Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun. 2018, Síða 23

Neytendablaðið - jun. 2018, Síða 23
Neytendablaðið // Júní 2018 23 Krem sem eiga að vinna á appelsínu- húð skila litlum sem engum árangri. Það er niðurstaða gæðakönnunar sem neytendasamtök í Evrópu létu gera og segir frá í danska neytendablaðinu Tænk. Mikið úrval er af kremum sem sögð eru gagnast í baráttunni við app- elsínuhúð eða cellulite og ekki vantar loforðaflauminn um gagnsemina. Samkvæmt niðurstöðu gæðakönnunar- innar er þó alveg eins gott að eyða peningnum í hefðbundið „body lotion“ eða húðkrem. Árangurinn af mánaðarnotkun er það lítill að hann er vart mælanlegur og lít- ill munur mældist á þeim hóp sem fékk appelsínuhúðkremin og hjá þeim sem smurðu sig með venjulegu kremi. Það skal þó tekið fram að tilraunadýrin, sem voru alls 30, voru aðeins jákvæðari en sérfræðingarnir sem fengnir voru til að meta árangurinn. Það virtist þó ekki skipta mestu máli hvaða krem var notað, heldur hin daglega „smurning“ og hið létta nudd sem henni fylgir. BP Loforðaflaumur sem stenst ekki Engin pálmolía í eigin framleiðslu Verslunarkeðjan Iceland tilkynnti nýlega að hún muni hætta að nota pálmolíu í eigin framleiðslu enda sé ekkert til í dag sem heiti sjálfbær pálmolíuframleiðsla. RSPO-samtökin gagnrýna þessa ákvörðun og segja enga aðra afurð gefa af sér meiri olíu per hektara. Sú olía sem notuð verði í staðinn gæti verið allt eins óumhverfisvæn þar sem það þurfi meira ræktunarland fyrir sömu uppskeru. Framtak Iceland er í öllu falli athyglisvert og gefur neytendum færi á að sniðganga pálmolíu algerlega kjósi þeir það en notkunin er svo víðtæk að talið er að pálmolíu sé að finna í u.þ.b. helmingi af öllum vörum sem finna má í hillum verslana. Í 4. tbl. Neytendablaðsins 2012 var ítarleg umfjöllun um pálmolíu sem finna má á www.ns.is Pálmolía er unnin úr ávöxtum afríska pálmolíutrésins (Elaeis guineensis). Pálmolíuávextir vaxa í knippum fjóra til fimm metra frá jörðu.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.