Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 15
Neytendablaðið // Júní 2018 15 Hvar fékkstu síðast frábæra þjónustu? Í versluninni Airport fashion í Leifsstöð. Starfsfólkið þar er frábært og einstaklega hjálpsamt. Ferðu vel með peninga? Nei, ég held að ég fari ekkert sérstaklega vel með peninga. Ég reyni að leggja fyrir um hver mánaðamót en svo þegar búið er að borga föst útgjöld eyði ég eins og enginn sé morgundagurinn. Hvað læturðu fara í taugarnar á þér sem neytandi? Ég þoli ekki þegar verðmerkingar í búðum stemma ekki við það sem segir síðan á strimlinum þegar ég er búin að borga. En þar sem ég fer ekkert sérstaklega vel með peninga nenni ég ekki að eltast við 10 krónur hér og þar. Þoli ekki heldur áhugalaust starfsfólk sem tyggur tyggjó í gríð og erg þegar það er að afgreiða mig. Geturðu nefnt góð kaup sem þú hefur nýlega gert? Já, ég keypti mér nýlega kjól í verslunni Blómsturvöllum á Hellissandi sem kostaði kr. 5.900 og ég veit að ég á eftir að nota mikið. Annars kaupi ég mér ekki mikið af fötum. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að kaupa ekki flík í eitt ár. Það var ótrúlega góð tilfinning sem því fylgdi. Hvenær keyptirðu síðast köttinn í sekknum? Það var þegar ég keypti uppfærslu á Saga Class hjá Icelandair. Hélt ég væri að gera góð kaup, en las greinilega ekki pínulitla smáaletrið nógu gaumgæfilega og endaði með að þurfa að greiða nánast fullt Saga Class verð fyrir miðann. Áttu gott neytendaráð sem þú vilt deila? Ef það er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Og svo er varhugavert að fara svangur að kaupa í matinn Áttu gott neytendaráð sem þú vilt deila? Að borga með beinhörðum peningum. Ég prófaði það í tvær vikur og það vekur mann til umhugsunar. Maður fær aftur sýn á virði hluta og peninga. Hvar fékkstu síðast frábæra þjónustu? Í Víkurraf hérna á Húsavík. Fór inn með bilað sjónvarp. Þjónust- an er einföld án orðalenginga en persónuleg engu að síður. Hvar liggja veikleikar þínir sem neytandi? Að flýta mér og vilja kaupa hlutina strax. Við verðum að vera ábyrg fyrir eigin gjörðum. Við sendum skilaboð með peningun- um okkar og eigum að nýta okkur það betur. Hvenær keyptirðu síðast köttinn í sekknum? Ég held að það sé örugglega þegar ég lét freistast til að kaupa mér skyrtu á netinu frá Kína. Hún leit ótrúlega vel út á myndinni. Skyrtan þessi hefur aldrei verið notuð og kenndi mér þá lexíu að fara mjög varlega í slíkum viðskiptum. Hvað lætur þú fara í taugarnar á þér sem neytandi? Sem neytandi á ég mjög erfitt með að sætta við mig kuldalegt viðmót og lélega þjónustu, en slíkt gerist sem betur fer afar sjaldan, a.m.k. hér á landi. Hvar liggja veikleikar þínir sem neytandi? Sumir myndu segja að ég væri of mikill „spender“. Ég er ekki endilega sammála þeirri fullyrðingu en þó hættir mér til að láta freistast um of, sjái ég fallega hluti. Jóhanna Árnadóttir Starfsmaður FFR - Félags forstöðumanna ríkisstofnana Svanfríður Jónasdóttir Verkefnastjóri Hjálmar Bogi Hafliðason Kennari Andrés Magnússon Framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu Spurt og svarað

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.