Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - jún. 2018, Blaðsíða 22
22 Neytendablaðið // Júní 2018 Framleiðsla á pálmolíu hefur margfaldast á undanförnum ára- tugum. Árið 1995 var heimsframleiðslan 15,2 milljónir tonna en árið 2015 hafði hún fjórfaldast og var orðin 62,6 milljón tonna. Vinsældir pálmolíunnar eru skiljanlegar. Hún er ódýr í framleiðslu en pálmolíutréð skilar tíu sinnum meiri jurtaolíu á hektara en soja, repja og sólblóm. Pálmolían er bragðlaus, hún þránar hægt, þolir vel eldun og við stofuhita er hún í föstu formi sem gerir hana ákjósanlegan kost í alls kyns tilbúinn mat. Pálmolía er einnig mikið notuð í snyrtivöruframleiðslu og hreinlætisvörur sem og í efnaiðnaði. Neikvæð umhverfisáhrif Framleiðslan á þessari vinsælu olíu tekur þó sinn toll því umhverfisáhrifin eru mikil og neikvæð. Pálmolíuræktun fer að langmestu leyti fram í Indónesíu og Malasíu þar sem stór landsvæði hafa verið lögð undir pálmolíuplantekrur. Skógar hafa verið höggnir og mólendi þurrkað upp með alvarlegum afleiðingum fyrir dýralíf auk þess sem þessi breyting á vistkerf- inu losar gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda. Á eyjunni Borneo hefur órangútönum fækkað mikið eftir að náttúrulegum heimkynnum þeirra hefur verið breytt í plantekrur. Hér í eina tíð var eyjan þakin regnskógi og á eyðing þeirra sér vart hliðstæðu. Athyglin hefur því eðlilega beinst að þeirri eyðileggingu sem pálmolíuræktun hefur í för með sér og upplýstir neytendur hafa í vaxandi mæli gert kröfu um ábyrgari ræktun og framleiðslu. Stefnt að sjálfbærni Árið 2004 voru sett á fót samtök sem kallast Roundtable on Sustainable Palm Oil (RSPO). Þátttakendur eru framleiðendur, seljendur, félagasamtök og aðrir sem hafa það sameiginlega markmið að ýta undir sjálfbæra framleiðslu á pálmolíu. Horft er til umhverfissjónarmiða og aðstæðna verkafólks á ökrunum. Margar verslunarkeðjur nota nú einungis RSPO-merkta pálmolíu í framleiðslu sína. Merkingin hefur þó verið gagnrýnd fyrir að ganga of skammt og segjast dönsku neytendasamtökin Tænk ekki geta mælt með henni. Hlif Yvy Linnetved frá WWF náttúruverndarsamtökunum segir í viðtali við Tænk að vissulega sé hægt að bæta merkinguna, og það sé reyndar í bígerð, en í dag sé merkingin það skásta sem við höfum. Torben Chrintz, ráðgjafi í umhverfismálum, telur að RSPO-framtakið hafi litla þýðingu þar sem magnið af olíu sem er framleitt sé aðalvandamálið. „Ef seljendur hafa raunverulega áhuga á að vernda umhverfið ættu þeir að segja neytendum að kaupa minni olíu,“ segir hann. – mest selda jurtaolía í heiminum en jafnframt sú umdeildasta Pálmolía Heimkynni Órangútana eru rengskógar Borneó og Súmötru.Vegna ágangs mannsins eru órangútanar nú í útrýmingarhættu. Pálmolían ekki holl Pálmolían inniheldur 49% af mettaðri fitu, pálmkjarnaolía heil 82% en rapsolía einungis 7%. Fæstir nota pálmolíu við eldamennskuna heima við en hún er mjög mikið notuð í unnar matvörur, svo sem kex, kökur, súkkulaði og ís. RSPO merkingin

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.