir fót í sumar. Yfirleitt ganga ferðalögin vel fyrir sig og ferðalangar koma heim brúnir og sælir og með góðar minningar. Því miður koma þó stundum upp vandamál sem geta skemmt ferðalagið. Með smá fyrirhyggju má þó oft koma í veg fyrir slíkt og hér höfum við tekið saman nokkur góð ferðaráð. Vegabréf einu gildu íslensku ferðaskilríkin Mikilvægt er að vegabréfið sé tekið með og að það sé í gildi. Sum flugfélög neita farþegum um far nema þeir framvísi gildu vegabréfi með sama nafni og er á flugmiðanum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samgöngustofu eru íslensk vegabréf einu skilríkin sem vottað geta um ríkisfang íslenskra ríkisborgara innan Schengen og því er þess krafist að farþegar hafi þau ávallt meðferðis. Réttur þinn ef flugi er aflýst eða því seinkað Ef flugi seinkar eða því er aflýst eiga farþegar ákveðin réttindi sem flugfélaginu ber að virða. Réttur farþega fer eftir því hversu löng seinkunin og hversu langt flugið er. Farþegar geta þannig átt rétt á máltíðum, drykkjum, hótelgistingu og, eftir atvikum, stöðluðum skaðabótum. Ef seinkun varir lengur en fimm tíma geta farþegar átt rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Áttu rétt á bótum? Á heimasíðu Evrópsku neytendaaðstoðarinnar, www.eccisland.is, má nálgast flugreikni þar sem hægt er að fá upplýsingar um réttindi farþega þegar flugi er seinkað eða aflýst. Þú slærð inn upplýsingar um flugið, svo sem hversu löng seinkunin er og hvaðan er flogið og hvert, og flugreiknirinn upplýsir þig um rétt þinn. Evrópska neytendasaðstoðin aðstoðar einnig fólk við að leita réttar síns ókeypis en undanfarið hefur mátt sjá slíka þjónustu auglýsta gegn þóknun. Eru skemmdir á farangri? Þegar þú vitjar farangursins í komusal áfangastaðar skaltu skoða hvort það séu einhverjar sjáanlegar skemmdir á töskunum. Ef farangur hefur skemmst í meðhöndlun flugfélagsins ber það ábyrgð á því tjóni. Til að sanna að tjón hafi orðið í flugvélinni er mikilvægt að kvarta strax á flugvellinum og óska eftir skýrslu. Ef farþegi verður fyrst var við tjón þegar hann er farinn af flugvell- inum getur verið erfitt að sanna hvar tjónið átti sér stað.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.