Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 9
Neytendablaðið // Júní 2018 9 Þessa dagana fær plastmengun mikla athygli og ekki að ástæðulausu. Svo virðist sem jarðarbúum sé fyrirmunað að haga málum þannig að allt plast sé endurunnið með ábyrgum hætti. Ógrynni plasts endar í náttúrunni, ekki síst í hafinu þar sem það veldur bæði mengun og skaðar lífríkið. Plastið safnast saman á hafi úti og myndar gríðarstórar plasteyjur og þá hefur sjónum einnig verið beint að skaðsemi örplasts í hafi og vötnum. Víða um heim hafa bæði stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur gripið til aðgerða. Oftast er um að ræða bann eða takmörkun á notkun einnota plasts, svo sem eyrnapinnum, plastpokum og plaströrum og eins hefur athyglin beinst að plastumbúðum. Draga þarf úr neyslu almennt Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir í samtali við Neytendablaðið að hann hafi orðið var við mikla vakningu í þessum málum og að mörg jákvæð teikn séu á lofti um að bæði stjórnmálamenn og almenningur vilji gera sitt til að sporna gegn plastmengun. „Þetta er frábær þróun og ævintýri líkast að sjá hversu mikil breyting hefur orðið á stuttum tíma. En við þurfum samt að gæta þess að önnur umhverfismál falli ekki í skuggann af þessu brýna máli, þ.e.a.s. að við föllum ekki í þá gryfju að halda að með þessu sé björninn unninn og að við getum haldið áfram að hegða okkur illa á öðrum sviðum. Það mikilvægasta finnst mér vera að draga úr neyslunni, einfaldlega að kaupa minna, já, og velja það betur. Það skiptir nefnilega ekki öllu máli í hvaða poka við berum dótið okkar heim, heldur það hvað er í pokanum.“ Verðum að vera breytingin Stefán bendir á að framleiðsla og flutningur á óþörfum varningi feli í sér gríðarlega og alveg ástæðulausa sóun á auðlindum. Ekki bara sóun á auðlindum í venjulegum skilningi þess orðs heldur líka á tímanum sem við notum til að vinna okkur inn fyrir þessum varningi. „Þegar við þurfum að kaupa eitthvað og ef við höfum val, þá veljum við auðvitað umhverfismerktar vörur, t.d. Svansmerktar. Slíkar vörur eru yfirleitt ekki dýrari en aðrar vörur og duga í öllum tilvikum í það minnsta jafnvel til síns brúks. Svanurinn er umhverfis-, gæða- og loftslagsmerki sem vísar okkur veginn í skynsamlegum innkaupum. Höldum áfram að plokka en hættum líka að nota einnota hluti og annan óþarfa. Við verðum að vera breytingin, eins og Mahatma Gandhi sagði,“ segir Stefán að lokum. Plastmengun undir smásjánni Það er óhætt að segja að áhugi á umhverfismálum hafi stóraukist á undanförnum árum. Nú eru það ekki bara örgustu umhverfissinnar sem fárast yfir óþarfa umbúðum, rusli á víðavangi og brennslu jarðefnaeldsneytis. Fólk flykkist út að plokka, mætir með margnota pokann sinn í verslanir og kaupir rafbíla sem aldrei fyrr.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.